Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

5. fundur 07. ágúst 1998 kl. 09:00 Sveitarskrifstofa Faxatorgi

Umhverfis- og tækninefnd 

Sameinaðs  sveitarfélags  í  Skagafirði

Fundur 5 – 07.08.98

 

   Ár 1998.  Föstudaginn 7. ágúst kl.900 kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á sveitarskrifstofunni við Faxatorg á Sauðárkróki.  Mættir voru: Stefán Guðm­undsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Jóhann Svavarsson og Örn Þór­arins­son.  Auk þess sátu fundinn Björn Sverrisson, eldvarnareftirlit, Úlfar Ragn­arsson og Guðmundur Ragnarsson, byggingafulltrúi.

 

Dagskrá:

1.  Umsókn um lóð fyrir olíusölutank við Borgartún á Sauðárkróki.

2.  Bréf frá íbúum við Hólatún 9 og 11 vegna göngustígs o.fl.

3.  Fyrirspurn um lóðarstækkun við Sæmundargötu 6.

4.  Umsókn um leyfi fyrir skilti að Aðalgötu 21b.

5.  Umsókn um leyfi fyrir skjólvegg við Skagfirðingabraut 3.

6.  Umsókn um leyfi til staðsetn. lausafrystis við Fiskiðjuhús.

7. Frummat á umhverfisáhrifum vegna Tindastólsvegar  og skíðasvæðis í Tindastóli.  Áframh. frá síðasta fundi.

8. Endurbygging Þverárfjallsvegar og Skagavegar frá Skagastrandarvegi til Sauðárkróks.  Veglínur frá Sauðárkróki.  Kynning.

 

Afgreiðslur:       

1. Trausti Jóel Helgason, f.h. Kaupfélags Skagfirðinga, sækir um lóð fyrir olíu­sölutank, norðan lóðarinnar Borgartún 8 og sem afmarkast að öðru af Borgar­túni, Borgarflöt og Borgarröst.  Ætlunin er að færa núverandi olíusölu­tank, sem hefur bráðbirgðaleyfi á lóðinni númer 29 við Borgarflöt, á þessa nýju lóð með varanlegum frágangi.  Stærð lóðar 20 x 60 m.

            Umhverfis- og tækninefnd samþykkir að úthluta svæðinu til Kaupfélags Skagfirðinga en óskar eftir teikningum með nánari útfærslu svæðisins.

 

2. Bréf frá íbúum við Hólatún 9 og 11 þar sem óskað er eftir því að göngustígur milli Hólatúns 9 og 11 verði lagður niður og gengið verði frá svæði norðan Jöklatúns.  Afgreiðslu frestað.

 

3. Jón Hallur Ingólfsson, Sæmundargötu 6, sækir um lóðarstækkun til norðurs um 0,3 m út á göngustíg og aðkeyrslu að opnu svæði milli Ránarsstígs og Ægisstígs.  Samþykkt

 

4. Umsókn um leyfi fyrir skilti á austurhlið Aðalgötu 21b stærð 0,6 x 1-1,5 m. F.h. verkakvennafélagsins Öldunnar, Ásdís Guðmundsdóttir.  Samþykkt.

 

5. Umsókn um leyfi til að reisa skjólvegg í NA horni lóðar Skagf.br. 3 frá bílgeymslu að horni til austurs og þaðan til suðurs að horni bígeymslu.  Hæð 2.10 m.  Samþykkt.

 

6. Umsókn um leyfi fyrir staðsetningu lausafrystis við austurhlið Fiskiðj­unn­ar Skagfirðings.  Afgreiðslu frestað til næsta fundar.  Samþykkt að boða Jón Inga Sigurðsson á fundinn.

 

7. Frummat á umhverfisáhrifum vegna Tindastólsvegar og skíðasvæðis í Tindastóli.  Áframhald frá síðasta fundi.  Umhverfis- og tækninefnd vekur athygli á að samkv. lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum nr. 49/1997 skal fara fram mat á ofanflóðahættu á skipulögðum skíðasvæðum.  Nefndin vill benda á að ekki liggur fyrir slíkt mat vegna skíðasvæðis í Tinda­stóli.  Sigrún Alda Sighvats óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.

 

8. Endurbygging Þverárfjallsvegar og Skagavegar frá Skagastrandarvegi til Sauðárkróks.  Veglínur frá Sauðárkróki.  Kynning.  Umhverfis- og tækni­nefnd samþykkir að óska eftir kynnisferð um svæðið  með Vegagerð.

 

9. Ferðamálafulltrúi Skagafjarðar óskar eftir leyfi nefndarinnar til að merkja með stikum gönguleiðir á fjöllin Molduxa og Tindastól.  Samþykkt.

 

10. Umsókn um leyfi til að byggja útihús við Fell í Sléttuhlíð sjá 8. mál frá 6. júlí s.l.  Fyrir liggur samþykki elvarnareftirlits og skipul.stofn.  Samþykkt.

 

11. Inda Indriðadóttir, Lauftúni sækir um leyfi til að flytja hús f. aðstöðu frá Glaumbæ að Lauftúni og að setja upp snyrtiaðstöðu við tjaldstæðið að Lauftúni.  Samþykkt.

 

12. Umsókn um leyfi til að endurbyggja það sem eftir er af gamla bænum í Hofstaðaseli samkv. teikn. Verkfræðiþjónustu Akraness ehf. dags. júní 1998.  Samþykkt.

 

13. Umsókn um leyfi til að endurbæta og breyta íbúðarhúsinu að Kálfstöðum samkv. teikn. Z-Arkitektar.  Fyrir liggur samþ. eldvarnareftirlits.  Samþykkt.

 

14. Fanney Hauksdóttir arkitekt, fh. Rarik sækir um leyfi til að byggja aðstöðuhús við Skeiðsfossvirkjun samkv. teikn. arkitekta- og verkfræðistofu Hauks ehf. Akureyri, dags. júlí 1998.  Fyrir liggur samþ. eldvarnareftirlits. og skipulagsstofnunar.  Samþykkt.

 

15. Arnór B. Traustason, Litlu Hlíð, sækir um leyfi til að byggja haughús samkv. teikn. Verkfr.st. Stoð, dags. júlí 1998.  Fyrir liggur samþ. eldvarnareft­irlits. og skipulagsstofnunar.  Samþykkt.

 

Fleira ekki gert.  Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið.

 

Guðmundur Ragnarsson, ritari.                                 Stefán Guðmundsson

Ingvar Gýgjar Jónsson                                               Árni Egilsson

Örn Þórarinsson                                                         Sigrún Alda Sighvats

Björn Sverrisson