Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

82. fundur 20. október 2021 kl. 14:00 - 16:00 að Borgarteigi 15, Sauðárkróki
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jóhannsson aðalm.
  • Eyrún Sævarsdóttir aðalm.
  • Högni Elfar Gylfason aðalm.
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Gunnar Björn Rögnvaldsson
  • Valur Valsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Skagafjarðarveitur - fjárhagsáætlun 2022

Málsnúmer 2109208Vakta málsnúmer

Vinna við gerð fjárhagsáætlana og nýja gjaldskrá fyrir deildir Skagafjarðarveitna er hafin. Í vinnunni er tekið mið af forsendum rammaáætlunar og einnig er rekstur hverrar deildar skoðaður sérstaklega. Drög að gjaldskrám fyrir hitaveitu og kalt vatn kynntar og ræddar. Huga þarf að rekstri veitnanna síðustu árin og þeirri staðreynd að notendum er stöðugt að fjölga. Einnig þarf að styrkja kaldavatnsveitu á Sauðárkróki.

Ljóst er að talverðra framkvæmda er þörf á næstu árum hjá Skagafjarðarveitum. Veitunefnd felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs í samstarfi við starfsmenn veitnanna að halda áfram vinnunni við fjárhagsáætlunina og skal sú vinna taka mið af framtíðarhorfum á stækkun og útbreiðslu veitnanna.

Árni Egilsson skrifstofustjóri sat þennan lið.

2.Samráð; Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1040 2005 um framkvæmd raforkulaga

Málsnúmer 2109244Vakta málsnúmer

Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið óskaði eftir samráði við veitur sveitafélganna og umsögn vegna málefnisins og var umsagnarfrestur til 12.10.2021. Ráðgjafaráð veitufyrirtækja innan Samorku sendi inn umsögn og fagnar þessum breytingum sem eru til þess fallnar að skerpa á umgjörðinni um kerfisframlag vegna nýrra tenginga við dreifikerfið.

Sviðsstjóri fór yfir málið með fundarmönnum.

3.Gjaldskrá hitaveitu 2022

Málsnúmer 2110133Vakta málsnúmer

Lögð var fram tillaga um 4,5% hækkun á gjaldskrá hitaveitu fyrir árið 2022.

Hækkunin er til komin vegna verðlagsbreytinga og fyrirsjáanlegs taprekstrar á árinu sem er að líða. Einnig er ljóst að talsverðra viðhaldsframkvæmda er þörf á næstu árum.

Veitunefnd samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu byggðarráðs.

Árni Egilsson skrifstofustjóri sat þennan lið.

Fundi slitið - kl. 16:00.