Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

47. fundur 27. október 1999 kl. 14:00 - 17:05 Skrifstofa Skagafjarðar

Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar 

Fundur 47 – 27.10.1999

 

Ár 1999 miðvikudaginn 27. október kl. 1400 kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.

            Mætt voru:  Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Örn Þórarinsson, Jóhann Svavarsson, Árni Ragnarsson og Jón Örn Berndsen.

 

DAGSKRÁ:

  1. Hofsós - deiliskipulagstillaga fyrir Plássið, Sandinn, Brekkuna og Bakkann - tillaga 3.
  2. Bréf sviðsstjóra Náttúruverndar ríkisins vegna verndunar Orravatnsrústa á Hofsafrétti.
  3. Önnur mál.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Hofsós - deiliskipulagstillaga - í upphafi fundar gerði Jón Örn grein fyrir fundum hans og Árna Ragnarssonar með starfsmönnum Skipulagsstofnunar ríkisins um tillöguna og málahaldið í framhaldinu.  Þá gerði Jón Örn einnig grein fyrir fundi hans og Árna með Magnúsi Skúlasyni og Guðmundi L. Hafsteinssyni hjá Húsfriðunarnefnd ríkisins.  Árni gerði grein fyrir deiliskipulagstillögunni og byggingarskilmálum sem henni fylgja.  Miklar umræður urðu um byggingarskilmálana, tillöguna og málahaldið í framhaldinu.  Samþykkt að óska eftir því að byggingarfulltrúi og skipulagsarkitekt fái fund með Hafnarstjórn Skagafjarðar.  Þá var ákveðið að halda opinn kynningarfund í Hofsósi nk. miðvikudag 3. nóvember kl. 2030.

 

2. Lagt fram bréf Guðrúnar Þorvarðardóttur sviðsstjóra Náttúruverndar ríkisins, varðandi verndun Orravatnsrústa á Hofsafrétti.  Bréfið er dagsett 8. október 1999.

 

3. Önnur mál.

3.1. Örn Þórarinsson spyrst fyrir um það hvað líði að auglýsa störf tæknimanns á tæknideild og aðstoðarmanns byggingarfulltrúa.  Jón Örn upplýsti að þessi störf hafi ekki enn verið auglýst.

3.2.  Jóhann Svavarsson spyrst fyrir um hvað líði vinnu við skipulag Akurhlíðar.  Jón Örn gerði grein fyrir stöðu málsins.

3.3. Jóhann Svavarsson spyrst fyrir hvað líði að koma á fundi umhverfis- og tækninefndar með fulltrúum Landgræðslu, Náttúruverndar ríkisins og Náttúrufræðistofnunar.  Stefán gerði grein fyrir stöðu málsins og er hann að vinna að því að koma þessum fundi á.

3.4. Sigrún Alda óskar eftir því að gerð verði grein fyrir níu mánaða fjármagnsuppgjöri að því er varðar umhverfis- og tækninefnd.

3.5. Umhverfis- og tækninefnd samþykkir að athuga möguleika þess að hefja skógrækt í landi Steinsstaða.  Í landi Steinsstaða er mikill jarðhiti, fjölbreytt landslag og veðurfar ákjósanlegt til skógræktar.  Samkvæmt skipulagi er m.a. áformað að þarna verði sumarbústaðabyggð og í athugun að leggja hitaveitu á svæðið.  Vegur hefur þegar verið lagður og fyrstu húsin risin.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1705.

Stefán Guðmundsson                                                Jón Örn Berndsen

Árni Egilsson                                                             Ingvar Gýgjar Jónsson

Sigrún Alda Sighvats

Jóhann Svavarsson    

Örn Þórarinsson