Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

62. fundur 22. mars 2000 kl. 13:00 - 17:05 Skrifstofa Skagafjarðar

Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar 

Fundur 62 – 22.03.2000

 

            Ár 2000, miðvikudaginn 22. mars kl. 13 kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.

            Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Helgi Thorarensen, Örn Þórarinsson, Hallgrímur Ingólfsson og Ingvar Gýgjar Jónsson.

Gestir fundarins voru Hafsteinn Helgason verkfræðingur hjá Línuhönnun og Lúðvík E. Gústafsson starfsmaður Hollustuverndar ríkisins.

 

DAGSKRÁ:

  1. Áfangaskýrsla um urðunarstað í Skagafirði.
  2. Önnur mál.

 

Stefán Guðmundsson setti fund og bauð fundarmenn og gesti velkomna.

 

UMRÆÐUR:

1. Hafsteinn Helgason fór ítarlega yfir áfangaskýrslu sem Línuhönnun hefur unnið fyrir sveitarfélagið. Í henni er fjallað um hugsanlegan sorpurðunarstað norðan Siglufjarðarvegar og vestan Hjaltadalsár í Viðvíkursveit og þær athuganir sem hafa farið fram á svæðinu. Að mati Hafsteins er þar heppilegur staður frá náttúrunnar hendi sem framtíðarurðunarsvæði en ljóst að meiri rannsókna er þörf áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Lúðvík Gústafsson fór yfir ýmsar reglugerðir sem í gildi eru einnig væntanlegar reglugerðir frá Evrópusambandinu sem munu taka gildi á næstu árum. Hann lagði áherslu á að allur undirbúningur varðandi nýjan urðunarstað yrði vandaður og minnti sérstaklega á að slíka ákvörðun þyrfti að kynna fyrir íbúum á nærliggjandi svæði.

 

Fleira ekki fyrir tekið, fundi slitið kl. 1705.

 

Sigrún Alda Sighvats                                                Hallgrímur Ingólfsson

Örn Þórarinsson                                                         Lúðvík E. Gústafsson

Stefán Guðmundsson                                                Hafsteinn Helgason

Helgi Thorarensen

Árni Egilsson