Fara í efni

Veitustjórn

4. fundur 16. ágúst 1998 kl. 19:30 Skrifstofa Skagafjarðar

Ár 1998 sunnudaginn 16. ágúst kom veitustjórn saman á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1930.  Mætt voru: Árni Egilsson, Einar Gíslason, Ingimar Ingimarsson, Snorri Styrkársson og Sigrún Alda Sighvats.  Auk þess, sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.

 

Dagskrá:

1.  Norðlensk orka.
2.  Lántaka Hitaveitu Skagafjarðar.

 

Afgreiðslur:

1. Lögð fram fundargerð, dags. 14. ágúst sl., en á þeim fundi var fjallað um undirbúning að stofnun Norðlenskrar orku.  Á fundinum voru mættir fulltrúar frá Sameinuðu sveitarfélagi í Skagafirði, Akrahreppi og Kaupfélagi Skagfirð­inga.  Á fundinn kom og til viðræðna fulltrúi Árvirkis.

Urðu aðilar sammála um að ganga til stofnunar Norðlenskrar orku á grundvelli atriða sem fram komu í fundargerðinni.

Veitustjórn leggur til að sveitarstjórn gangi til stofnunnar hlutafélagsins Norðlenskrar orku á grundvelli þeirra atriða sem fram koma í fundargerð frá 14. ágúst s.l.

Jafnframt leggur veitustjórn til að veitustjórnarmenn fari hlutfallslega með atkvæði sveitarfélagsins á stofnfundinum.  Þá leggur veitustjórn til að Rafveita Sauðárkróks verði stofnaðili að Norðlenskri orku f.h. Sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði.

Samþykkt með 4 atkvæðum en Sigrún Alda Sighvats situr hjá og óskar eftirfarandi bókunar: “ Í mínum huga á stofnun Norðlenskrar orku aðeins að vera með aðild Sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði, annars vegar og Akrahrepps hins vegar. Þessi tvö sveitarfélög eru fulltrúar allra íbúa héraðsins. Það er síðan ákvörðun þessara sömu sveitarfélaga að bjóða öðrum, hvort sem það eru einstaklingar eða fyrirtæki, að eignast hlut í Norðlenskri orku.  Þannig er tryggt að allir þeir, sem áhuga hafa, komi jafnir að samninga­borðinu.”

 

2. Lögð fram tilboð frá Landsbanka Íslands annars vegar og Búnaðarbanka Íslands hins vegar í lánsfjármögnun Hitaveitu Skagafjarðar að upphæð kr. 26.000.000.-

Veitustjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að taka tilboði Búnaðarbanka Íslands í innlenda lánsfjármögnun að upphæð kr. 26.000.000.-

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.


Snorri Styrkársson                

Snorri Björn Sigurðsson

Ingimar Ingimarsson            

Einar Gíslason                                  

Árni Egilsson

Sigrún Alda Sighvats