Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

59. fundur 26. apríl 2019 kl. 13:00 - 14:10 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jóhannsson aðalm.
  • Axel Kárason aðalm.
  • Högni Elfar Gylfason aðalm.
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Gunnar Björn Rögnvaldsson
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Styrkur til vatnsveituframkvæmda á lögbýli

Málsnúmer 1904187Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir nefndina svarbréf Skagafjarðarveitna til MAST vegna umsóknar um styrk til vatnsveitu í dreifbýli.
Um er að ræða umsókn lögbýlis um styrkveitingu frá ríkissjóði til vatnsveituframkvæmda.
Nefndin samþykkir framlagt svarbréf Skagafjarðarveitna.

2.Styrkur til vatnsveituframkvæmda á lögbýli

Málsnúmer 1904186Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir nefndina svarbréf Skagafjarðarveitna til MAST vegna umsóknar um styrk til vatnsveitu í dreifbýli.
Um er að ræða umsókn lögbýlis um styrkveitingu frá ríkissjóði til vatnsveituframkvæmda.
Nefndin samþykkir framlagt svarbréf Skagafjarðarveitna.

3.Styrkur til vatnsveituframkvæmda á lögbýli

Málsnúmer 1904113Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir nefndina svarbréf Skagafjarðarveitna til MAST vegna umsóknar um styrk til vatnsveitu í dreifbýli.
Um er að ræða umsókn lögbýlis um styrkveitingu frá ríkissjóði til vatnsveituframkvæmda.
Nefndin samþykkir framlagt svarbréf Skagafjarðarveitna.

4.Öflun aukins neysluvatns fyrir Sauðárkrók

Málsnúmer 1904185Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar minnisblað frá Þórólfi Hafstað, jarðfræðingi frá ÍSOR, um möguleika á öflun aukins neysluvatns fyrir Sauðárkrók.

5.Ísland ljóstengt 2019 - útboðsverk

Málsnúmer 1904027Vakta málsnúmer

Skoðaðar voru teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum á vegum RARIK í Skagafirði m.t.t. samlegðaráhrifa vegna ljósleiðaravæðingar.

6.Styrkur úr Byggðaáætlun um sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða

Málsnúmer 1904188Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar niðurstaða úthlutunar styrkja vegna Byggðaáætlunar um sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða.
Sveitarfélagið Skagafjörður hlýtur 5 milljón króna styrk til undirbúnings vegna stofnlagnar hitaveitu frá Langhúsum að Hrolleifsdal.

Fundi slitið - kl. 14:10.