Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd

9. fundur 01. desember 2022 kl. 16:00 - 19:45 að Borgarteigi 15, Sauðárkróki
Nefndarmenn
  • Hrefna Jóhannesdóttir formaður
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir varaform.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson aðalm.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Valur Valsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Sorphreinsun í Skagafirði - útboð 2022 - samningar

Málsnúmer 2011092Vakta málsnúmer

Byggðarráð staðfesti ákvörðun umhverfis- og samgöngunefndar um að gengið yrði til samninga við lægstbjóðanda um verkið og vísaði henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

Vinna við samningsgerð við Íslenska gámafélagið ehf er hafin og er gert ráð fyrir að skrifað verði undir samning fyrir næstu áramót.

2.Samþykkt um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 2208289Vakta málsnúmer

Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Skagafirði lögð fram til samþykktar.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða samþykkt og vísar til byggðarráðs.

3.Fjárhagsáætlun hreinlætismál (08) sorp 2023

Málsnúmer 2211343Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun fyrir hreinlætismál 2023 (08) lögð fram til síðari umræðu í Umhverfis- og samgöngunefnd. Áætlunin gerir ráð fyrir auknum kostnaði annars vegar vegna breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003 og með breytingum sem taka gildi 1. janúar 2023 og hinsvegar vegna mikilla breytinga á þjónustu sorpmála í sveitarfélaginu sem verða á árinu 2023. Áætlunin er unnin í nánu samstarfi við fjármála- og stjórnsýslusvið sem og starfsmenn framkvæmdasviðs.

Nefndin samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og færir starfsmönnum framkvæmdasviðs þakkir fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og vísar áætluninni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn.

4.Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun 2023

Málsnúmer 2210104Vakta málsnúmer

Kostnaður við sorphirðu hefur aukist verulega hjá sveitarfélögunum í Skagafirði undanfarin ár. Þannig má áætla að sveitarfélagið borgi um 50-60 m.kr. með málaflokknum á árinu 2022 en undanfarin ár hefur þessi tala numið 45-61 m.kr. Þetta er því miður ekki einsdæmi því hið sama gildir um fjölmörg sveitarfélög vítt og breytt um landið.
Samkvæmt lögum um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003 og með breytingum sem taka gildi 1. janúar 2023, ber sveitarfélögum að innheimta gjöld vegna meðhöndlunar úrgangs í samræmi við kostnað. Því er nauðsynlegt að auka tekjur vegna málaflokksins um leið og leitað verði leiða til að ná niður kostnaði vegna hans. Ein helsta leiðin til þess er að auka flokkun og draga úr urðun úrgangs. Frá og með áramótum verður tekin upp gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa frá bújörðum, hesthúsum og öðrum aðilum sem eru með skráðan bústofn í búfjárskýrslu búnaðarstofu.

Lagt er til að gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu verði hækkuð um 25% frá og með 1. janúar 2023.

Umhverfis og samgöngunefnd samþykkir framlagða gjaldskrá sem gildir til 1. apríl 2023 og vísar til byggðarráð.

5.Fjárhagsáætlun 2023, (10) Umferða- og samgöngumál

Málsnúmer 2210164Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun fyrir umferða- og samgöngumál 2023 (10) lögð fram til síðari umræðu í Umhverfis- og samgöngunefnd. Áætlunin er unnin í nánu samstarfi við fjármála- og stjórnsýslusvið sem og starfsmenn framkvæmdasviðs.

Nefndin samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og færir starfsmönnum framkvæmdasviðs þakkir fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og vísar áætluninni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn.

6.Fjárhagsáætlun umhverfismál (11) 2023

Málsnúmer 2211346Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun fyrir umhverfismál 2023 (11) lögð fram til síðari umræðu í Umhverfis- og samgöngunefnd. Áætlunin er unnin í nánu samstarfi við fjármála- og stjórnsýslusvið sem og starfsmenn framkvæmdasviðs.

Nefndin samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og færir starfsmönnum framkvæmdasviðs þakkir fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og vísar áætluninni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn.

7.Samþykkt um fráveitu Skagafjarðar

Málsnúmer 2208287Vakta málsnúmer

Samþykkt um fráveitu í Skagafirði lögð fram til afgreiðslu.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða samþykkt og vísað til byggðarráðs.

8.Fráveita langtímaáætlun (69)

Málsnúmer 2210167Vakta málsnúmer

Málið var áður á dagskrá á 6. fundi nefndarinnar þann 19. október sl. Framkvæmdasvið Skagafjarðar hefur unnið langtímaáætlun fyrir fráveitu í sveitarfélaginu. Í áætluninni er tekið tillit til reksturs, viðhald og gerð nýrra fráveitna ásamt fyrirliggjandi uppbyggingu stofnlagna, dælistöðva og byggingu hreinsistöðva. Áætlunin er unnin í samstarfi við KPMG á Sauðárkróki og er til 15 ára.

Umhverfis- og samgöngunefnd lýsir yfir ánægju sinni með áformin, samþykkir framlagða áætlun og vísar til byggðarráðs.

9.Gjaldskrá fráveitu og tæmingu rotþróa 2023

Málsnúmer 2210103Vakta málsnúmer

Lagðar eru til eftirfarandi breytingar á gjaldskrá fráveitugjalda og tæmingu rotþróa sem taka munu gildi 1. janúar 2023.
Fráveitugjald fyrir íbúðarhúsnæði skal vera óbreytt, eða 0,186% af álagningarstofni. Fyrir annað húsnæði er fráveitugjaldið einnig óbreytt, 0,275% af álagningarstofni.
Gjald fyrir tæmingu rotþróa hækkar um 2,0%.

Umhverfis og samgöngunefnd samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar til byggðarráð.

10.Fjárhagsáætlun 2023, fráveita (69)

Málsnúmer 2210166Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun fyrir fráveitu 2023 (69) lögð fram til síðari umræðu í Umhverfis- og samgöngunefnd. Áætlunin er unnin í nánu samstarfi við fjármála- og stjórnsýslusvið sem og starfsmenn framkvæmdasviðs.

Nefndin samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og færir starfsmönnum framkvæmdasviðs þakkir fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og vísar áætluninni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn.

11.Fjárhagsáætlun Skagafjarðarhafna (61) 2023

Málsnúmer 2210162Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun fyrir Skagafjarðarhafnir 2023 (61) lögð fram til síðari umræðu í Umhverfis- og samgöngunefnd. Áætlunin er unnin í nánu samstarfi við fjármála- og stjórnsýslusvið sem og starfsmenn framkvæmdasviðs.

Nefndin samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og færir starfsmönnum framkvæmdasviðs þakkir fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og vísar áætluninni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn.

12.Samþykkt um hunda- og kattahald

Málsnúmer 2208288Vakta málsnúmer

Samþykkt um hunda- og kattahald í Skagafirði lögð fram til umræðu og afgreiðslu.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða samþykkt og vísar til byggðarráðs.

13.Gjaldskrá hunda- og kattahalds 2023

Málsnúmer 2210102Vakta málsnúmer

Lagt er til að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald hækki um 7,7% frá og með 1. janúar 2023. Bætt var í 5. gr. að hjálparhundar fyrir fatlaða einstaklinga eru undanskildir leyfisgjöldum. Innifalið í leyfisgjaldi er hundahreinsunargjald, trygging, örmerking auk umsýslugjalda sveitarfélagsins.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar til byggðarráðs.

14.Þróun aðlögunaraðgerða vegna loftlagsbreytinga - boð um þátttöku

Málsnúmer 2211093Vakta málsnúmer

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands, Byggðastofnun og Skipulagsstofnun óska eftir þátttöku nokkurra sveitarfélaga við að móta aðferðafræði fyrir sveitarfélög til þess að bregðast við afleiðingum loftslagsbreytinga. Byggðarráð samþykkti á fundi þann 16.11.2022 að fela sveitarstjóra að óska eftir að taka þátt í verkefninu.

Nefndin fagnar því að ákvörðun um þátttöku í verkefninu hafi verið tekin og lýsir sig fúsa til að taka þátt í þeirri vinnu sem liggur fyrir.

15.Nýr héraðsvegur að bænum Lindarbrekku

Málsnúmer 2211197Vakta málsnúmer

Vegagerðin hefur samþykkt umsókn um nýjan héraðsveg að bænum Lindarbrekku (áður Geirmundarstaðir 1).

16.Nýr héraðsvegur að Gilseyri

Málsnúmer 2211262Vakta málsnúmer

Vegagerðin hefur samþykkt umsókn um nýjan héraðsveg að bænum Gilseyri (L230527).

17.Fyrirhuguð niðurfelling vega

Málsnúmer 2211257Vakta málsnúmer

Vegagerðin hefur tilkynnt um fyrirhugaðar niðurfellingar á eftirtöldum vegum:
Mallandsvegur nr. 7449-01
Brennigerðisvegur nr. 7486-01
Svartárdalsvegur nr. 755-01
Egilsárvegur nr. 7569-01
Stekkjardalsvegur nr. 7637-01
Melkotsvegur nr. 7675-01
Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar er ekki föst búseta við þessa vegi og uppfylla þeir því ekki skilyrði þess að teljast til þjóðvega.

Samkvæmt sbr. 3.mgr. 8. gr. vegalaga segir: "Héraðsvegir eru vegir sem liggja að býlum, starfrækslu atvinnufyrirtækja, kirkjustöðum, opinberum skólum og öðrum opinberum stofnunum utan þéttbýlis, eru ákveðnir í staðfestu skipulagi og taldir upp í vegaskrá." Umhverfis- og samgöngunefnd bendir á að í Miðdal við Svartárdalsveg nr. 7637-01 er rekið stórt fjárbú sem hlýtur að teljast atvinnurekstur. Nefndin gerir því athugasemd við ákvörðun Vegagerðarinnar um niðurfellingu vegarins úr vegaskrá og telur að niðurfellingin sé ekki réttmæt.

Fundi slitið - kl. 19:45.