Fara í efni

Veitustjórn

58. fundur 07. mars 2002 kl. 17:00 - 18:25 Safnahúsið á Sauðárkróki

Veitustjórn Skagafjarðar
Fundur 58 – 7. 03. 2002

 

            Fimmtudaginn 7. mars árið 2002 kom veitustjórn saman til fundar kl. 17.00 í Safnahúsi Skagafjarðar.

            Mættir voru veitustjórnarfulltrúarnir: Snorri Styrkársson formaður, Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Ingimar Ingimarsson og Einar Gíslason ásamt Margeiri Friðrikssyni fjármálastjóra og Páli Pálssyni veitustjóra. Ingimar Ingimarsson  ritaði fundargerð.

 

DAGSKRÁ:   

  1. Þriggja ára áætlun.
  2. Aðalfundur Samorku.
  3. Innheimtumál.
  4. Boranir út að austan.
  5. Önnur mál.

.

Formaður setti fund kl. 17:10

 

AFGREIÐSLUR:

1. Þriggja ára áætlun Skagafjarðarveitna, 2003-2005, lögð fram. Margeir Friðriksson fór yfir áætlunina og skýrði hana. Veitustjórn mun fjalla um hana nánar á næsta fundi. Nú vék Margeir Friðriksson af fundi.

2. Páll Pálsson sagði frá VII aðalfundi Samorku sem haldinn verður 15. mars í Gvendarbrunnum. Páli veitustjóra falið að sækja fundinn og fara með atkvæði Skagafjarðarveitna.

3. Páll Pálsson kynnti stöðu vanskila við Skagafjarðarveitur. Ákveðið var að afskrifa kröfur að upphæð kr. 5.5 milljónir. Samþykkt erindi Taxis-lögmannsstofu, dags. 28.02.02, um nauðarsamning.

4. Páll Pálsson gerði grein fyrir stöðu jarðhitaleitar í Hrolleifsdal og við Kýrholt. Væntanlegar eru skýrslur Orkustofnunar varðandi bæði þessi svæði og í ljósi niðurstöðu þeirra mun veitustjórn taka ákvörðun um framhaldið.

5. Upplýst var að búið er að ganga frá starfslokum Sigurðar Ágústssonar, fyrrverandi rafveitustjóra, í samræmi við kjarasamninga og lög um opinbera starfsmenn.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 18:25


Fundarritari
Ingimar Ingimarsson 

Snorri Styrkársson

Einar Gíslason                                   

Páll Pálsson

Árni Egilsson

Sigrún Alda Sighvats