Fara í efni

Umhverfisnefnd

13. fundur 02. júní 2003 kl. 16:00 Ráðhús, 550 skr.

Ár 2003, mánudaginn 2. júní kl. 16:00 kom Umhverfisnefnd Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.

Mætt voru:     
Ómar Unason, Viðar Einarsson, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Hallgrímur Ingólfsson, sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs.

Dagskrá: 

  1. Drög að náttúruverndaráætlun.
  2. Bréf frá Úrvinnslusjóði dags. 7. maí 2003
  3. Önnur mál.

AFGREIÐSLUR: 

1. Hallgrími falið að rita Umhverfisstofnun bréf og óska eftir lengri fresti til þess að skila inn skriflegum og rökstuddum athugasemdum, en þær áttu að berast stofnuninni eigi síðar en 10. júní 2003. Einnig munu drögin verða send Skipulags- og byggingarnefnd til kynningar.

2. Samþykkt að koma upp 4 gámum til mótttöku á einnota fernum s.s. mjólkurvörum og ávaxtasafa, einnig aðstöðu til móttöku á hjólbörðum og ökutækjum. Hallgrími falið að vinna að málinu í samráði við Úrvinnslusjóð.

3. Önnur mál. Engin.


Fleira ekki gert, fundi slitið.

Viðar Einarsson ritaði fundargerð.