Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

146. fundur 15. október 2018 kl. 10:00 - 11:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður
  • Guðlaugur Skúlason varaform.
  • Steinar Skarphéðinsson ritari
  • Högni Elfar Gylfason varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Gísli Sigurðsson
  • Bjarni Jónsson
  • Ólafur Bjarni Haraldsson
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Sorphirða í dreifbýli

Málsnúmer 1808218Vakta málsnúmer

Farið var yfir minnisblað frá sviðstjóra um sorphirðu í dreifbýli, áætlaðan kostnað við flokkun og sorphirðu á hverjum bæ og mögulegar gjaldskrárbreytingar samfara þeim breytingum.

2.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 - 2023 , 172. mál.

Málsnúmer 1810068Vakta málsnúmer

Lögð var fyrir fundinn ósk um umsögn um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáæltun fyrir árin 2019 til 2023.
Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi framlögum til framkvæmda í Sveitarfélaginu Skagafirði:
Skagafjarðarhafnir með 264,3 milljóna framlag (75% af kostnaði). Þar af eru 95,6 milljónir fyrir Hofsóshöfn og 168,7 milljónir vegna Sauðárkrókshafnar. Gert ráð fyrir 9,6 milljóna framlagi vegna viðhaldsdýpkun í Sauðárkrókshöfn.
Gert er ráð fyrir 21,1 milljóna framlagi vegna sjóvarna á Hofsósi vegna landbrots vestan við Suðurbraut.
Í ljósi aukinna umsvifa í Sauðárkrókshöfn þarf að fara í hönnun á stækkun hafnarinnar og mun sveitarfélagið óska eftir framlögum úr ríkissjóði þar að lútandi.
Umhverfis- og samgöngunefnd ítrekar mikilvægi þess að Sauðárkróksflugvöllur tilheyri áfrram grunnneti flugvalla en ekki er gert ráð fyrir framlögum til flugvallarins.
Nefndin harmar það að ekki sé gert ráð fyrir beinum framlögum til uppbyggingar malarvega með bundnu slitlagi í sveitarfélaginu.

3.Ársfundur Umhverfisstofnunar 2018

Málsnúmer 1810048Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar erindi frá Umhverfisstofnun vegna ársfundar náttúruverndarnefnda árið 2018. Fundurinn verður haldinn 8. nóvember nk. á Flúðum.

4.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - styrkumsókn 2018

Málsnúmer 1810070Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar erindi frá umhverfisstofnun vegna styrkumsókna í framkvæmdasjóð ferðamannastaða.

Fundi slitið - kl. 11:30.