Fara í efni

Veitustjórn

16. fundur 27. apríl 1999 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Árið 1999, þriðjudaginn 27. apríl kom veitustjórn saman á skrifstofu sveitarfélagsins.

Mætt voru:  Árni Egilsson, Einar Gíslason, Sigrún Alda Sighvats, Snorri Styrkársson og Ingimar Ingimarsson ásamt Sigurði Ágústssyni rafveitustjóra og Páli Pálssyni veitustjóra.

 

DAGSKRÁ:

  1. Norðlensk orka.
  2. Bréf frá Símoni Skarphéðinssyni.
  3. Útboð hitaveituframkvæmda.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Fyrir eru lögð drög að samþykktum fyrir hlutafélag um virkjun Héraðsvatna við Villinganes milli Norðlenskrar orku og Rarik.  Fyrirhugað er að halda stofnfund félagsins föstudaginn 30. apríl nk. í Varmahlíð.

2. Afgreiðsla á bréfi Símonar Skarphéðinssonar var frestað á fundi veitustjórnar 14. apríl.  Málefni bréfsins rætt og veitustjóra falið að svara erindinu.

3. Veitustjórn samþykkir að bjóða út í opnu útboði framkvæmdir við hitaveitulögn milli Birkihlíðar og Marbælis.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt.

 

Snorri Styrkársson                                                    

Sigurður Ágústsson

Einar Gíslason                                                                      

Páll Pálsson

Ingimar Ingimarsson

Sigrún Alda Sighvats

Árni Egilsson