Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

111. fundur 07. nóvember 2001 kl. 12:30 Skrifstofa Skagafjarðar
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 111  -  07.11.2001

            Ár 2001, miðvikudaginn  7. nóvember  kl.1230, kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
  
         Mætt voru:  Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Örn Þórarinsson, Jóhann Svavarsson, Sigurður H. Ingvarsson, Hallgrímur Ingólfsson og Jón Örn Berndsen,
Dagskrá:
          1.      Varmahlíð – Plön við Miðgarð og Reykjarhólsvegur – Niðurstöður tilboða.
        2.      Gilstún 28, Sauðárkróki, lóðarumsókn – Skúli H. Bragason
        3.      Frá Byggðaráði - Bréf Búhölda hsf., dagsett 24.10.2001
        4.      Frá Byggðaráði - Villinganesvirkjun, Úrskurður Skipulagsstofnunar.
        5.      Önnur mál.

Afgreiðslur:
1.      Varmahlíð – Plön við Miðgarð og Reykjarhólsvegur. Föstudaginn 2. nóvember 2001 voru opnuð tilboð í jarðvegsskipti og lagnir í hluta Reykjarhólsvegar og plan við Miðgarð í Varmahlíð. Verkið var boðið út í opnu útboði og bárust tilboð frá sjö aðilum. Samþykkt að taka lægsta tilboði, tilboði Fjarðar sf., að upphæð kr. 16.539.350. Kostnaðaráætlun var kr. 19.100.000. Önnur tilboð sem bárust voru frá: Vinnuvélum Símonar Skarphéðinssonar kr. 17.490.986;  Steypustöð Skagafjarðar  kr 17.724.395; Króksverki ehf. kr. 18.423.338; S.E. verktökum, Sauðárkróki kr. 19.705.500; G. Hjálmarssyni, Akureyri 19.833.500 og Elinn ehf., Sauðárkróki kr. 21.983.300.
2.      Gilstún 28, Sauðárkróki, Skúli Hermann Bragason sækir um lóðina. Erindið samþykkt.
3.      Frá Byggðaráði. Bréf Búhölda hsf., dagsett 24.10.2001. Þar óska Búhöldar eftir öllum þeim lóðum sem úthlutað verður við Forsæti á Sauðárkróki. Nefndin tekur vel í erindið og óskar eftir því að fá skriflega greinargerð um byggingarþörf Húsnæðissamvinnufélagsins Búhölda, svo hægt verði að bregðast við við gerð fjárhagsáætlunar. Sigrún Alda tekur ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.
4.      Frá Byggðaráði, Villinganesvirkjun, Úrskurður Skipulagsstofnunar. Borist hefur úrskurður Skipulagsstofnunar vegna Villingarnesvirkjunar allt að 33 MW ásamt 132 kV  háspennulínu frá virkjun að byggðarlínu. Skipulagsstofnun fellst á ofangreinda framkvæmd  eins og henni er lýst í gögnum framkvæmdaaðila að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
a) Lagður verði hliðarlækur sem geri virkjunina fiskgenga í samráði við veiðimálastjóra. b) Tryggt verði lágmarksrennsli um virkjunina í samráði við veiðimálastjóra. c) Menningarminjar, sem fara undir lón, verði rannsakaðar og vegtenging og vinnubúðir í landi Tyrfingsstaða verði staðsettar í samráði við Fornleifavernd ríkisins. Úrskurðinum vísað til afgreiðslu næsta fundar.

  1. Önnur mál:

a)        Rætt um snjómokstur og samþykkt að hafa óbreyttar reglur frá fyrra ári.
                                                            Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1301.
Jón Örn Berndsen ritar