Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

3. fundur 24. mars 2015 kl. 10:00 - 13:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Sigurður Hafsteinn Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Saurbær lóð 214747 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1503026Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra þar sem óskað er umsagnar um umsókn Heiðrúnar Óskar Eymundsdóttur kt. 300985-3869 fh. Saurbæjar ehf. Kt. 590602-3883 um rekstrarleyfi fyrir gististað. Tegund gististaðar er íbúðarhús í landi Saurbæjar á lóð 214747, heimagisting í flokki I. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

2.Hólar 146440 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1502231Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra þar sem óskað er umsagnar um umsókn Bjarna Kr. Kristjánssonar kt. 031271-3399 fh. Bjórseturs Íslands-brugghús slf. Kt 530314-0810. Umsóknin er um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir Veitingastað. Tegund veitingastaðar er krá, í flokki II. Húsið er í landi Hóla í Hjaltadal, mhl 14 með matsnúmer 214-2761. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

3.Laugarból lóð 205500 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1503114Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra þar sem óskað er umsagnar um umsókn Jóhönnu Sigurðardóttur kt. 270264-7199 fh. Ferðaþjónustunar Steinsstöðum kt. 690704-4390. Umsóknin er endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir , gisti- og veitingastað á lóðinni Laugarból lóð landnúmer 205500. Ferðaþjónustuhús, gististaður í flokki II og veitingastaður í flokki I. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

4.Steinsstaðaskóli lóð 146228 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1503111Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra þar sem óskað er umsagnar um umsókn Jóhönnu Sigurðardóttur kt. 270264-7199 fh. Ferðaþjónustunar Steinsstöðum kt. 690704-4390. Umsóknin er um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Steinsstaðaskóla. Tegund, gististaður í flokki III á lóð með landnúmer 146228. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

5.Lambeyri lóð 201898 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1503112Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra þar sem óskað er umsagnar um umsókn Jóhönnu Sigurðardóttur kt. 270264-7199 fh. Ferðaþjónustunar Steinsstöðum kt. 690704-4390. Umsóknin er endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Lambeyri lóð 201898, gististað. Tegund gististaðar er frístundahús í landin Lambeyrar á lóð 201898. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

6.Ártún 3 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1502220Vakta málsnúmer

Hrund Pétursdóttir kt. 010181-5119 sækir um leyfi til þess að koma fyrir setlaug á lóðini Ártún 3 Sauðárkróki. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum og staðsetningu setlaugar. Byggingarfulltrúi samþykkir umbeðið leyfi.
Vegna setlauga á lóðum er bent á eftirfarandi:
Setlaugar á lóðum íbúðarhúsa skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær með þegar þær eru ekki í notkun. Barmur setlaugar skal vera a.m.k. 0,40 m yfir göngusvæði umhverfis hana. Brunnlok skulu vera fest og þannig frágengin að börn geti ekki opnað þau. Tryggt skal að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.

7.Birkihlíð 4 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1503044Vakta málsnúmer

Sævar Steingrímsson kt. 190460-7469 og Ingileif Oddsdóttir kt. 091264-3159, Birkihlíð 4 Sauðárkróki sækja um leyfi til að breyta útliti hússins. Breytingin fellst í að bílskúrsdyr verða breikkaðar um 0,35 m. Meðfylgjandi gögn eru uppdráttur sem sýnir fyrirhugaðar breytingar og yfirlýsing frá Atla Gunnari Anórssyni verkfræðing sem skoðað hefur burðarvirki hússins með hliðsjón af ofnagreindum breytingum. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

8.Hofsstaðir lóð 1 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1503119Vakta málsnúmer

Þórólfur Sigjónsson kt. 270165-4359 sækir fyrir hönd Selsbusta ehf. kt. 411298-2219, um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við ferðaþjónustuhús á lóð úr landi Hofsstaða (146408). Lóðin ber heitið Hofsstaðir lóð 1 og hefur landnúmer 219174.
Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir af Andrési Narfa Andréssyni arkitekt kt. 111058-6369.
Uppdrættir dagsettir 10.03.2015. Byggingaráformin eru að byggja saman gistihús A og gistihús B og byggja við austurenda gistihúss A. Byggðar verða tvær viðbyggingar hvor um sig um 55 m2 að stærð, fjögur herbergi samtals. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin.

9.Hofsstaðir lóð 1 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1503193Vakta málsnúmer

Tekið er fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra, móttekið 20. mars 2015 þar sem óskað er umsagnar um umsókn Þórólfs Sigjónssonar kt. 270165-4359, fyrir hönd Selsbusta ehf. kt. 411298-2219, um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir Sveitasetrið Hofsstöðum. Sótt er um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II og gistiheimili í flokki II. Byggingarnar eru á lóð úr landi Hofsstaða, landnúmer lóðarinnar 2019174. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

10.Aðalgata 19 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1503192Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra, móttekið 16. mars 2015 þar sem óskað er umsagnar um umsókn Árna Hafstað kt. 260767-4539 um rekstrarleyfi fyrir Microbar and bed Aðalgötu 19 Sauðárkróki. Gististaður í flokki II Gistiskáli. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

11.Baldurshagi 146694 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1503139Vakta málsnúmer

Ragnar Þór Jónsson kt 230664-4749 óskar eftir leyfi, fyrir hönd eiganda Veitingahússins Sólvíkur ( Baldurshaga) Hofsósi, að skipta um timburklæðningu á húsinu að utanverðu. Engin útlitsbreyting verður gerð á húsinu þar sem samskonar eða svipuð klæðning verður notuð. Fyrirhugað er að rífa gömlu klæðninguna af, laga fúa ef enhver er, einangra með steinull, klæða með 9 mm krossvið, loftunargrind og nýja klæðningu, Sami litur verður á húsinu og ekkert verður átt við glugga eða þak. Fyrir liggur jákvæð umsögn Minjastofnunar Íslands undirrituð af Pétri Ármannssyni sviðsstjóra. Byggingafulltrúi samþykkir byggingaráformin.

Fundi slitið - kl. 13:15.