Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

15. fundur 11. desember 1998 kl. 10:30 Sveitarskrifstofa Faxatorgi

Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar 

Fundur 15 – 11.12.98

 

            Ár 1998 föstudaginn 11. desember  kl 10.30 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Sveitarskrifstofunni við Faxatorg á Sauðárkróki.

 

            Mætt voru:  Stefán Guðmundsson, formaður, Sigrún Alda Sighvats., Árni Egilsson, Jóhann Svavarsson, Örn Þórarinsson, Hallgrímur Ingólfsson, Óskar S. Óskarsson, Jón Örn Berndsen og Ingvar Gýgjar Jónsson.

 

Dagskrá:

  1. Freyjugata 18 Sauðárkróki – kynnt tilboð.
  2. Vatnsleysa í Viðvíkursveit – Landskipti áður á dagskrá 27.11.1998.
  3. Brúsabyggð 6 Hólum – Nemendagarðar, umsókn um byggingarleyfi – Jón Bjarnason áður á dagskrá  27.11.1998.
  4. Korná í Fremri byggð – Umsókn um byggingarleyfi fyrir fjárhús – Hjálmar Guðmundsson.
  5. Önnur mál.
    5.1  Bakkakot í Vesturdal – Sótt um byggingarleyfi fyrir íbúðarhús Kerstin Hiltrud Roloff Melavegi 15, Hvammstanga.
    5.2    Fyrirspurn Sigrúnar Öldu varðandi umsókn  um skilti við þjóðveg hjá Varmahlíð og veg að Vallhólma.
    5.3   Fyrirspurn Jóhanns Svavarssonar varðandi Staðardagskrá 21 og fræðslu  og kynningarfund.

 

Afgreiðslur:

1. Freyjugata 18, Sauðárkróki – kynnt niðurstaða frá opnun tilboða.  Verkið var boðið út í lokuðu útboði í samræmi við bókun nefndarinnar 27. nóv sl. liður 8. 

Eftirtalin tilboð bárust: 

K-Tak og Trésmiðjan Ýr Sauðárkróki                            kr. 30.657.880.- 

Trésmiðjan Borg ehf. Sauðárkróki                                  kr. 30.722.410.-

Friðrik Jónsson ehf. Sauðárkróki                                    kr. 28.826.218.-

Kostnaðaráætlun Stoð ehf. og Arkitekt Árni                  kr. 31.277.000.-

Engar athugasemdir voru gerðar við útboðið af hálfu bjóðenda.  Samþykkt að ganga til samninga við lægstbjóðanda á grundvelli tilboðs hans.

 

2. Vatnsleysa í Viðvíkursveit – Umsókn um landskipti. Mál 5 frá fundi 27.11.1998.  Erindið samþykkt þar sem fullnægjandi gögn hafa borist.

 

3. Brúsabyggð 6, Hólum.  Jón Bjarnason fh. nemendagarða Hólaskóla, sækir um byggingarleyfi fyrir þriggja íbúða steinsteypt hús.  Húsið er 124,2 m2 að grunnfleti og 794m3 .  Framlögð teikning gerð af Birni Kristleifssyni arkitekt á Egilsstöðum dagsett í nóv. 1998.  Samþykkt.

 

4. Korná í Fremri byggð – Hjálmar Guðmundsson, Korná.  Sótt er um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu, fjárhús og áburðarkjallari – Framlögð teikning Magnús Sigsteinsson – Byggingastofnun landbúnaðarins 24.11.1998.  Afstöðumynd Brynjólfur Dan .  Fjárhúsið er 259,2mog 894 m3 – Kjallarinn er 229m2 og 687m3 – Samþykkt.

 

5.Önnur mál. 

     5.1  Kerstin Roloff, Melavegi 15, Hvammstanga sækir um leyfi til að byggja einbýlishús í landi
     Bakkakots í Vesturdal.  Húsið er timburhús 98,3 m2 .  Teikning Íslensk-Skandinavíska ehf., RC 
     hús og sumarbústaðir.  Arkitekt Marianna Sverrisd. Ellingsen. – Ingvar Gýgjar Jónsson skýrði
     gang málsins en gögn voru móttekin 10. nóv. 1998.  Málinu frestað og óskað eftir fullnægjandi
     gögnum.

     5.2   Stefán Guðmundsson skýrði stöðu mála, en málunum var báðum vísað til hans.

     5.3  Staðardagskrá 21 – Unnið er að því að koma á fundi með Stefáni Gíslasyni
     verkefnisstjóra.              

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.

 

Stefán Guðmundsson                                                Jón Örn Berndsen, ritari

Árni Egilsson                                                             Ingvar Gýgjar Jónsson

Örn Þórarinsson                                                         Óskar Óskarsson

Sigrún Alda Sighvats                                                Hallgrímur Ingólfsson

Jóhann Svavarsson