Fara í efni

Skagfirska kirkju- og byggðasögurannsóknin komin á fullt

25.07.2015
Uppgraftrarsvæðið í Keflavík

Í síðustu viku hófst uppgröftur á 11. aldar kristnum grafreit í Keflavík í Hegranesi en á næstu vikum verða um 20 manns við fornleifa- og jarðfræðirannsóknir víða í Hegranesi. Rannsóknunum stýra Guðný Zoëga, John Steinberger og Douglas Bolender. Þau eru í forsvari fyrir Skagfirsku kirkju- og byggðasögurannsókninnni (Skagafjörður Church and Settlement Survey - SCASS), sem er samstarfsverkefni Byggðasafns Skagfirðinga og University of Massachusetts í Boston / The Fiske Center for Archaeological Research. SCASS-verkefnið felst í að samnýta rannsóknir safns og skóla til að öðlast betri skilning á búsetulandslagi á fyrstu öldum byggðar og varð Hegranesið fyrir valinu sem rannsóknarefni.

Sjá nánar hér á heimasíðu byggðasafnsins.

Bandarískur styrkur til kirkju- og byggðasögurannsókna í Hegranesi