Fara í efni

Veitustjórn

28. fundur 05. janúar 2000 - 14:45

Miðvikudag 5. jan. árið 2000 kom veitustjórn saman.

Mætt voru: Árni Egilsson, Einar Gíslason, Sigrún Alda Sighvats, Páll Sighvatsson og Snorri Styrkársson, ásamt veitustjórunum Sigurði Ágústssyni og Páli Pálssyni.

 

Dagskrá:

  1. Fjárhagsáætlun rafveitu f. árið 2000.
  2. Fjárhagsáætlun hitaveitu f. árið 2000.
  3. Fjárhagsáætlun vatnsveitu f. árið 2000.
  4. Önnur mál.

 

Formaður setti fundinn.

 

Afgreiðslur:

1. Rafveitustjóri lagði fram fjárhagsáætlun Rafveitu Sauðárkróks fyrir árið 2000 og skýrði hana. Tekjuliður er 127.900.000. Gjaldaliður 120.500.000. Til fjárfestinga 7.400.000. Veitustjórn samþykkir að vísa áætluninni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

2. Veitustjóri lagði fram fjárhagsáætlun Hitaveitu Skagafjarðar fyrir árið 2000 og skýrði hana. Tekjur eru 74.800.000. Gjaldaliður: 43.050.000. Til fjárfestinga 33.750.000. Áætlunin gerir ráð fyrir að fastagjöld verði tekin upp á hemlum frá og með 1. feb. í ár og hækkun gjaldskrár um 5% 1. júlí. Veitustjórn samþykkir að vísa áætluninni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Sigrún Alda Sighvats óskar bókað að hún samþykki ekki 5% hækkunaráform fjárhagsáætlunarinnar.

3. Veitustjóri lagði fram fjárhagsáætlun f. Vatnsveitur Skagafjarðar fyrir árið 2000 og skýrði. Tekjur áætlast: 29.670.000. Gjaldaliður: 23.300.000. Til fjárfestinga frá rekstri 6.370.000. Framkvæmt verður fyrir 16.520.000. Veitustjórn samþykkir að vísa áætluninni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

4. Önnur mál engin.

 

Fundi slitið kl. 1445.

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt.

 

Páll Sighvatsson                                           

Sigurður Ágústsson

Einar Gíslason                                                          

Páll Pálsson

Snorri Styrkársson

Sigrún Alda Sighvats

Árni Egilsson