Fara í efni

Veitustjórn

23. fundur 10. ágúst 1999 kl. 16:30 - 19:00 Skrifstofa Skagafjarðar

Miðvikudaginn 15. september 1999 kom veitustjórn saman á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 1630.

Mætt voru:  Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Ingimar Ingimarsson, Einar Gíslason, Snorri Styrkársson, Páll Pálsson og Sigurður Ágústsson, ásamt gestunum Stefáni Guðmundssyni og Páli Kolbeinssyni.

 

DAGSKRÁ:

  1. Bleikjueldi í Skagafirði (Stefán Guðmundss. form. atv.málan. mætir).
  2. Málefni Máka hf. (Páll Kolbeinsson stjórnarmaður í Máka mætir).
  3. Skýrsla Orkustofnunar um vinnslueftirlit á Sauðárkróki.
  4. Bréf frá Erni Þórarinssyni Ökrum í Fljótum.
  5. Önnur mál.

 

Árni Egilsson formaður setti fundinn.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Til máls tók Stefán Guðmundsson formaður atvinnumálanefndar og sagði frá athugunum sem fram hafa farið að undanförnu um forathuganir fyrir fyrirtæki um bleikjueldi.  Stefán studdi mál sitt með skýrslu frá PW coopers.  Veitustjórn samþykkir að Hitaveita Skagafjarðar taki þátt í verkefninu.  Kostnaðarhlutdeild áætlast kr. 300.000 á árinu.  Nú vék Stefán Guðmundsson af fundi.

2. Til máls tók Páll Kolbeinsson stjórnarmaður í Máka hf.  Gerði hann grein fyrir rekstri Máka hf. og framtíðaráformum.  Síðan vék Páll af fundi.

3. Veitustjóri lagði fram skýrslu Orkustofnunar um “Eftirlit með jarðhitavinnslu við Áshildarholtsvatn árið 1998”.  Fundarmenn reifuðu skýrsluna og voru á einu máli um að jarðhitavinnslan væri í mjög góðu lagi.  Veitustjóri leggur til og veitustjórn samþykkir að gengið verði til samninga við Orkustofnun um sambærilegar athuganir fyrir önnur vinnslusvæði Hitaveitu Skagafjarðar.

4. Tekið fyrir bréf frá Erni Þórarinssyni bónda að Ökrum í Fljótum, dags. 31. ágúst 1999.  Fjallar bréfið um nýtingu vatns frá Sólgörðum fyrir íbúðarhús á Ökrum.  Veitustjórn samþykkir að veitustjóri fari í vettvangskönnun og kanni málið rækilega.

5. Önnur mál.

a) Veitustjórn samþykkir að hitaveitan standi fyrir námskeiði í samvinnu við Samorku, fyrir pípulagningamenn, hönnuði og starfsmenn hitaveitunnar um stillingar hitakerfa (hitamenningu).

b) Rafveitustjóri gerði grein fyrir bilun á krana rafveitubílsins og þörf fyrir endurnýjun.  Veitustjórn leggur til að kaupum verði slegið á frest og reynt að nýta þjónustu frjálsa markaðarins.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt kl. 1900.

 

Árni Egilsson                                                           

Sigurður Ágústsson

Sigrún Alda Sighvats                                               

Páll Pálsson

Ingimar Ingimarsson

Einar Gíslason

Snorri Styrkársson