Fara í efni

Veitustjórn

22. fundur 10. ágúst 1999 kl. 16:00 - 19:15 Skrifstofa Skagafjarðar

Þriðjudaginn 10. ágúst 1999, kom veitustjórn saman á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1600.

Mætt voru:  Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Einar Gíslason, Páll Sighvatsson, Snorri Styrkársson, Páll Pálsson, Sigurður Ágústsson og endurskoðand­inn Kristján Jónasson.

 

Dagskrá:

  1. Ársreikningur Rafveitu Sauðárkróks 1998, seinni umræða.
  2. Ársreikningur Hitaveitu Skagafjarðar 1998, seinni umræða.
  3. Ársreikningur Vatnsveitu Skagafjarðar 1998, seinni umræða.
  4. Bréf frá Máka hf.
  5. Ný reglugerð Hitaveitu Skagafjarðar, seinni umræða.
  6. Ný gjaldskrá Hitaveitu Skagafjarðar.
  7. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

1. Veitustjórn samþykkir að vísa ársreikningi Rafveitu Sauðárkróks fyrir árið 1998 til síðari umræðu í sveitarstjórn. Niðurstöðutölur eru óbreyttar frá fyrri umræðu og eru bókaðar í 21. fundargerð.

2. Veitustjórn samþykkir að vísa ársreikningi Hitaveitu Skagafjarðar fyrir árið 1998 til síðari umræðu í sveitarstjórn. Niðurstöðutölur eru óbreyttar frá fyrri umræðu og eru bókaðar í 21. fundargerð.

3. Veitustjórn samþykkir að vísa ársreikningi Vatnsveitu Skagafjarðar fyrir árið 1998 til síðari umræðu í sveitarstjórn. Niðurstöðutölur eru óbreyttar frá fyrri umræðu og eru bókaðar í 21. fundargerð.

Hér vék Kristján Jónasson, endurskoðandi, af fundi.

4. Borist hefur bréf frá Máka ehf, dags. 7. júlí 1999, varðandi hlutafjáraukningu. Afgreiðslu frestað.

5. Veitustjórn samþykkir framlagða reglugerð með áorðnum breytingum og vísar henni til seinni umræðu í sveitarstjórn.

6. Veitustjóri lagði fram nýja gjaldskrá fyrir Hitaveitu Skagafjarðar, en hún byggir á hinni nýju reglugerð veitunnar. Veitustjórn samþykkir framlagða gjaldskrá.

(Önnur mál engin.)

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:15.

 

Snorri Styrkársson                            

Sigurður Ágústsson

Einar Gíslason                                              

Páll Pálsson

Páll Sighvatsson

Sigrún Alda Sighvats

Árni Egilsson