Fara í efni

Veitustjórn

14. fundur 04. mars 1999 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Ár 1999, fimmtudagur 4. mars.

Mætt eru undirrituð á skrifstofu sveitarfélagsins.

 

DAGSKRÁ:

  1. Fjárhagsáætlun rafveitu, seinni umræða.
  2. Fjárhagsáætlun hitaveitu, seinni umræða.
  3. Fjárhagsáætlun vatnsveitu, seinni umræða.
  4. Bréf frá Rarik.
  5. Aðalfundur Samorku.
  6. Önnur mál.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Rafveitustjóri lagði fram fjárhagsáætlun Rafveitu Sauðárkróks og skýrði hana.  Tekjur áætlast kr. 123.150.000.-  Gjöld kr. 114.250.000.-  Til fjárfestinga frá rekstri kr. 8.900.000.- Áætlunin gerir ráð fyrir fjárfestingu í skrifstofuhúsnæði og leigutekjum af því.  Vegna fjárfestingar í húsnæði er ákveðið að afgjald til sveitarsjóðs verði ekki áætlað.  Veitustjórn samþykkir áætlunina og vísar henni til seinni umræðu í sveitarstjórn, með 4 atkv. – Snorri Styrkársson situr hjá.

2. Veitustjóri lagði fram fjárhagsáætlun Hitaveitu Skagafjarðar fyrir árið 1999 og skýrði hana.  Tekjur áætlast kr. 71.900.000.-  Gjöld kr. 40.010.000.-  Lántaka kr. 31.400.000.-  Til eignabreytinga koma kr. 31.890.000.- frá rekstri.  Tengigjöld áætlast kr. 15.000.000.-  Fjárfestingar alls kr. 78.290.000.-  Veitustjórn samþykkir áætlunina og vísar henni til seinni umræðu í sveitarstjórn.  Samþykkt með 4 atkv. – Snorri Styrkársson situr hjá.

3. Veitustjóri lagði fram fjárhagsáætlun Vatnsveitu fyrir árið 1999 og skýrði hana.  Tekjur áætlast kr. 24.200.000.-  Gjöld áætlast kr. 11.580.000.-  Til eignabreytinga frá rekstri kr. 12.620.000.-  Afgjald til sveitarstjóðs kr. 1.000.000.-  Tengigjöld áætlast kr. 150.000.-  Veitustjórn samþykkir samhljóða áætlun þessa og vísar henni til seinni umræðu í sveitarstjórn.

4. Borist hefur bréf dags. 22. febr. 1999, frá Rarik á Nlv. þar sem óskað er eftir samvinnu við hitaveituna um lögn milli Birkihlíðar og Marbælis.  Málinu frestað.

5. Boðað er til aðalfundar Samorku í Rvík 12. mars.  Veitustjórn samþykkir að veitustjórar fari með atkvæði veitnanna á fundinum.

6. Önnur mál. Engin.


Fundi slitið.


Árni Egilsson                                                           

Sigurður Ágústsson

Sigrún Alda Sighvats                                               

Páll Pálsson

Einar Gíslason

Ingimar Ingimarsson

Snorri Styrkársson