Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

28. fundur 28. apríl 1999 kl. 14:00 Skrifstofa Skagafjarðar

Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar 

Fundur 28 – 28.04.1999

 

            Ár 1999, miðvikudaginn 28. apríl kl. 1400 kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.

            Mætt voru:  Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Örn Þórarinsson, Árni Egilsson, Jóhann Svavarsson, Hallgrímur Ingólfsson, Ingvar Gýgjar Jónsson, Jón Örn Berndsen og Árni Ragnarsson.

 

DAGSKRÁ:

  1. Hofsós – skipulagsmál.
  2. Varmahlíð – deiliskipulag.
  3. Hof, Höfðaströnd – umsókn um leyfi til að breyta minkaskála í hesthús – Elsa Stefánsdóttir.
  4. Akurhlíð 1 – Bréf Einars Sigtryggssonar dags. 19.04.1999.
  5. Gróðurátak á Hofsósi – Bréf Egils Arnar Arnarsonar dags. 27.04.1999.
  6. Önnur mál.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Hofsós – deiliskipulag “Kvosin og Brekkurnar” – Árni Ragnarsson gerði grein fyrir þeim tillögum sem hann hefur verið að vinna fyrir umhverfis- og tækninefnd.  Samþykkt að halda opinn kynningarfund í Hofsósi og einnig að kynna hafnarstjórn deiliskipulagstillöguna.

 

2. Varmahlíð – drög að deiliskipulagi í “Birkimelsreit” – Árni Ragnarsson gerði grein fyrir deiliskipulagstillögu sem afmarkast lóðum nr. 8 – 26 og 3 – 11 við Birkimel.  Ákveðið að halda kynningarfund í Varmahlíð, með íbúum þessa reits.

 

3. Hof, Hofshreppi – Elsa Stefánsdóttir sækir um leyfi til að breyta lóðdýrahúsi í hesthús – fyrirliggjandi er teikning frá Magnúsi Sigsteinssyni Byggingarþjónustu Bændasamtaka Íslands – Samþykkt.

 

4. Akurhlíð 1 – Bréf Einars Sigtryggssonar dagsett 19.04.1999 rætt.  Málinu frestað til næsta fundar, tæknimanni falið að vinna meira að málinu.

 

5. Gróðurátak Hofsósi – Bréf Egils Arnar Arnarsonar dagsett 27.04.1999 rætt.

 

6. Önnur mál – Engin.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.

 

Stefán Guðmundsson                                                Jón Örn Berndsen

Örn Þórarinsson                                                         Hallgrímur Ingólfsson

Sigrún Alda Sighvats                                                Ingvar Gýgjar Jónsson

Árni Egilsson

Jóhann Svavarsson