Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd

19. fundur 09. nóvember 2023 kl. 13:00 - 16:00 að Borgarteigi 15, Sauðárkróki
Nefndarmenn
  • Hrefna Jóhannesdóttir formaður
  • Guðlaugur Skúlason aðalm.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson aðalm.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Valur Valsson verkefnastjóri
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Guðný Axelsdóttir Starfsmaður Veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Skógarreitur ofan Hofsós

Málsnúmer 2311014Vakta málsnúmer

Linda Rut Magnúsdóttir og Fjólmundur Karl Traustason óska eftir að gerast umsjónar- og ábyrgðaraðilar skógræktar fyrir ofan Hofsós.

Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar því frumkvæði sem birtist í erindi Lindu Rutar og Fjólmundar Karls. Það er hinsvegar rétt að skoða græn svæði í umsjón sveitarfélagsins með umhverfisstefnu Skagafjarðar í huga og þá sérstaklega aðgerðir nr. 1.1.3. Grænt skipulag Skagafjarðar, 2.3.1. Kortlagning landgæða og landnýtingar og 2.3.2. Aðgerðaáætlun um landnýtingu.
Nefndin felur garðyrkjustjóra að óska eftir frekari upplýsingum frá Lindu Rut og Fjólmundi Karli, þ.e. framtíðarsýn og umhirðuáætlun fyrir skógarreitinn áður en nefndin tekur afstöðu til erindisins. Mikilvægt er að tekið verði tillit til áðurnefndrar umhverfisstefnu þegar framtíðarsýn og áætlun fyrir græn svæði eru mótuð.

Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sat undir þessum lið.

2.Gjaldskrá Skagafjarðarhafna 2024

Málsnúmer 2310013Vakta málsnúmer

Vegna verðlagsþróunar er lagt til að gjaldskrá Skagafjarðarhafna hækki um 4,9% frá og með 1. janúar 2024.

Umhverfis- og samgöngunefnd frestar afgreiðslu gjaldskrár til næsta fundar.

Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri sat þennan lið.

3.Gjaldskrá fráveitu og tæmingu rotþróa 2024

Málsnúmer 2310017Vakta málsnúmer

Lagðar eru til eftirfarandi breytingar á gjaldskrá fráveitugjalda og tæmingu rotþróa sem taka munu gildi 1. janúar 2024.
Fráveitugjald fyrir íbúðarhúsnæði skal vera óbreytt, eða 0,186% af álagningarstofni. Fyrir annað húsnæði er fráveitugjaldið einnig óbreytt, 0,275% af álagningarstofni. Gjald fyrir tæmingu rotþróa hækkar um 4,9%.

Umhverfis og samgöngunefnd samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar til byggðarráðs.

4.Samþykkt um hunda- og kattahald

Málsnúmer 2208288Vakta málsnúmer

Samþykkt um hunda- og kattahald í Skagafirði lögð fram til umræðu og afgreiðslu.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur formanni nefndarinnar að vinna málið áfram og leggja fyrir næsta fund.

5.Fyrirhuguð niðurfelling vega af vegaskrá

Málsnúmer 2310272Vakta málsnúmer

Vegagerðin hefur tilkynnt um fyrirhugaðar niðurfellingar á eftirtöldum vegum:
Bjarnargilsvegur nr. 7891-01
Dýjabekksvegur nr. 7623-01
Mið-Grundarvegar nr. 7708-01
Svartárdalsvegar nr. 755-01
Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar er ekki föst búseta við þessa vegi og uppfylla þeir því ekki skilyrði þess að teljast til þjóðvega.

Samkvæmt 3.mgr. 8. gr. vegalaga segir: "Héraðsvegir eru vegir sem liggja að býlum, starfrækslu atvinnufyrirtækja, kirkjustöðum, opinberum skólum og öðrum opinberum stofnunum utan þéttbýlis, eru ákveðnir í staðfestu skipulagi og taldir upp í vegaskrá."
Umhverfis- og samgöngunefnd bendir á að í Miðdal við Svartárdalsveg nr. 755-01 er rekið stórt fjárbú sem hlýtur að teljast atvinnurekstur. Nefndin gerir því athugasemd við ákvörðun Vegagerðarinnar um niðurfellingu vegarins úr vegaskrá og telur að niðurfellingin sé ekki réttmæt.
Umhverfis- og samgöngunefnd hvetur landeigendur og rekstraraðila sauðfjárbúsins til að hafa samband við Vegagerðina vegna málsins.

6.Hrolleifsdalsafrétt - Framkvæmdir

Málsnúmer 2309133Vakta málsnúmer

Vísað frá 33. fundi skipulagsnefndar frá 19. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar. Fyrir liggur að skráning vegslóða inn Hrolleifsdal er komin í ferli skráningar Vegagerðarinnar "Vegir í náttúru Íslands" í tengslum við endurskoðun á aðalskipulagi Skagafjarðar. Mun afgreiðsla skipulagsnefndar um þá endurskoðun koma til sveitarstjórnar til staðfestingar með hefðbundnum hætti. Sveitarstjórn Skagafjarðar felur umhverfis- og samgöngunefnd að meta þörfina á því að grípa til mótvægisaðgerða vegna slóðalagningar í Hrolleifsdal í haust og gera tillögur til sveitarstjórnar um slíkar aðgerðir, sem og að áætla kostnað af þeim. Skal nefndin í starfi sínu m.a. líta til þeirra markmiða sem skipulagsnefnd leggur til í bókun sinni frá 19.09. 2023. Sveitarstjórn tekur undir með skipulagsnefnd um mikilvægi þess að framkvæmdaraðilar upplýsi nefndina um fyrirhugaðar framkvæmdir sínar sem geti mögulega fallið undir að teljast til "meiri háttar framkvæmda sem áhrif hafa á umhverfið og breyta ásýnd þess, svo sem breytingar lands með jarðvegi eða efnistöku".

Umhverfis- og samgöngunefnd felur Kára Gunnarssyni í samstarfi við fjallskilanefnd Hrolleifsdals, að gera hið fyrsta úttekt á vegslóða inn Hrolleifsdal svo hægt sé að grípa til viðeigandi mótvægisaðgerða ef þörf krefur. Úttektin innihaldi mat á umhverfisáhrifum slóðans og kostnaðar- og tímaáætlun vegna hugsanlegra mótvægisaðgerða.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur samróma undir með skipulagsnefnd og sveitarstjórn um mikilvægi þess að framkvæmdaraðilar upplýsi leyfisveitendur og skipulagsyfirvöld um fyrirhugaðar framkvæmdir sem geti mögulega fallið undir að teljast til "meiriháttar framkvæmda sem áhrif hafa á umhverfið og breyta ásýnd þess, svo sem breytingar lands með jarðvegi eða efnistöku".

7.Fundagerðir Hafnasambands Íslands 2023

Málsnúmer 2301004Vakta málsnúmer

Fundagerð Hafnarsambandsins frá fundi nr. 457 lögð fram til kynningar.

Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri sat undir þessum lið.

8.Samráð; Reglugerð um sóttvarnarvottorð og sóttvarnaundanþágur fyrir skip

Málsnúmer 2310223Vakta málsnúmer

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 198/2023, „Reglugerð um sóttvarnarvottorð og sóttvarnaundanþágur fyrir skip“. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri sat undir þessum lið.

9.Gjaldskrá Moltu ehf frá 1. janúar 2024

Málsnúmer 2311038Vakta málsnúmer

Ný gjaldskrá hjá Moltu ehf tekur gildi 1. janúar 2024 og þar á meðal mun gjald fyrir matarleifar sérsafnað frá heimilum hækka úr 27 kr/kg í 28kr/kg.

Fundi slitið - kl. 16:00.