Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

21. fundur 12. nóvember 2015 kl. 15:00 - 16:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Einar Eðvald Einarsson varaform.
  • Helgi Þór Thorarensen ritari
  • Viggó Jónsson varam.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri
  • Árni Egilsson
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2016 - Skagafjarðarveitur

Málsnúmer 1510216Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun 2016 fyrir Skagafjarðarveitur.
Nefndin samþykkir áætlunina og vísar henni til byggðarráðs.

2.Fjárhagsáætlun 2016 - Skagafjarðarveitur framkvæmdir

Málsnúmer 1511074Vakta málsnúmer

Lögð voru fyrir fundinn drög að framkvæmdaáætlun Skagafjarðarveitna fyrir árið 2016.
Nefndin samþykkir áætlunina og vísar til byggðarráðs.

3.Gjaldskrár 2016 - Skagafjarðarveitur

Málsnúmer 1511075Vakta málsnúmer

Ræddar voru mögulegar gjaldskrárbreytingar hitaveitu og vatnsveitu.
Gjaldskrá hitaveitu vegna heitavatnsnotkunar hefur ekki breytst síðan í júlí 2013 og sama á við um kalt vatn þar sem vatn er selt skv. mældri notkun.
Nefndin leggur til 3,5% gjaldskrárhækkun hitaveitu og vatnsveitu og vísar til byggðarráðs.

4.Hitaveita í Fljótum 2015

Málsnúmer 1408141Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðu framkvæmda í Fljótum.
Mánudaginn 26. október sl. var heitu vatni hleypt á stofnlögn í Fljótum, hleypt var á stofnlögn í áföngum frá dæluhúsi við Langhús og í byrjun nóvember var búið að hleypa á alla stofnlögnina að Deplum, samtals um rúmlega 18km leið.
Verktaki vinnur nú að lagningu heimæða og stefnir á að ljúka framkvæmdum við þær á næstu vikum.

5.Hitaveita í Fljótum - Borhola við Langhús

Málsnúmer 1506051Vakta málsnúmer

Borverktaki hefur hætt borun á nýrri borholu við Langhús, LH-03. Samtals voru boraðir um 380m án þess að teljandi vatnsmagn fyndist.
Sérfræðingar ÍSOR hafa skilað Skagafjarðarveitum skýrslu þar sem bent er á nýjan borunarstað í framhaldi af könnun svæðisins og vitneskju frá fyrri holum. Ný hola er staðsett sunnan við dæluhús og telja skýrsluhöfundar að lítil áhætta fylgi borun nýrrar lóðréttrar vinnsluholu, LH-04. Í nýrri holu er stefnt á að ná heita vatninu á 170 til 250m dýpi og ná úr henni meira vatni en núna fæst úr fyrri holum, LH-01 og LH-02.
Áætlaður kostnaður við nýja holu er 8 til 10 milljónir.
Nefndin leggur til að farið verði í borun á nýrri holu LH-04.

Fundi slitið - kl. 16:30.