Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

32. fundur 20. maí 1999 kl. 15:00 Skrifstofa Skagafjarðar

Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar 

Fundur 32 – 20.05.1999

 

            Ár 1999, fimmtudaginn 20. maí kl. 1500 kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.

            Mætt voru:  Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Örn Þórarinsson, Jóhann Svavarsson, Árni Egilsson, Ingvar Gýgjar Jónsson og Jón Örn Berndsen.

 

DAGSKRÁ:

  1. Villingarnes – Umsókn um byggingarleyfi fyrir íbúðarhús – Sigurjón Valgarðsson.
  2. Sólheimar í Sæmundarhlíð – Umsókn um byggingarleyfi fyrir íbúðarhús – Sigmar Jóhannsson.
  3. Flæðagerði 23 Sauðárkróki – Lóð skilað – Guðlaugur Einarsson Furuhlíð 2 Skr.
  4. Tröð – Umsókn um byggingarleyfi – Viðbygging við hesthús – Gestur Þorsteinsson.
  5. Háeyri 8 – Umsókn um byggingarleyfi fyrir fiskverkunarhús – Hrólfur Sigurðsson Sauðárkróki.
  6. Sæmundargata 6 – Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu – Jón Hallur Ingólfsson.
  7. Bréf íbúa við Kvistahlíð Sauðárkróki, dags. 3. maí 1999.
  8. Umsóknir um vínveitingarleyfi.
    8.1. Bændaskólinn Hólum – Valgeir Bjarnason fh. Bændaskólans.
    8.2. Veitingastofan Sólvík – Dagmar Á. Þorvaldsd. fh. Gilsbakka ehf.
    8.3. Fosshótel Áning v. Fjölbrautarskólinn – Vigfús Vigfússon.
  9. Valagerði – Umsókn um leyfi til útlitsbreytinga á íbúðarhúsinu Valagerði – Birgir Hauksson.
  10. Laugavegur 9 Varmahlíð – Umsókn um leyfi til útlitsbreytinga – Ómar Bragason.
  11. Viðvík – Umsókn um leyfi til að klæða utan íbúðarhús – Kári Ottósson.
  12. Umsókn um byggingarlóðir á Sauðárhæðum, vestan Sjúkrahúss.
  13. Önnur mál.
    13.1. Laugarból Steinsstaðabyggð.
  14. 13.2. Tillaga frá Jóhanni Svavarssyni.
    13.3. Kynning á símbréfi frá Skipulagsstofnun.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Villingarnes – Friðrik Rúnar Friðriksson fh. Sigurjóns Valgarðssonar sækir um leyfi til að byggja íbúðarhús í landi villinganess – Framlögð teikning Benedikt Björnsson arkitekt Akureyri.  Teikning dagsett 12.05.1999. – Samþykkt.

 

2. Sólheimar í Sæmundarhlíð – Sigmar Jóhannsson sækir um leyfi til að byggja íbúðarhús í landi Sólheima.  Framlögð teikning Benedikt Björnsson arkitekt Akureyri.  Teikning dagsett 12.05.1999. – Samþykkt.

 

3. Flæðagerði 23 Sauðárkróki – Guðlaugur Einarsson skilar inn lóðinni – Samþykkt.

 

4.Tröð Borgarsveit – Gestur Þorsteinsson sækir um leyfi til að byggja fjárhús við hesthúsið í Tröð – Framlögð teikning Arkitekt Árni Sauðárkróki – Grunnflatarmál viðbyggingar 9,2x9,4m. – Samþykkt.

 

5. Háeyri 8 – Hrólfur Sigurðsson sækir um leyfi til að reisa fiskverkunarhús á lóðinni Háeyri 8.  Framlögð teikning Arkitekt Árni Sauðárkróki – Samþykkt.

 

6. Sæmundargata 6 – Jón Hallur Ingólfsson sækir um leyfi til að byggja bílgeymslu skv. framl. teikn. Hallgríms Ingólfssonar – Málinu frestað.

 

7. Bréf íbúa við Kvistahlíð á Sauðárkróki dags. 3. maí 1999 lagt fram – Erindinu vísað áfram til vinnslu í tæknideild.

 

8. Umsóknir um vínveitingarleyfi.
    8.1. Umsókn um leyfi til áfengisveitinga í Bændaskólanum á Hólum.  Valgeir  Bjarnason fh.
    Jóns Bjarnasonar.  Sótt er um leyfið frá 27. maí til loka sept. 1999.

    8.2. Umsókn um vínveitingaleyfi til veitingastofunnar Sólvíkur – Dagmar Á. Þorvaldsdóttir fh. 
    Gilsbakka.  Sótt er um leyfið frá 1. maí 1999 til 1. des. 1999.

    8.3. Umsókn um vínveitingaleyfi í heimavist Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki.  Vigfús Vigfússon fh.
    Fosshótels Áningar.  Sótt er um leyfið mánuðina júní, júlí og ágúst 1999.

Umhverfis- og tækninefnd samþykkir umsóknirnar fyrir sitt leyti.

 

9. Valagerði – Birgir Hauksson sækir um leyfi til að breyta útliti íbúðarhússins í Valagerði og innréttingum þess. – Framlagðar teikningar Guðmundur Þór Guðmundsson byggingarfræðingur dags. 30.04.1999 – Samþykkt.

 

10. Laugavegur 9 Varmahlíð – Ómar Bragason sækir um leyfi til að breyta útliti hússins og stækka svalir þess.  Framlögð teikning Guðmundur Þór Guðmundssson byggingarfræðingur – Samþykkt.

 

11. Viðvík – Kári Ottósson sækir um leyfi til að klæða utan íbúðarhúsið í Viðvík með lituðu bárustáli – Samþykkt.

 

12. Umsókn um byggingarlóðir vestan Sjúkrahússins á Sauðárkróki.  Umsækjendur eru: 

Þórður Eyjólfsson, Birkihlíð 9, Sauðárkróki.

Kári Þorsteinsson, Birkihlíð 14, Sauðárkróki.

Sigurður Þorsteinsson, Skúfsstöðum.

Sæmundur Á. Hermannsson, Sauðárkróki

Trausti Pálsson, Hólum.

Garðar Víðir Guðjónsson, Sauðárkróki.

Meðfylgjandi er fyrirspurnarteikning gerð af Kára Þorsteinssyni dags. 01.05.1999 – Málið er í vinnslu og verið er að hanna götur og holræsi á svæðinu.

 

13.  Önnur mál.
13.1. Laugarból í Steinsstaðabyggð – Fjölnotahús – Hallgrímur Ingólfsson fh. Sveitarfélagsins 
Skagafjarðar sækir um leyfi til að breyta útliti hússins.  Breytingin felst í því að saga dyr niður úr glugga – Framl. teikning frá Stoð ehf. dags. febr. 1995 og breytt maí 1999 – Erindið samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu.  Sigrún Alda óskar bókað að hún óski eftir því að umsókninni verði frestað þar sem ekki liggur fyrir að starfsleyfi sé fyrir fiskvinnslu á þessum stað.  Hlutverk umhverfis- og tækninefndar er m.a. að fjalla um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit.

13.2. Tillaga frá Jóhanni Svavarssyni:

“Umhverfis- og tækninefnd samþykkir að fá fulltrúa Landgræðslu ríkisins, Náttúruverndar ríkisins og Náttúrufræðistofnunar Íslands til fundar með nefndinni og fulltrúum í sveitarstjórn, til upplýsinga um þá málaflokka sem undir þessar stofnanir heyra”.

 Tillagan samþykkt með fjórum atkvæðum – einn situr hjá.

13.3. Kynnt símbréf frá Skipulagsstofnun, Ómari Karli Jóhannessyni dagsett 18. maí 1999 til Ingvars Gígjars Jónssonar varðandi skilning Skipulagsstofnunar á 3. tl. bráðabirgðarákvæða skipulags- og byggingarlaga.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.

 

Stefán Guðmundsson                                    Jón Örn Berndsen

Örn Þórarinsson                                             Ingvar Gýgjar Jónsson

Árni Egilsson

Sigrún Alda Sighvats

Jóhann Svavarsson