Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

58. fundur 03. apríl 2019 kl. 10:00 - 11:05 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jóhannsson aðalm.
  • Axel Kárason aðalm.
  • Högni Elfar Gylfason aðalm.
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Gunnar Björn Rögnvaldsson
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Hitaveita - Hofsós að Neðri Ási og Ásgarði - verkframkvæmd

Málsnúmer 1904025Vakta málsnúmer

Föstudaginn 29. mars sl. voru opnuð tilboð í vinnuhluta verksins "Hofsós - Neðri Ás vinnuútboð 2019, hitaveita og strenglögn."
Tvö tilboð bárust í verkið;
Steypustöð Skagafjarðar ehf 145.073.840.-
Vinnuvélar Símonar ehf 117.462.900.-

Kostnaðaráætlun verksins, unnin af Verkfræðistofunni Stoð ehf. hljóðaði upp á 138.829.400.-.

Farið hefur verið yfir tilboðin og fundust engar villur í tilboðum verktaka.

Veitunefnd samþykkir að fela sviðstjóra að ganga frá samningi við lægstbjóðanda, Vinnuvélar Símonar, á grundvelli tilboðs hans.

2.Reykjarhóll - undirbúningur vegna borunar hitaveituholu

Málsnúmer 1904028Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar skýrsla frá ÍSOR vegna jarðhitasvæðisins í Reykjarhól við Varmahlíð.
Vinnsla úr holu VH-12 í Reykjarhól hefur aukist jafnt og þétt síðan vinnsla úr henni hófst árið 2005. Vinnsla var kominn í rúma 24 l/s að meðaltali árið 2015 og hefur verið svipuð síðustu þrjú ár.
Ljóst er að huga þarf að borun á nýrri holu í Reykjarhól til að tryggja rekstraröryggi veitusvæðisins.
Veitunefnd samþykkir að hafin verði undirbúningur að nýrri vinnsluholu í samráði við ÍSOR.

3.Ísland ljóstengt 2019 - útboðsverk

Málsnúmer 1904027Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðu ljósleiðaravæðingar og nýtingu á styrkjum á vegum fjarskiptasjóðs vegna Ísland ljóstengt.

Fundi slitið - kl. 11:05.