Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

65. fundur 22. janúar 2020 kl. 10:00 - 11:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jóhannsson aðalm.
  • Axel Kárason aðalm.
  • Högni Elfar Gylfason aðalm.
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Gunnar Björn Rögnvaldsson
  • Laufey Kristín Skúladóttir
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir
  • Regína Valdimarsdóttir
  • Álfhildur Leifsdóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Óveður í desember - greinargerð Skagafjarðarveitur

Málsnúmer 2001175Vakta málsnúmer

Farið var yfir greinargerð Skagafjarðarveitna vegna óveðurs dagana 10. til 13. desember sl. Langflestar dælustöðvar hitaveitu eru búnar varaaflsvélum sem fara sjálfkrafa í gang við rafmagnsleysi.

Í óveðrinu voru um 15 dælustöðvar hitaveitu keyrðar á varaaflsvélum vegna rafmagnsleysis eða rafmagnstruflana og tókst að halda heitu vatni á öllum veitusvæðum án langvarandi truflana.

Veitunefnd hrósar starfsmönnum Skagafjarðarveitna fyrir vel unnin störf.
Nefndin bendir á að uppbygging undanfarinna ára í hitaveitu sönnuðu gildi sitt í óveðrinu og telur nauðsynlegt að halda uppbyggingunni áfram á næstu árum.

2.Gjaldskrár vatnsveitna sveitarfélaga

Málsnúmer 1911101Vakta málsnúmer

Farið var yfir efni kynningarfundar á vegum Samorku og Sambands íslenskra sveitarfélaga um ákvörðun gjaldskrár vatnsveitna sveitarfélaga.

3.Hitaveita - Hofsós að Neðri Ási og Ásgarði - verkframkvæmd

Málsnúmer 1904025Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðu framkvæmda við hitaveitu frá Hofsósi að Neðra Ási og Ásgarði.
Útboðshluta verksins telst nú lokið en unnið er að frágangi í dælustöðvum.
Stefnt er á að hleypa vatni á stofnlagnir í mars mánuði.

4.Undirbúningur hitaveituframkvæmda í Hegranesi

Málsnúmer 1908088Vakta málsnúmer

Verkfræðistofunni Stoð hefur verið falið að vinna að gerð útboðsgagna og kostnaðaráætlunar vegna nýframkvæmdar hitaveitu á norðanverðu Hegranesi.
Veitunefnd samþykkir að bjóða vinnuhluta verksins út um leið og útboðsgögn liggja fyrir.

5.Ísland ljóstengt - framkvæmdir 2020

Málsnúmer 2001173Vakta málsnúmer

Lögð var fram teikning sem sýnir stöðu ljósleiðaravæðingar í dreifbýli um áramótin 2019 / 2020.
Veitunefnd leggur til að unnið verði að útboði á lagningu ljósleiðara í Hjaltadal og Deildardal á þessu ári.

6.Erindi vegna hitaveitu í Deildardal

Málsnúmer 1910213Vakta málsnúmer

Lagt var fram erindi frá Guðmundi Sverrissyni vegna lagningu hitaveitu og ljósleiðara í Deildardal.
Veitunefnd felur sviðstjóra að svara erindinu.

Fundi slitið - kl. 11:00.