Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd

12. fundur 06. mars 2023 kl. 11:00 - 12:45 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Hrefna Jóhannesdóttir formaður
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir varaform.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson aðalm.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Valur Valsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu 2023

Málsnúmer 2210104Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur ákvörðun um nýja gjaldskrá vegna sorphirðu og sorpeyðingu fyrir tímabilið 1. apríl 2023 til 31. desember 2023.

Vert er að taka fram að gjaldskráin byggir á raunverulegum kostnaði vegna málaflokksins og ekki verður innheimt umfram hann. Það skiptir afar miklu máli að allir íbúar leggi sitt af mörkum við að draga úr urðunarkostnaði en allir njóta góðs af því sem vel er gert en líða fyrir hitt. Því meira sem fólk flokkar og því minna sem það hendir, því minna borgar það. Allir hafa því beinan fjárhagslegan hag af flokkun og endurnýtingu og að endurvinnsla úrgangs sé aukin, auk þess sem það skilar miklum umhverfislegum ávinningi.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu byggðarráðs.

2.Samþykkt um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 2208289Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur yfirferð samþykktar Nr. 1125 um meðhöndlun úrgangs í Skagafirði.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagðar breytingar og vísar til afgreiðslu byggðarráðs.




3.Athugasemd við fyrirkomulag sorphirðu

Málsnúmer 2303025Vakta málsnúmer

Helga Þórðardóttir frá Mælifellsá sendir inn fyrirspurn til nefndarinnar þar sem að hún spyr hvort hægt sé að afþakka sorphirðu fyrir einstaklinga eða tiltekin svæði.

Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar Helgu fyrir erindið. Ákvörðun um fyrirkomulag sorphirðu var tekin í kjölfar skoðanakönnunar meðal íbúa í dreifbýli síðasta sumar þar sem 64 % svarenda kusu með sorphirðu í dreifbýli Skagafjarðar. Þessar forsendur voru hafðar að leiðarljósi við gerð útboðsgagna vegna sorphirðu í Skagafirði 2023 - 2028. Sorphirðing hefur verið í boði í þéttbýli Skagafjarðar síðan 2010 og nú er það skref stigið til fulls að allir íbúar njóti sömu þjónustu. Nefndin óskar eftir góðu samstarfi við íbúana við innleiðingu nýs fyrirkomulags við sorphirðu.

4.Loftlagsdagurinn 2023

Málsnúmer 2302074Vakta málsnúmer

Loftslagsdagurinn 2023 fer fram 4. maí í Hörpu og beinu streymi. Umhverfisstofnun stendur fyrir Loftslagsdeginum ásamt samstarfsstofnunum. Þar koma saman margir af helstu sérfræðingum þjóðarinnar í loftslagsmálum og útskýra umræðuna á mannamáli! Dagskráin byggist á fjölbreyttum erindum, pallborðsumræðum, áhugaverðum hugvekjum, sýningum og tækifærum til að blanda geði. Áhersla verður lögð á gagnvirka þátttöku áhorfenda.

5.Hvatning til sveitarfélaga að koma villtum fuglum til aðstoðar

Málsnúmer 2302150Vakta málsnúmer

Dýraverndarsamband Íslands hvetur sveitarfélög til að koma villtum fuglum til aðstoðar. Þessi vetur hefur reynst villtum fuglum sérlega erfiður, en frosthörkur hafa verið óvenjulega miklar og langvarandi. Fjöldi fugla hefur drepist vegna þess að þeir hafa ekki komist í fæðu og margir þeirra glíma nú við máttleysi sökum hungurs og kulda.

Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar ábendinguna og hvetur íbúa til að leggja sitt af mörkum.

6.Yfirfærsla starfsleyfis - til upplýsinga

Málsnúmer 2302237Vakta málsnúmer

Yfirfærsla starfsleyfis - FISK Seafood yfir á Hólaskóla. Vísað er til umsóknar rekstraraðilans FISK Seafood ehf, kt. 461289-1269 og Háskólans á Hólum í Hjaltadal, kt. 500169-4359 sem barst Umhverfisstofnun þann 3. febrúar sl., þar sem óskað var eftir því að færa starfsleyfi FISK Seafood ehf. til framleiðslu á bleikju við Hof í Hjaltadal yfir á Háskólann á Hólum í Hjaltadal. Starfsleyfi FISK Seafood ehf. var gefið út 5. nóvember 2020 og gildir til 5. nóvember 2036.

Fundi slitið - kl. 12:45.