Fara í efni

Veitustjórn

38. fundur 15. ágúst 2000 kl. 09:00 - 11:30 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Þriðjudag 15. ágúst árið 2000 kom veitustjórn saman á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagafjarðar kl. 09.00.

Mætt voru veitustjórnarmennirnir:  Árni Egilsson,  Einar Gíslason, Páll Sighvatsson, Ingvar Guðnason og Sigrún Sighvats; veitustjórarnir Sigurður Ágústsson og Páll Pálsson. Þá voru gestir fundarins þeir Páll Kolbeinsson og Gunnar Gestsson frá Fjölneti ehf.

 

DAGSKRÁ:

  1. Fjölnetið ( aðstandendur Fjölnets mæta á fundinn).
  2. Hitaveita á bæi framan Álftagerðis.
  3. Úthlutun styrkja v/breytinga á miðstöðvakerfum til sveita.
  4. Bréf frá byggðarráði.
  5. Bréf frá Heilbrigðisstofnun á Sauðárkróki.
  6. Önnur mál:
    a) Mál Bjarka Sigurðssonar.
    b) Starfsmannamál hita-og vatnsveitu.
    c) Aðalfundur Héraðsvatna.

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn og gesti velkomna.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Gunnar Gestsson tók til máls og gerði tæknilega grein fyrir áætlun Fjölnets ehf. hér í sveitarfélaginu. Páll Kolbeinsson gerði grein fyrir fjárhagslegri uppbyggingu fyrirtækisins og framtíðaráætlunum. Þeir Páll og Gunnar óskuðu eftir samstarfi og þátttöku veitna í fyrirtækinu. Veitustjórn samþykkir að veiturnar gerist stofnhluthafar í fyrirtækinu, rafveita kr. 1.000.000.- og hitaveita kr.1.000.000.- greitt verði  með vinnuframlagi, aðgangi að teiknikerfi veitnanna og aðstöðu í húsum veitnanna eftir því sem um semst. Ákveðið að formaður veitustjórnar, ásamt veitustjórunum myndi verkefnishóp til framhaldssamninga við stjórn Fjölnets ehf.

2. Veitustjórn samþykkir að lögð verði hitaveitulögn að Krithólsgerði, Krithóli 1, Krithóli 2 og Brenniborg, verði þess óskað. Sama gjaldskrá, með áorðnum hækkunum, sem gilti við framkvæmdir til sveita síðastliðið ár verði látin gilda.

3. Veitustjórn samþykkir að úthluta styrkjum vegna breytinga á miðstöðvarkerfum til sveita samkvæmt framlögðum lista. Heildargreiðslur nema kr. 951.858.-.

4. Byggðarráð hefur vísað til veitustjórnar bréfi frá “Samtökum sveitarfélaga á köldum svæðum” dags. 14. maí 2000 um orkusparnaðarátak á “köldum svæðum”. Veitustjórn felur veitustjóra að kanna þetta mál nánar.

5. Borist hefur ósk frá framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks um móttöku í aðaldælustöð hitaveitunnar þann 18. ágúst. Veitustjórn samþykkir að verða við þessari ósk.

6. Önnur mál:
a) Veitustjóri gerði grein fyrir tryggingarmáli vegna vatnstjóns í Litlu-Gröf. Veitustjóra falið að ganga frá málinu.

b) Veitustjóri sagði frá umsóknum um starf verkstjóra hjá hitaveitu. 5 umsóknir bárust.

c) Aðalfundur Héraðsvatna ehf er boðaður 28. ágúst nk. Að loknum aðalfundarstörfum verður sérstök kynning á stöðu verkefnisins þar sem sveitarstjórnar- og veitustjórnarmönnum er boðin þátttaka.


Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 11.30.


Árni Egilsson                                    

Sigurður Ágústsson

Sigrún Alda Sighvats                       

Páll Pálsson

Ingvar Guðnason

Einar Gíslason

Páll Sighvatsson