Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

36. fundur 23. júní 1999 kl. 13:15 - 17:55 Skrifstofa Skagafjarðar

Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar 

Fundur 36 – 23.06.1999

 

Ár 1999 miðvikudaginn 23. júní kl. 1315 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.

Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sólveig Jónasdóttir, Sigrún Alda Sighvats, Örn Þórarinsson, Jóhann Svavarsson, Hallgrímur Ingólfsson, Ingvar Gýgjar Jónsson, Jón Örn Berndsen og Árni Ragnarsson

 

DAGSKRÁ:

  1. Skipulagsmál á Sauðárkróki.
  2. Steinsstaðir í fremri byggð, þvottaplan.
  3. Birkimelur 10 – Umsókn um byggingarleyfi.
  4. Birkimelur 24 – Umsókn um byggingarleyfi.
  5. Göngustígar í Reykjarhólsskóg.
  6. Bréf SSNV dags. 14.06.99 varðandi tilnefningu í samvinnunefnd miðhálendis.
  7. Túnahverfi – Stígur milli húsanna Hólatúns 9 og 11, áður á dagskrá 7. ágúst 1998.
  8. Ægisstígur 7 – Bílgeymsla.
  9. Ferðaþjónusta Vatnsleysu – Fyrirspurn um tímabundið stöðuleyfi stáleiningahúss.
  10. Áskot – Neðri-Ási Hjaltadal – Umsókn um stöðuleyfi fyrir sumarhús – Jóhann Magnússon.
  11. Syðri Hofdalir – Umsókn um byggingarleyfi fyrir íbúðarhús – Valgerður Kristjánsdóttir og Jónas Sigurjónsson.
  12. Önnur mál.

 

AFGREIÐSLUR:

 

Í upphafi fundar fór nefndin í skoðunarferð um Sauðárkrók frá Eyrinni í norðri að Áshildarholtsvatni í suðri. Að lokinni skoðunarferð kl. 1445 settist nefndin aftur að fundarstörfum.

 

1. Skipulagsmál á Sauðárkróki – Rætt um deiliskipulag Tjaldsvæðis og Flæðanna auk annarra svæða. Samþykkt að fela Árna Ragnarssyni að vinna deiliskipulagstillögur fyrir Tjaldsvæðið í Áshildarholtshæð og fyrir Flæðarnar.

Þá urðu miklar umræður um umgegni í bænum sérstaklega á Eyrinni og í iðnaðarhverfinu. Tæknideild falið að kanna hvernig megi leysa geymslusvæði fyrir fyrirtæki á iðnaðarsvæðinu.

Samþykkt að óska eftir viðræðum við eigendur olíubyrgðageyma við Eyrarveg um að þeir hugsanlega verði fjarlægðir. Hér er um að ræða þá geyma sem Olís hafði til umráða.

Nú vék Árni Ragnarsson af fundi

 

2. Bílaþvottaplan í Steinsstaðabyggð. Bréf Hitaveitu Skagafjarðar dags. 16. júní 1999, áður á dagskrá síðasta fundar. Lagt fram bréf Kristjáns Kristjánssonar skólastjóra varðandi málið. Bréf Kristjáns er dags. 22.06.99. Í bréfi Hitaveitunnar æskir hún samþykkis að setja upp þvottaaðstöðu vestan við gafl svokallaðs fjóss. Samþykkt með þremur atvæðum, einn á móti og  einn situr hjá.

 

3.Birkimelur 10 Varmahlíð. Helgi Gunnarsson og Kristín Jóhannnesdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir einbýlishús á lóðinni. Framlögð teikning gerð af  Arkitekt Árna dagsett 05.99. Samþykkt.

 

4. Birkimelur 24 Varmahlíð. Rósmundur G. Ingvarsson sækir um byggingarleyfi fyrir íbúðarhús, samkvæmt framlagðri teikningu Benedikts Björnssonar arkitekts á Akureyri. Teikning dags. 10.03.99. Samþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits.

 

5. Bréf Friðriks Þórs Jónssonar fh. Hrings Atvinnuþróunarfélags Skagafjarðar um merkingar og gerð göngustígs frá Sundlaug Varmahlíðar upp í Reykjarhólsskóg. Samþykkt.

 

6. Samvinnunefnd Miðhálendis, Bréf SSNV dags. 14. júní 1999 varðandi tilnefningu í nefnd um málið. Samþykkt að fresta málinu til næsta fundar.

 

7. Túnahverfi Sauðárkróki. Bréf íbúa í Hólatúni 9 og 11 varðandi göngustíg milli húsanna. Óskað er eftir að stígurinn verði felldur niður. Málið var áður á dagskrá 7. ágúst 1998. Samþykkt að fella niður stíginn.

 

8. Ægisstígur 7, bílageymsla. Einar Örn Einarsson og Sigríður Stefánsdóttir sækja um byggingarleyfi  fyrir bílgeymslu á lóðinni. Framlögð teikning gerð af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi, teikning dags.  í júní 1999. Samþykkt að vísa málinu til umsagnar nágranna.

 

9. Ferðaþjónustuhús í Vatnsleysu. Jón Friðriksson sækir um tímabundið stöðuleyfi fyrir stáleiningahús við ferðaþjónustuhús á Vatnsleysu. Húsnæðið er hugsað sem hreinlætisaðstaða og geymsla. Samþykkt að veita stöðuleyfi í eitt ár.

 

10. Áskot, Neðra-Ási Hjaltadal. Umsókn um stöðuleyfi fyrir sumarhús. Jóhann Magnússon Reynihólum 2 Dalvík. Sótt er um stöðuleyfi fyrir sumarhús til bráðabirgða. Sótt verður um byggingarleyfi þegar skipulagsvinnu svæðisins er lokið. Samþykkt er tímabundið geymsluleyfi, framkvæmdir eru ekki heimilaðar fyrr en skipulagi svæðisins er lokið og það staðfest.

 

11. Syðri-Hofdalir. Valgerður Kristjánsdóttir og Jónas Sigurjónsson sækja um byggingarleyfi fyrir íbúðarhús í landi Syðri-Hofdala. Framlögð teikning, Benedikt Björnsson Arkitekt. Málinu frestað þar til fullnægjandi gögn berast.

 

12. Önnur mál

a) Umsókn um vínveitingarleyfi fyrir Stuðlaberg ehf. Gunnlaugur Steingrímsson fh. Stuðlabergs ehf. Hofsósi sækir um tímabundið vínveitingaleyfi fyrir Stuðlaberg ehf. Umhverfis- og tækninefnd samþykkir erindið fyrir sitt leiti.

b) Grunnskólinn á Sauðárkróki, tilboð. Áður bókað 9. júní 1999 liður 3. Eitt tilboð barst í verkið, frá Trésmiðjunni Borg að upphæð kr. 221.345.736.- Endurskoðuð kostnaðaráætlun frá hönnuðum var kr. 181.192.462.-  Tilboðið er 22,2% yfir kostnaðaráætlun. Umhverfis- og tækninefnd leggur  til að tilboði Trésmiðjunnar Borgar verði hafnað. Nefndin leggur til að leitað verði samninga við tilboðsgjafa um verkið.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 1755.

 

Jón Örn Berndsen, ritari

Stefán Guðmundsson                                    Hallgrímur Ingólfsson

Örn Þórarinsson                                             Ingvar Gýgjar Jónsson

Sólveig Jónasdóttir

Jóhann Svavarsson

Sigrún Alda Sighvats