Fara í efni

Veitustjórn

48. fundur 19. júní 2001 kl. 16:30 - 18:00 Skrifstofa Rafveitu Sauðárkróks

Veitustjórn Skagafjarðar

Fundur 48– 19.06.2001

 

            Þriðjudaginn 19.júní árið 2001 kom veitustjórn saman kl. 16.30 á skrifstofu Rafveitu Sauðárkróks.

            Mættir voru veitustjórnarfulltrúarnir:  Árni Egilsson,   Sigrún Alda Sighvats, Ingvar Guðnason,  Einar Gíslason og Páll Sighvatsson (varamaður Ingimars Ingimarssonar)   ásamt veitustjórunum Sigurði Ágústssyni og Páli Pálssyni.

 

DAGSKRÁ:

  1. Skipulagsmál
  2. Aðalfundur Máka hf.
  3. Aðalfundur Hrings- atvinnuþróunarfélags Skagafjarðar hf.
  4. Gjaldskrármál
  5. Önnur mál.

 

Formaður setti fund kl. 16.40

 

AFGREIÐSLUR:

1. Veitustjórar lögðu fram drög að svari  til umhverfis- og tækninefndar vegna yfirstandandi vinnu við aðalskipulag Skagafjarðar. Drögin voru ítarlega rædd og umorðuð, síðan samþykkt að senda þau nefndinni.

 

2. Boðað er til aðalfundar Máka hf. fimmtudaginn 21.júní n.k. kl. 14.30 í Fljótum. Veitustjórn samþykkir að þeir veitustjórnarmenn sem sjá sér fært mæti til fundarins og fari þar hlutfallslega með atkvæðisréttinn.

 

3. Boðað er til aðalfundar  Hrings- atvinnuþróunarfélags Skagafjarðar hf. fimmtudaginn 21. júni n.k. á Kaffi-Krók kl. 16.00 Veitustjórn samþykkir að þeir veitustjórnarmenn sem sjá sér fært mæti til fundarins og fari þar hlutfallslega með atkvæðisréttinn.

 

4. Landsvirkjun hefur boðað 4,9 % heildsöluverðs hækkun frá næstu mánaðarmótum. Rarik hefur boðað heildsöluverðshækkun  frá sama tíma, einnig um 4,9 %.  Veitustjórn samþykkir að gjaldskrá Rafveitu Sauðárkróks hækki um 4,9 % frá sama tíma. Jafnframt hækki gjaldskrá Hitaveitu Sauðárkróks um  4,9 % frá 1. júlí n.k.

 

5. Önnur mál: Engin.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 18.00

 

Árni Egilsson                                  Fundarritari  Sigurður Ágústsson

Sigrún Alda Sighvats                     Páll Pálsson

Páll Sighvatsson

Einar Gíslason

Ingvar Guðnason