Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

35. fundur 11. nóvember 2008 kl. 13:00 - 15:00 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2009 - Umhverfis-og samgöngunefnd

Málsnúmer 0811014Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun 2009 Fjárhagsáætlun v. 2009. Rætt um gerð fjárhagsáætlunar og þær áherslur sem leggja á til grundvallar við fjárlagagerðina. Helga Gunnlaugsdóttir gerði grein fyrir helstu tölum í lið 11 Umhverfismál. Gunnar Steingrímsson gerði grein fyrir lið 41 Skagafjarðarhafnir. Jón Örn gerði grein fyrir öðrum liðum. Stefnt að því að samþykkja tillögu að fjárhagsáætlun, fyrri umræða, á næsta fundi þriðjudaginn 18. nóvember.

2.Skagafjarðarhafnir - Gjaldskrárhækkun 11.11.2008

Málsnúmer 0811045Vakta málsnúmer

Skagafjarðarhafnir ? gjaldskrárhækkun Hafnarvörður leggur til að hafnar- og þjónustugjöld og rafmagn hækki um 7 % frá núverandi gjaldskrá. Útseld vinna hækki um 10 %. Breytingarnar taki gildi 1. janúar 2009. Sorphirðugjald hækki um 16,7 %. Nefndin samþykkir umbeðnar hækkanir og vísar erindinu til Byggðarráðs til afgreiðslu.

3.Skagafjarðarhafnir ? óveðurstjón

Málsnúmer 0811015Vakta málsnúmer

Skagafjarðarhafnir ? óveðurstjón. Jón Örn gerðu grein fyrir komu þeirra Kristjáns Helgasonar og Péturs Sveinbjörnssonar frá Siglingastofnun. Þeir komu og skoðuðu skemmdir sem hafnarmannvirki Skagafjarðarhafna urðu fyrir í foráttubrimi nú þann 25. október sl. og hafnarbótasjóður bætir. Þá er beðið eftir tilnefningu matsmanns frá Viðlagstryggingu vegna til skoðunar á tjóni á hafnarmannvirkjum í Haganesi..

Fundi slitið - kl. 15:00.