Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

64. fundur 17. apríl 2000 kl. 13:00 - 14:45 Skrifstofa Skagafjarðar

Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar 

Fundur 64 – 17.04.2000

 

            Ár 2000, mánudaginn 17. apríl kl. 1300 kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.

            Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Örn Þórarinsson, Helgi Thorarensen, Árni Egilsson, Óskar S. Óskarsson, Hallgrímur Ingólfsson og Jón Örn Berndsen.

 

DAGSKRÁ:

  1. Umsókn um lóð fyrir íbúðarhús - Gilstún 28 Sauðárkróki - Guðmundur Örn Guðmundsson.
  2. Neðri-Ás 3 Hjaltadal - umsókn um leyfi fyrir íbúðarhús - Erlingur Viðar Sverrisson og María Gréta Ólafsdóttir.
  3. Grunnskólinn Varmahlíð - umsókn um leyfi til breytinga innanhúss - Páll Dagbjartsson skólastjóri.
  4. Samningar vegna sorphirðu og sorpurðunar.
  5. Umsókn frá Fjölneti vegna lagningu á ljósleiðarastreng.
  6. Ránarstígur 8 Sauðárkróki - umsókn um leyfi til að klæða utan húsið - Arna Björnsdóttir og Gissur Árdal Hauksson.
  7. Erindi frá Skagafjarðardeild Búmanna.
  8. Erindi frá Húsnæðissamvinnufélaginu Búhöldar á Sauðárkróki.
  9. Erindi frá Byggðarráði dags. 03.04.2000 - bréf frá eigendum fasteigna við Vegamót Varmahlíð.
  10. Önnur mál.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Gilstún 28 Sauðárkróki - erindið samþykkt.

 

2. Umsókn um að flytja 63 fermetra hús frá Syðri-Hofdölum á lóð í landi Neðra-Áss. Þarna verður um heilsárshús að ræða - Neðra-Ás 3. Einnig er sótt um leyfi til að setja á lóðina tvo 20 feta gáma sem ætlunin er að láta hverfa í jörð nema framhliðarnar. Erindið samþykkt.

 

3. Bréf dags. 28.03.2000. Vegna breytinga á húsnæði Varmahlíðarskóla. Fyrirliggjandi eru teikningar gerðar af Hrafnkeli Thorlasius arkitekt og stimplaðar af slökkviliðsstjóra. Teikning dags. 28.03.2000. Erindið samþykkt.

 

4. Lagður fyrir samningur milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og ÓK-gámaþjónustu þar sem ÓK tekur að sér sorphreinsun á Sauðárkróki, einnig tekur ÓK að sér umjón með sorphaugasvæðinu. Gildistími samninganna er frá 20. febrúar 2000 til 28. febrúar 2001.  Samningarnir samþykktir.

 

5. Umsókn frá Fjölneti ehf. dags. 6. apríl 2000 um lagningu ljósleiðara á Eyrinni á Sauðárkróki þ.e. milli Steinullarverksmiðjunnar, Byggingavöruverslunar KS og Fiskiðjunnar Skagfirðings hf.  Erindið samþykkt, en jafnframt óskað eftir að það verði framkvæmt í samráði við tæknideild sveitarfélagsins.

 

6. Umsókn dags. 2. apríl um að klæða utan húsið Ránarstíg 8 á Sauðárkróki. Erindið samþykkt.

 

7. Erindi dags. 31.03.2000 frá Skagafjarðardeild Búmanna þar sem félagið segir sig frá byggingarlóðum þeim á Sauðárhæðum sem sveitarfélagið úthlutaði fyrr á þessu ári. Þarna eru um fimm par- og raðhúsalóðir við götuna Hásæti að ræða.  Undir bréfið rita Kári Þorsteinsson og Þórður Eyjólfsson. Erindið samþykkt.

 

8. Tekið fyrir bréf dags. 5. apríl 2000 frá Búhöldum Undirritað af Kára Þorsteinssyni og Þórði Eyjólfssyni þar sem þeir sækja um að fá úthlutað þeim byggingarlóðum á Sauðárkróki sem Búmenn skiluðu inn samanber lið 7. Ætlun Búhölda er að reysa allar íbúðirnar á þessu ári.  Talsverðar umræður urðu um málið. Afgreiðslu frestað þar til gögn um hið nýja félag berast sveitarfélaginu.

 

9. Bréf dags. 3. apríl 2000 frá Byggðarráði undirritað af Elsu Jónsdóttur, vegna bréfs frá eigendum fasteigna við Vegamót í Varmahlíð. Í því bréfi er óskað eftir að áframhaldandi átak verði gert í umhverfismálum svæðisins. Í bréfinu er einnig nefndar breytingar á skipulagi á aðkomu að byggingum á svæðinu.  Samþykkt að tæknideildin skoði málið.

 

10. Önnur mál.

a)      Hallgrímur greindi frá fornleifum sem fundust við jarðvinnu í götunni Hásæti á Sauðárkróki á dögunum.

 

Fleira ekki fyrir tekið, fundi slitið kl. 1445.

 

Stefán Guðmundsson                                                Óskar S. Óskarsson

Árni Egilsson                                                             Jón Örn Berndsen

Helgi Thorarensen                                                     Hallgrímur Ingólfsson

Sigrún Alda Sighvats

Örn Þórarinsson