Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

148. fundur 30. nóvember 2018 kl. 10:00 - 12:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður
  • Guðlaugur Skúlason varaform.
  • Steinar Skarphéðinsson ritari
  • Högni Elfar Gylfason varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Gísli Sigurðsson
  • Bjarni Jónsson
  • Ólafur Bjarni Haraldsson
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Svavar Atli Birgisson, slökkviliðsstjóri, sat 1. lið fundar.
Dagur Þór Baldvinsson, yfirhafnarvörður, sat 2. og 3. lið fundar.

1.Fjárhagsáætlun 2019 - Brunavarnir

Málsnúmer 1811241Vakta málsnúmer

Svavar Atli Birgisson, slökkviliðsstjóri, fór yfir fjárhagsáætlun Brunavarna Skagafjarðar fyrir árið 2019.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir áætlunina og vísar til byggðarráðs.

2.Skagafjarðarhafnir - gjaldskrá 2019

Málsnúmer 1811071Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að gjaldskrá fyrir Skagafjarðarhafnir fyrir árið 2019.
Í drögunum er gert ráð fyrir 3% hækkun á gjöldum.
Bætt hefur verið við ákvæði um geymslugjald fyrir báta, veiðarfæri og öðrum búnaði.
Einnig er bætt við nýrri grein um farþegagjald í tengslum við komu skemmtiferðaskipa.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir gjaldskrána og vísar henni til byggðarráðs.

3.Fjárhagsáætlun 2019 - 41 Hafnarsjóður Skagafjarðar

Málsnúmer 1811238Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Skagafjarðar fyrir árið 2019.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir áætlunina og vísar til byggðarráðs.

4.Fjárhagsáætlun 2019 - 53 Fráveita

Málsnúmer 1811239Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 53 - fráveitu.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir áætlunina og vísar til byggðarráðs.

5.Fjárhagsáætlun 2019 - 11 umhverfismál

Málsnúmer 1811237Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 11 - umhverfismál.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir áætlunina og vísar henni til byggðarráðs.

6.Fjárhagsáætlun 2019 - 10 umferðar- og samgöngumál

Málsnúmer 1811236Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 10 - umferðar- og samgöngumál.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir áætlunina og vísar henni til byggðarráðs.

7.Fjárhagsáætlun 2019 - Hreinlætismál 08

Málsnúmer 1811235Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 08 - hreinlætismál.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir áætlunina og vísar henni til byggðarráðs.

8.Umsagnarbeiðni Verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu

Málsnúmer 1811232Vakta málsnúmer

Lagður var fram til kynningar tölvupóstur frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti vegna umsagnarbeiðni um verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.
Umsagnarfrestur er til 21. desember nk.

9.Ályktun Landssamtaka landeigenda um frumvarp um Þjóðgarðastofnun

Málsnúmer 1811082Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar ályktun frá Landssamtökum landeigenda um frumvarp um Þjóðgarðsstofnun.

10.Kolefnisjöfnun starfsemi Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Málsnúmer 1811101Vakta málsnúmer

Lögð var fram tillaga frá Ingibjörgu Huld Þórðardóttur, formanni umhverfis- og samgöngunefndar, þess efnis að Sveitarfélagið Skagafjörður vinni að áætlun og framkvæmd þess að kolefnisjafna starfsemi sveitarfélagsins og vinni að því að minnka kolefnisfótsporið í starfsemi sinni.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur vel í tillöguna og leggur til að kannað verði með hvaða hætti væri hægt að vinna að kolefnisjöfnun sveitarfélagsins.

11.Snjómokstur í fremri hluta Lýtingsstaðahrepps hins forna

Málsnúmer 1612244Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir fundinn erindi frá Högna Elfari Gylfasyni varðandi snjómokstur í Lýtingsstaðahreppi hinum forna. Í erindinu er því velt upp hvort færa eigi mörk snjómoksturs Vegagerðarinnar framar í Lýtingsstaðahreppi. Erindið hefur áður verið tekið fyrir á fundi nefndar og rætt á fundi með Vegagerðinni.
Umhverfis- og samgöngunefnd beinir því til byggðarráðs að óskað verði eftir því við Vegagerðina að snjómokstri fram að slitlagsenda við Stekkjarholt verði sinnt með sama hætti að hálfu Vegagerðarinnar og núverandi mokstri að Steinsstöðum.

Fundi slitið - kl. 12:00.