Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

131. fundur 29. september 2017 kl. 15:00 - 16:10 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Ari Jóhann Sigurðsson varaform.
  • Steinar Skarphéðinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Dagur Þór Baldvinsson, yfirhafnavörður, sat fyrstu þrjá liði fundarins.

1.Fundagerðir 2017 - Hafnasamb. Íslands

Málsnúmer 1701004Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar 396. fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands.

2.Hafnafundur Húsavík 21. sept 2017

Málsnúmer 1708136Vakta málsnúmer

Nefndarmönnum voru kynnt málefni sem voru til umræðu á hafnafundi á Húsavík þann 21. sept sl. en fundinn sátu fjórir fulltrúar frá Skagafjarðarhöfnum.

3.Reglugerð um slysavarnir og öryggisbúnað í höfnum

Málsnúmer 1709070Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar reglugerð um slysavarnir og öryggisbúnað í höfnum en reglugerðin tók gildi í lok júní.

4.Málþing 4. okt Innanlandsflug sem almenningssamgöngur

Málsnúmer 1709050Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar erindi frá sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi málþingið "innanlandsflug sem almenningssamgöngur" sem haldið verðu í Reykjavík þann 4. október nk.

5.Fundagerðir 2017 - Heilbrigðiseftirlit Nl. vestra

Málsnúmer 1701005Vakta málsnúmer

Lagðar voru fram til kynningar fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands Vestra.

6.Vistgerðir á Íslandi

Málsnúmer 1709144Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar bréf frá Náttúrufræðistofnun Íslands varðandi vistgerðir á Íslandi.
Náttúrufræðistofnun gaf út fyrr á árinu ritið Vistgerðir Íslands og birti jafnframt á vefsjá vistgerðarkort af öllu landinu með það að markmiði að lýsa, kortleggja útbreiðslu og meta verndargildi vistgerða, plantna og dýra.

7.Umsagnarbeiðni um sameiginlega lögreglusamþykkt fyrir Norðurland vestra

Málsnúmer 1709149Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá framkvæmdastjóra SSNV, Birni Líndal, dagsettur 14.september 2017, þar sem segir að stjórn SSNV hafi falið honum að skoða möguleika á sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir öll sveitarfélög á Norðurlandi vestra þ.e. í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra.

Óskað er eftir því að sveitarfélög landshlutans taki afstöðu til þess hvort þau séu fylgjandi því að til verði sameiginleg lögreglusamþykkt fyrir öll sveitarfélögin og sé svo, veiti þau umsögn um meðfylgjandi drög að slíkri samþykkt fyrir lok október n.k.

Meðfylgjandi drög er byggð á reglugerð um lögreglusamþykktir, sjá: https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/1127-2007, meðfylgjandi drög taka einnig að auki á nokkrum atriðum s.s. þeim sem hafa fylgt fjölgun ferðamanna til landsins.

8.Bréf til notenda gámasvæða í dreifbýli

Málsnúmer 1709256Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar drög að bréfi frá Sveitarfélaginu Skagafirði og Flokku ehf. til notenda gámastöðva í dreifbýli.
Í bréfinu eru notendur gámastöðvanna hvattir til að ganga snyrtilega um gámana en víða er pottur brotinn í umgengni um þá.

9.Hundasvæði á Sauðárkróki - staðsetning

Málsnúmer 1708091Vakta málsnúmer

Lögð var fram tillaga að hundasvæði við Borgargerði á Sauðárkróki.
Sviðstjóra falið að leggja fram kostnaðaráætlun vegna svæðisins á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 16:10.