Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

12. fundur 16. október 1998 kl. 13:00 Sveitarskrifstofa Faxatorgi

Umhverfis- og tækninefnd 

Sameinaðs  sveitarfélags  í  Skagafirði

Fundur 12 – 16.10.98

 

            Ár 1998, föstudaginn 16. október kl. 13,00 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á sveitarskrifstofunni við Faxatorg á Sauðárkróki.

            Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Örn Þórarinsson, Jóhann Svavarsson, Árni Egilsson, Óskar S. Óskarsson, slökkviliðsstjóri, Ingvar Gýgjar Jónsson, byggingafulltrúi,  Jón Örn Berndsen, byggingafulltrúi.

 

Dagskrá:

1. Garðar og gróður – umræður.

2. Umsókn um byggingarleyfi, viðbygging, ketilhús við hús Stuðlabergs á Hofsósi. Umsækjandi Gunnlaugur Steingrímsson.

3. Umsókn um byggingarleyfi fyrir íbúðarhús í Víðidal. Umsækjendur Gréta Sjöfn Guðmundsd. og Pétur Stefánsson.

4. Umsókn um leyfi til að breyta áður samþykktum teikningum af íbúðarhúsi í landi Messuholts. Umsækjandi er Sigurþór Hjörleifsson f.h. eigenda.

5. Umsókn um staðsetningarleyfi fyrir lausfrysti og umsókn um leyfi til að byggja skýli yfir lausfrystinn. Ums. Jón Ingi Sigurðsson f.h. Fiskiðjunnar Skagfirðings.

6. Umsókn um leyfi til að reisa asfaltgeymi á lóð Vegagerðar ríkisins á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki. Umsækjandi Guðmundur Ragnarsson f.h. V.R.

7. Umsókn um leyfi til að breyta áður samþykktum teikningum af bílgeymslu að Öldustíg 1. Umsækjandi er Þorsteinn Ásgrímsson, f.h. eigenda.

8. Skipulagsmál – almenn umræða. Helstu umræðuatriði:

  • Svæðisskipulag miðhálendis.
  • Svæðisskipulag Skagafjarðar.
  • Aðalskipulag Skagafjarðar.
  • Deiliskipulag.

9. Baggaplast.

10. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

1. Umræður um veitingu viðurkenninga fyrir snyrtilegar lóðir.

Ákveðið að skoða málið m.t.t. breytts skipulags í nýju sveitarfélag.


2. Gunnlaugur Steingrímsson f.h. Stuðlabergs í Hofsósi sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu, ketilhús, við húsnæði Stuðlabergs í Hofsósi. Stærð viðbyggingar er 12 m² brutto og 33 m³ . Framlögð teikning Stoð ehf, Bragi Þór Haraldsson. - Samþykkt.


3. Gréta Sjöfn Guðmundsd. og Pétur Stefánsson sækja um leyfi til að byggja einbýlishús í landi Víðidals. Framlögð teikn. frá Teiknistofunni, Suðurlandsbr. 48, Sig. Kjartansson.

Samþykkt og byggingafulltrúa falið að afla afstöðumynda skv. reglugerð.


4. Sigurþór Hjörleifsson, f.h. Arngunnar Sigurþórsdóttir og Ægis Sturlu Stefánssonar, sækir um leyfi til að breyta áður samþ. teikningum af íbúðarhúsi í landi Messuholts.

Breytingin felst í því að efri hæð hússins er minnkuð, henni breytt. Byggingarefni nú timbur í stað steinsteypu. Stærð nú 54 m². - Samþykkt.


5. Jón Ingi Sigurðsson sækir um staðsetningarleyfi fyrir lausfrysti við hús Fiskiðjunnar á Eyrinni samkv. framl. afstöðumynd frá Stoð ehf. Jafnframt er sótt um leyfi til að byggja yfir lausfrystinn skv. teikningum frá Verkfræðistofu Norðurlands. - Samþykkt.

Umhverfis- og tækninefnd - Fundur 12 – 16.10.98                                             2)

 

6. Guðmundur Ragnarsson, f.h. Vegagerðar ríkisins, sækir um leyfi til að reisa asfalttank og tank fyrir white-sprit. Asfaltgeymir er 960 m³ og white sprit geymirinn er 50-60 m³. Framlögð teikning er gerð af verkfræðistofu Stefáns Arnar Stefánssonar, Skeifunni 18, Reykjavík. Hollustuvernd ríkisins og Brunamálastofnun hafa fyrir sitt leyti samþykkt erindið.  - Samþykkt.


7. Þorsteinn Ásgrímsson, f.h. eigenda, sækir um leyfi til að breyta áður samþykktum teikningum af bílgeymslu að Öldustíg 1, Sauðárkróki. Framl. teikning frá Mikael Jóhannessyni, Akureyri. - Samþykkt.


8. Skipulagsmál – almenn umræða um eftirfarandi þætti skipulags:

  • Svæðisskipulag miðhálendisins.
  • Svæðisskipulag Skagafjarðar.
  • Aðalskipulag Skagafjarðar.
  • Deiliskipulög.

Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu:

“Umhverfis- og tækninefnd samþykkir að óska eftir því að haldinn verði sam­eiginlegur fundur sveitarstjórna  Skagafjarðar og Akrahrepps svo og skipulags­nefnda sveitarfélaganna, þar sem fjallað verði um svæðisskipulag Skagafjarðar og svæðisskipulag miðhálendisins.”

Tillagan samþykkt.

Umhverfis- og tækninefnd óskar eftir heimild sveitarstjórnar að leita samninga við Áslaugu Árnadóttur, arkitekt, um kaup á lokaverkefni hennar er varðaði gamla bæinn á Sauðárkróki.


9. Baggaplast.

Hallgrímur Ingólfsson, tæknifræðingur mætti á fundinn til viðræðna um málið.

Ákveðið að hefja söfnun á baggaplasti í næstu viku.


10. Önnur mál.

a) Jóhann Svavarsson leggur fram eftirfarandi bókun:

“Þrátt fyrir ítrekuð tilmæli þess efnis að gögn er varða einstök mál, sem eru á boðaðri dagskrá Umhverfis- og tækninefndar, verði send til hlutaðeigandi með fundarboði, hefur ekki orðið breyting á. Undirritaður telur það forsendur fyrir vönduðum vinnubrögðum í nefndinni að gögn berist með fundarboði, með minnst þriggja virkra daga fyrirvara.”

b) Kynnt dagskrá fundar Náttúruverndar ríkisins með náttúruverndarnefndum. Fundartími: 23. og 24. okt. 1998. Fundarstaður Hótel Selfossi, Árborg. Nefndin stefnir að því að senda fulltrúa á fundinn.

c) Landgræðsluverðlaun Landgræðslu ríkisins 1998. Samþykkt að tilnefna Mörtu Svavarsdóttur í Víðidal til verðlaunanna. Marta hefur starfað í 45 ár við Skógrækt ríkisins í Varmahlíð og í 20 ár veitt því starfi forstöðu.

 

Fleira ekki gert, fundargerð lesin og samþykkt.

Stefán Guðmundsson            Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar.

Sigrún Alda Sighvats             Jóhann Svavarsson

Árni Egilsson                         Óskar S. Óskarsson

Örn Þórarinsson                     Ingvar Gýgjar Jónsson