Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

118. fundur 31. mars 2016 kl. 15:00 - 15:55 Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Ari Jóhann Sigurðsson varaform.
  • Björg Baldursdóttir aðalm.
  • Hjálmar Steinar Skarphéðinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Einar Ágúst Gíslason yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Einar Ágúst Gíslason, yfirhafnarvörður, sat liði 1 til 4.

1.Erindi vegna þarfagreiningar við smábátahöfn

Málsnúmer 1602170Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar erindi frá Benedikt Lafleur vegna þarfagreiningar á svæði norðan og sunnan við nýja garðinn í smábátahöfninni á Sauðárkróki.
Nefndin þakkar Benedikt fyrir erindið en bendir á að skipulagsvinna vegna hafnarsvæðisins og gamla bæjarins er þegar hafin og verður þarfagreining á svæðinu hluti af þeirri vinnu.

2.Skjólgarður fyrir smábátahöfn

Málsnúmer 1505065Vakta málsnúmer

Vinna við gerð skjólgarðs við smábátahöfnina á Sauðárkróki hófst 29. janúar sl.
Búið er að keyra fyllingarefni í ca. 100m af 150m og er grjótröðun hafin í hluta garðsins.
Verklok verksins eru 15. maí nk.
Við framkvæmdina myndast um 1.800m2 svæði sem fylla þarf upp í.
Fylling svæðiðsins var ekki innifalinn í útboði en áætlaður kostnaður við fyllingu er um 6,5 milljónir.
Nefndin leggur til að beðið verði með fyllingu á svæðinu þar til síðar þar sem mögulega má nýta dýpkunarefni til uppflyllingar á svæðinu.

3.Olíuafgreiðsla smábáta

Málsnúmer 1603254Vakta málsnúmer

Olís hf. hefur óskað eftir að fá að setja upp flotbryggjueiningar við suðurgarð á Sauðárkróki og koma þar upp olíudælum til að þjónusta smábátasjómenn.
Í dag eru olíudælur staðsettar uppi á bryggjunni og þurfa þeir sem dæla á báta sína að klifra upp stiga á bryggjuþilinu til að komast að dælunum.
Flotbryggjueiningarnar verða 8 eða 12m á lengd og staðsettar á sama stað og núverandi dælur. Stálbitar verða soðnir utan á þilið og bryggjan tengd við stálbitana þannig að hún fylgi sjávarföllum. Komið verður fyrir um 8m löngum landgangi frá flotbryggjunum og upp á land.
Olís hf. greiðir fyrir flotbryggjurnar og uppsetningu þeirra ásamt að sjá um nauðsynlegt viðhald á þeim.
Nefndin samþykkir framkvæmdina en leggur áherslu á að ströngustu kröfum verði fylgt varðandi mengunarvarnir.

4.Fundagerðir 2016 - Hafnasamband Ísl.

Málsnúmer 1601004Vakta málsnúmer

Fundargerðir Hafnarsambands Íslands, 381. fundur frá 18.janúar og 382. fundur frá 24. febrúar 2016 lagðar fram til kynningar.

5.Flokkun sorps - bæklingur

Málsnúmer 1506041Vakta málsnúmer

Formanni og sviðstjóra falið að vinna að útgáfu bæklings um flokkun á sorpi.

6.Fundarboð - samvinna í úrgangsmálum

Málsnúmer 1602122Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar samþykkt svæðisáætlun Norðurlands í úrgangsmálum.
Svæðisáætlunin tekur til 18 sveitarfélaga á Norðurlandi og hefur hún verið samþykkt í öllum sveitarfélögum.
Þann 25. febrúar sl. var haldin fundur þar sem fulltrúar sveitarfélaganna komu saman og ræddu áframhaldandi samvinnu í úrgangsmálum á svæðinu. Formaður umhverfis- og samgöngunefndar og sviðstjóri sátu fundinn fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

7.Endurheimting votlendis við Hofsós

Málsnúmer 1506032Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir erindi frá Björgvini Guðmundssyni vegna endurheimtingu votlendis í svonefndum flóa norðan við Hofsós.
Erindið var tekið fyrir fund nefndarinnar í janúar sl. og sviðstjóra þá falið að kanna eignarhald á landinu.
Sveitarfélagið Skagafjörður er eigandi umrædds lands.
Formanni og sviðstjóra falið að kanna málið nánar og fá frekari upplýsingar um endurheimt votlendis og áhrifa á umliggjandi landsvæði.

Fundi slitið - kl. 15:55.