Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

80. fundur 28. nóvember 2012 kl. 16:00 - 16:50 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Svanhildur Guðmundsdóttir aðalm.
  • Jón Sigurðsson áheyrnarftr.
  • Sigurlaug Kristín Konráðsdóttir varam.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir varam. áheyrnarftr.
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun umhverfis- og samgöngunefnd vegna 2013

Málsnúmer 1210300Vakta málsnúmer

Farið var yfir liði 07 Brunamál og almannavarnir, og lið 11 umhverfismál. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framangreinda liði með eftirfarandi niðurstöðu og vísar afgreiðslunni til byggðarráðs.
Liður 07 Brunamál og almannavarnir, tekjur kr. 25.629.000.-. gjöld kr.87.907.000.- rekstrarniðurstaða kr. 62.278.000.-
Liður 11 Umhverfismál tekjur kr. 2.080.000, gjöld kr 59.443.000, rekstrarniðurstaða kr. 57.363.000.-

2.Sauðárkrókshöfn - ný smábátahöfn

Málsnúmer 1109306Vakta málsnúmer

Þriðjudaginn 27. nóvember 2012 kl 1400 voru opnuð, í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, tilboð í verkið Sauðárkrókur, smábátahöfn við Suðurgarð samkvæmt útboðsgögnum gerðum af Siglingastofnun og Teru sf verkfræðistofu dagsett október 2012.
Eftirfarandi tilboð bárust, frá Firði ehf, kr. 32.807.954.- Steypustöð Skagafjarðar ehf. kr. 39.951.125.- og sameiginlegt boð frá Norðurtaki ehf og Króksverki ehf kr. 37.961.215. Kostnaðaráætlun Siglingastofnunar í verkið er kr. 50.298.000.-
Tilboðin hafa verið yfirfarin með tilliti reikningsskekkja og reyndust öll rétt reiknuð. Samþykkt að ganga til samninga við lægstbjóðanda á grundvelli tilboðs hans. Jón Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

3.Fráveitugjald og tæming rotþróa - gjaldskrá

Málsnúmer 1211195Vakta málsnúmer

Samþykkt að endurskoða samþykktir um fráveitu í Sveitarfélaginu Skagafirði og breyta gjaldskrá fyrir fráveitugjald og tæmingu rotþróa.

4.Hættumat vegna skriðufalla og snjóflóða

Málsnúmer 1211151Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Veðurstofu Íslands varðandi gerð hættumats vegna skriðufalla og snjóflóða. Þar kemur fram að árið 2006 var gerð úttekt á því hvar væri ástæða til að kanna nánar ofanflóðahættu í grennd við þéttbýli á landinu. Niðurstaða þeirrar úttektar var að vegna aðstæðna á Sauðárkróki og fyrirliggjandi upplýsinga um skriðuföll og snjóflóð væri ástæða til að meta hættu þar. Fyrirkomulag þessara mála er þannig að það er að forminu til sveitarfélögin sem standa að slíku hættumati en Veðurstofan vinnur verkið og Ofanflóðasjóður greiðir allan kostnað. Viðkomandi sveitarfélagi er ætlað að hafa frumkvæði að gerð hættumats og skipa 2 af 4 fulltrúum hættumatsnefndar sem stýrir gerð hættumatsins, sér um kynningu á niðurstöðum og leggur þær að lokum fram til staðfestingar ráðherra.
Samþykkt að fara i þessa vinnu og lagt til að Slökkviliðsstjóri og Skipulags- og byggingarfulltrúi verði fulltrúar sveitarfélagsins í hættumatsnefndinni.

Fundi slitið - kl. 16:50.