Fara í efni

Fréttir

Fornverkaskólinn í Skagafirði hlýtur Minjaverndarviðurkenningu Minjastofnunar

27.11.2023
Fréttir
Á ársfundi Minjastofnunar Íslands 2023, þann 23. nóvember sl., veitti stofnunin Fornverkaskólanum í Skagafirði sérstaka viðurkenningu fyrir framlag þeirra til varðveislu á fornu byggingarhandverki. Í tilkynningu frá Minjastofnun Íslands segir: Frá árinu 2007 hefur Fornverkaskólinn boðið upp á námskeið í gömlu byggingarhandverki með sérstaka...

Þakkir frá leikskólanum Ársölum til Kiwanisklúbbanna í Skagafirði

24.11.2023
Fréttir
Í dag afhentu Kiwanisklúbbarnir Freyja og Drangey leikskólanum Ársölum höfðinglega gjöf að andvirði kr. 850.000-. Í leikskólanum eru fötluð og langveik börn sem þurfa að fara í sjúkraþjálfun að jafnaði einu sinni í viku. Til að koma til móts við foreldra þessara barna hefur leikskólinn Ársalir boðið foreldrum upp á að stuðningskennari fari með...

Auglýsing um skipulagsmál - Steinsstaðir

22.11.2023
Fréttir
Tillaga að deiliskipulagi – Íbúðarbyggð Steinsstöðum Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 19. fundi sínum þann 15. nóvember 2023 að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðarbyggð við Steinsstaði í auglýsingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga 123/2010. Skipulagsgögn eru skipulagsuppdráttur með greinargerð unnin af Stoð verkfræðistofu...

Heitavatnslaust út að austan á morgun miðvikudaginn 22. nóvember

21.11.2023
Fréttir
Tilkynning frá Skagafjarðarveitum: Leki er á stofnlögn hitaveitu á Höfðaströnd nokkru sunnan við Höfða. Til að viðgerð geti farið fram mun þurfa að loka fyrir rennsli á morgun, miðvikudaginn 22. nóvember. Vinnan mun hefjast um kl. 10 og standa fram eftir degi. Heitavatnslaust verður á öllu svæðinu frá Höfða og innúr, það er að Neðra-Ási og Viðvík...

Dagur íslenskrar tungu

16.11.2023
Fréttir
Dagur íslenskrar tungu er í dag 16. nóvember, fæðingardagur rómantíska skáldsins Jónasar Hallgrímssonar en hann fæddist árið 1807. Jónas lagði mikið upp úr fallegu máli og varðveislu íslenskrar tungu. Auk þess að vera rómað skáld á umbrotatíma í íslensku samfélagi, sjálfstæðisbaráttunni, var hann náttúrufræðingur og rannsakaði íslenska náttúru....

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn 15. nóvember 2023

13.11.2023
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn 15. nóvember 2023

Reykjarmóar og Reykjarmelur ný götuheiti í Varmahlíð

13.11.2023
Fréttir
Dagana 6. - 20. október sl. fór fram kosning um nafn á tveimur nýjum götum í frístundabyggð við Varmahlíð en sveitarfélagið auglýsti eftir tillögum frá íbúum um heiti á götunum samhliða auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðarinnar. Fjölmargar tillögur bárust og gafst almenningi svo tækifæri til þess að kjósa um nafn. Niðurstaða...

Leggjum okkar af mörkum við að aðstoða Grindvíkinga

11.11.2023
Fréttir
Hugur okkar í Skagafirði er hjá Grindvíkingum þessa stundina sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín án þess að vita hversu lengi ástandið muni standa yfir. Það er því mikilvægt að við tökum höndum saman og aðstoðum eftir fremsta megni. Rauði krossinn hefur sett á vefinn skráningarblað sem ætlað er þeim sem geta lánað húsnæði til þeirra...

Rithöfundakvöld á Héraðsbókasafni Skagfirðinga

10.11.2023
Fréttir
Miðvikudagskvöldið 15. nóvember nk. stendur Héraðsbókasafn Skagfirðinga fyrir rithöfundakvöldi í Héraðsbókasafni Skagfirðinga við Faxatorg. Eftirtaldir fjórir rithöfundar heimsækja Skagafjörðinn og kynna nýjustu bækur sínar fyrir gestum: Nanna Rögnvaldardóttir – Valskan Pálmi Jónasson – Að deyja frá betri heimi Skúli Sigurðsson – Maðurinn frá...