Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

25. fundur 18. maí 2016 kl. 15:00 - 15:35 Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Helgi Þór Thorarensen ritari
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
  • Viggó Jónsson varam.
  • Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Viggó Jónsson sat fundinn í gegnum síma.

1.Hitaveita í Fljótum 2015

Málsnúmer 1408141Vakta málsnúmer

Stefnt er að hefja framkvæmdir í Fljótum um mánaðarmótin maí/júní.
Í sumar verða lagðar lagnir í Flókadal, Haganesvík og að Lambanesi.
Verklok eru 1. september 2016.

2.Hitaveita - nýframkvæmd í Lýtingsstaðahreppi 2016 og 2017.

Málsnúmer 1602183Vakta málsnúmer

Búið er að ganga frá pöntun á dælu til prufudælingar á Hverhólum.
Stefnt er á prufudælingu á holunni í sumar.

3.Mælavæðing þéttbýliskjarna í Skagafirði - hitaveita

Málsnúmer 1312141Vakta málsnúmer

Uppsetning mæla á Sauðárkróki hefur gengið vel og er uppsetningu lokið í Túnahverfi. Uppsetning er hafin í Hlíðarhverfi og fer á fullt aftur með haustinu. Uppsetningu mæla á að vera lokið næsta vor.
Lesið verður af stærri mælum (25mm og stærri) mánaðarlega eftir uppsetningu nýrra mæla. Reikningar stærri notenda verða því samkvæmt raunnotkun hvers mánaðar í stað áætlunar áður. Með þessu móti geta stærri viðskiptavinir Skagafjarðarveitna fylgst betur með raunnotkun sinni.

4.Nýr vatnstankur á Gránumóum

Málsnúmer 1602182Vakta málsnúmer

Framkvæmdir eru hafnar við nýjan vatnstank á Gránumóum.
Botnplata verður steypt á næstu dögum og stefnir verktaki á að ljúka allri uppsteypu um mánaðarmótin júní / júlí.
Verklok eru í lok júlí.

5.Beiðni um leigu á landspildu sunnan við Hrímnishöll

Málsnúmer 1604120Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir erindi frá Birni Sveinssyni þar sem óskað er eftir leigu á landspildu sunnan við Bjarmaland / Hrímnishöll við Steinsstaði.
Landspildan er í eigu Skagafjarðarveitna.
Sviðstjóra falið að skoða málið.

Fundi slitið - kl. 15:35.