Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

53. fundur 29. nóvember 2018 kl. 13:00 - 14:35 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jóhannsson aðalm.
  • Axel Kárason aðalm.
  • Högni Elfar Gylfason aðalm.
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Gunnar Björn Rögnvaldsson
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Ísland ljóstengt - umsókn 2019

Málsnúmer 1811038Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar umsókn Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna ljósleiðaravæðingar í dreifbýli vegna verkefnisins Ísland ljóstengt.

2.UMF Neisti - ósk um hitaveitutengingu

Málsnúmer 1811243Vakta málsnúmer

Lagt var fram erindi frá UMF Neista á Hofsósi varðandi hitaveitutengingu í aðstöðuhús félagsins við íþróttavöllinn á Hofsósi.
Veitunefnd tekur jákvætt í erindið og felur sviðstjóra að vinna að málinu.

3.Gjaldskrá 2019 - Skagafjarðarveitur

Málsnúmer 1811244Vakta málsnúmer

Lögð var fram tillaga um 3% gjaldskrárhækkanir á gjaldskrám hitaveitu og vatnsveitu.
Stofn til álagningar vatnsgjalds vatnsveitu hækkar ekki.

Einnig er lögð fram tillaga um breytta 1. málsgrein gjaldskrá vatnsveitu;
"Af öllum fasteignum í lögsagnarumdæmi Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem liggja við vegi eða opin svæði þar sem vatnsæðar liggja, skal greiða vatnsgjald árlega. Sama á við um aðrar fasteignir utan lögsagnarumdæmisins sem fá vatn úr kaldavatnskerfum Skv."

Málsgreinin fellur brott og verður svohljóðandi;
"Samkvæmt 6. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004 er heimilt að leggja á fasteign almennt vatnsgjald hafi vatnsveita verið tengd við mannvirki á fasteign. Mannvirki telst tengt vatnsveitu þegar heimæð hefur verið tengd frá vatnsveitulögn í vatnsinntak notanda."

Tillagan samþykkt og vísað til Byggðarráðs.

4.Fjárhagsáætlun 2019 - Skagafjarðarveitur

Málsnúmer 1811245Vakta málsnúmer

Lögð var fyrir fjárhagsáætlun fyrir hitaveitu, vatnsveitu og sjóveitu fyrir árið 2019.
Veitunefnd samþykkir áætlunina og vísar til Byggðarráðs.

5.Hitaveita Óslandshlíð, Viðvíkursveit og Hjaltadalur

Málsnúmer 1710178Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar kostnaðaráætlun fyrir hitaveitulögn frá Hofsósi að Neðri-Ás og Ásgarðsbæjum.

Fundi slitið - kl. 14:35.