Fara í efni

Umhverfisnefnd

8. fundur 09. janúar 2003 kl. 15:00 - 16:00 Ráðhús, 550 skr.

Ár 2003, fimmtudaginn 9. janúar kl. 15:00 kom Umhverfisnefnd Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.

Mætt voru:
Ómar Unason, Viðar Einarsson, Elinborg Hilmarsdóttir og Hallgrímur Ingólfsson.

Dagskrá: 

  1. Frumvarp til laga um verndun hafs og stranda.
  2. Evrópsk umhverfisverðlaun sveitarfélaga 2003.
  3. Breytingar á reglugerð um fráveitu í Sveitarfélaginu Skagafirði.
  4. Önnur mál.

Afgreiðslur: 

1. Nefndinni falið koma með umsögn um frumvarp til laga um verndum hafs og stranda. Nefndin gerir ekki athugasemdir við það.

2. Formaður kynnti fyrir nefndinni bréf um evrópsk umhverfisverðlaun sveitarfélaga 2003.

3. Lögð fram breyting á II. kafla á reglugerð um fráveitu í Sveitarfélaginu Skagafirði, breytingin tekur á kostnaði við losun rotþróa í sveitarfélaginu. Nefndin samþykkir að vísa breytingunum til Byggðaráðs.

4. Önnur mál. Engin.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16:00

Ómar Unason

Viðar Einarsson

Elinborg Hilmarsdóttir

Hallgrímur Ingólfsson