Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

40. fundur 16. ágúst 2017 kl. 13:00 - 15:15 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Einar Eðvald Einarsson varaform.
  • Helgi Þór Thorarensen ritari
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Gunnar Björn Rögnvaldsson
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.ÍSOR - verkefni fyrir Skagafjarðarveitur 2017

Málsnúmer 1704076Vakta málsnúmer

Guðni Axelsson, eðlisfræðingur hjá ÍSOR, kynnti nefndarmönnum helstu verkefni ÍSOR fyrir Skagafjarðarveitur.

2.Hrolleifsdalur - prufudæling 2017

Málsnúmer 1705062Vakta málsnúmer

Guðni Axelsson, eðlisfræðingur hjá ÍSOR, kynnti frumdrög nýrrar skýrslu um afkastagetu jarðhitakerfisins í Hrolleifsdal. Skýrslan er byggð á prufudælingum borhola í Hrolleifsdal sem framkvæmdar voru 2014 og 2017.
Samkvæmt skýrslunni anna núverandi borholur ekki þeirri viðbót sem áætluð er 2018 og 2019.
Veitunefnd leggur áherslu á að skoðaðir verði þeir kostir sem til greina koma til að fullnægja áætlaðri vatnsþörf vegna framkvæmdaáætlunar.

3.Gamla dælustöðin við Áshildarholtsvatn - erindi til veitunefndar

Málsnúmer 1708065Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar erindi frá Hirti Inga Sigurðssyni og Sólveigu Olgu Sigurðardóttur varðandi möguleg not á gömlu dælustöðinni við Áshildarholtsvatn í sambandi við uppbyggingu á aðstöðu til fuglaskoðunar.
Sviðstjóra falið að afla frekari gagna vegna málsins.

Fundi slitið - kl. 15:15.