Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

112. fundur 21. ágúst 2015 kl. 15:00 - 16:05 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Ari Jóhann Sigurðsson varaform.
  • Einar Þorvaldsson ritari
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Einar Ágúst Gíslason, hafnarvörður, sat fyrstu tvo liði fundarins.

1.Dögun ehf - lóð austan athafsnsvæðis Dögunar við Hesteyri

Málsnúmer 1507135Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar erindi frá Dögun ehf. varðandi lóð austan athafnasvæðis Dögunar við Hesteyri.
Í erindinu fer framkvæmdastjóri Dögunar lauslega yfir starfsemi fyrirtækisins og framtíðaráform þess sem felast í að tryggja rekstrargrundvöll félagsins enn frekar með því m.a. að fjárfesta enn frekar í starfseminni. Liður í þessum framtíðaráformum er aukið athafnasvæði undir frystigeymslur. Dögun óskar eftir formlegum viðræðum við Sveitarfélagið um umræddar lóðir.
Starfsmenn hafnarinnar telja mikilvægt að flytja frystigáma Dögunar af höfninni og nær athafnasvæði fyrirtækisins.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur jákvætt í erindið og felur sviðstjóra að fylgja málinu eftir.

2.Fundagerðir Hafnasambands Ísl. 2015

Málsnúmer 1501006Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar minnisblað frá Lex Lögmannsstofu sem unnið var fyrir Hafnasamband Íslands um tryggingarmál hafna.
Sviðstjóra falið að kanna tryggingarmál vegna smábátahafnar.

3.Dagur íslenskrar náttúru

Málsnúmer 1508094Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti varðandi Dag íslenskrar náttúru.
Dagurinn verður að venju haldinn hátíðlegur 16. september nk.
Í bréfinu segir m.a.:
"Undanfarin ár hafa sveitarfélög, skólar, stofnanir, fyrirtæki, einstaklingar og félagasamtök fagnað Degi íslenskrar náttúru með fjölbreyttum hætti; efnt til viðburða, vakið athygli á málefnum sem varða íslenska náttúru eða haft náttúruna sem þema við leik og störf á þessum degi...
Sveitarfélög og landshlutasamtök eru hvött til að hafa Dag íslenskrar náttúru í huga í starfi sínu framundan og halda hann hátíðlegan."
Formanni falið að leggja málið fyrir meirihluta sveitastjórnar.

4.Ráðgefandi hópur um aðgengismál - fundargerðir

Málsnúmer 1507116Vakta málsnúmer

Lagðar voru fram til kynningar fundargerðir nýstofnaðs ráðgefandi hóps um aðgengismál í sveitarfélaginu Skagafirði.
Hópurinn heyrir undir Byggðarráð og er ætlað að koma með tillögur að úrbótum í aðgengismálum fyrir fjárhagsáætlanagerð.
Hópurinn hefur hist í þrjú skipti frá miðjum júlí og var fyrsta verkefni hópsins að sækja um styrk til Velferðarráðuneytisins vegna úttektar á aðgengismálum í þjónustubyggingum sveitarfélagsins. Sótt var um styrk til úttektar á 12 fasteignum og er umsóknin í vinnslu hjá Velferðarráðuneyti.

5.Sorphirðumál í Hjaltadal - erindi

Málsnúmer 1506108Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi Umhverfis- og samgöngunefndar var samþykkt að verða við beiðni um að koma tímabundið fyrir timbur- og járnagámi í Hjaltadal. Gámunum hefur nú verið komið fyrir á gatnamótum Hólavegar og Ásavegar og verða þar út september mánuð. Tilkynningu vegna gámanna hefur verið dreift á bæi við Ásaveg og Hólaveg.

6.Erindi vegna ruslagáma við Breið

Málsnúmer 1508121Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir erindi frá Elínborgu Erlu Ásgeirsdóttur í Breiðagerði vegna ruslagáma við þjóðveg í landi Breiðagerðis.
Hún segir m.a. að umgengnin við gámana sé vægast sagt hræðileg, gámarnir oft yfirfullir og enginn timburgámur á svæðinu. Í bréfinu er m.a. lagt til að svæðið í kringum gámana sé hreinsað, að timburgám verði bætt við og að sveitarfélagið komið þeim skilaboðum til þeirra sem nýta svæðið til sorplosunar að góðrar umgengni sé krafist.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur undir að bæta þurfi umgengni við gámasvæði. Svæðið var hreinsað eftir að bréfið barst. Kannað verður hvort bætt verði við timburgám á svæðið við fjárhagsáætlanagerð næsta árs.
Nefndin leggur til að kannað verði hvort starfsmaður landbúnaðarnefndar geti tekið að sér eftirlit með gámasvæðum þar sem þess er þörf.
Umhverfis- og samgöngunefnd harmar sinnuleysi og slæma umgengni við gámasvæði sveitarfélagsins og hvetur notendur gámasvæða að ganga betur um. Sorphirðumál í dreifbýli eru í heildarendurskoðun og stefnt er á að koma með tillögur að úrbótum fyrir fjárhagsáætlun 2016.

7.Gámastöðvar í dreifbýli - úrbætur 2015

Málsnúmer 1503180Vakta málsnúmer

Lögð voru fram til kynningar drög af teikningum af afgirtum gámasvæðum.
Nefndin leggur til að unnin verði kostnaðaráætlun fyrir afgirt gámasvæði í Varmahlíð og á Hofsósi fyrir fjárhagsáætlun næsta árs.

8.Evrópsk samgönguvika 2015

Málsnúmer 1508130Vakta málsnúmer

Lagður var fram til kynningar tölvupóstur frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti varðandi Evrópska Samgönguviku sem haldin er 16. til 22. september ár hvert.
ár snýst þema vikunnar um fjölbreytta ferðamáta og er slagorð hennar þetta árið Veljum. Blöndum. Njótum. sem endurspeglar þá fjölbreyttu valkosti sem einstaklingar hafa til að ferðast. Áhersla er lögð á að einn ferðamáti þurfi ekki að útiloka annan - vel er hægt að fara gangandi, með strætó eða hjólandi til vinnu en aka svo á einkabílnum til að versla inn fyrir vikuna. Sömuleiðis er hægt að fara á bíl til vinnu einn daginn en hjóla annan, allt eftir aðstæðum hvers og eins. Lykillinn er fólginn í því að dregið er úr álagi á umhverfi og samgöngukerfi í hvert sinn sem einkabíllinn er hvíldur og aðrir valkostir nýttir, þótt einkabílnum sé ekki lagt til frambúðar.
Nefndin tekur undir áherslur verkefnisins og hvetur íbúa til að kynna sér inntak verkefnisins nánar.

Fundi slitið - kl. 16:05.