Fara í efni

Umhverfisnefnd

6. fundur 14. nóvember 2002 kl. 11:00 Ráðhús, 550 skr.

Ár 2002, fimmtudaginn 14. nóvember kl. 11:00 kom Umhverfisnefnd Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.         

Mættir voru:  

Viðar Einarsson,  Ómar Unason, Hallgrímur Ingólfsson.

 

Dagskrá: 

  1. Samningur um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra
  2. Íslenskar sveitir – ásýnd og ímynd - ráðstefna
  3. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

1. Á fundi Byggðaráðs þann 23. október sl. var drögum að samningi milli Sveitar­félagsins Skagafjarðar, Akrahrepps og umhverfisráðuneytisins um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra vísað til nefndarinnar. Nefndin leggur til breytingar á 7. lið 2. mgr. samningsins og hljóði þannig: Náttúrustofan skal skila fyrir lok apríl ár hvert skýrslu til ráðherra og rekstrar sveitarfélaganna um starfsemi sína næstliðið ár, nýtingu fjármagns ásamt rekstrarreikningi.
Einnig telur nefndin ástæðu til þess að framlag ríkisins til náttúrustofunnar verði endurskoðað.

2. Ráðstefnan Íslenskar sveitir – ásýnd og ímynd, verður haldin á Selfossi föstudaginn 29. nóvember. Nefndin samþykkir að senda fulltrúa á fundinn.

3. Önnur mál. Engin.

Fleira ekki gert, fundi slitið.