Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

620. fundur 22. mars 2013 kl. 09:00 - 10:35 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Gísli Árnason varam.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Í upphafi var borið undir fundinn hvort fundarmenn gerðu athugsemdir varðandi boðun fundarins, lið 4. ársreikingur sveitarfélagsins, engar athugasemdir gerðar og liðurinn því tekinn á dagskrá.

1.Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatta

Málsnúmer 1301267Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Húsfélaginu Víðigrund 5, Oddfellow, þar sem óskað er eftir styrk til greiðslu fasteignaskatts. Byggðarráð samþykkir að veita styrk samkvæmt reglum sveitarfélagsins þar um.

2.Twin town meeting in Espoo, 28-31 May 2013

Málsnúmer 1301300Vakta málsnúmer

Málið var áður til kynningar á fundi byggðarráðs þann 14. febrúar sl. Lagður fram tölvupóstur um vinabæjarmót í Espoo í Finnlandi dagana 28. -31. maí 2013.

3.Heimboð

Málsnúmer 1303502Vakta málsnúmer

Borist hefur heimboð frá Golfklúbbi Sauðárkróks um að skoða nýjan golfhermir sem félagið hefur eignast.

4.Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana 2012

Málsnúmer 1303504Vakta málsnúmer

Ársreikingur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess fyrir árið 2012 lagður fram til kynningar. Byggðarráð vísar ársreikningnum til umfjöllunar og fyrri umræðu i sveitarstjórn.

5.Stækkun Þjórsárvera, fundargerð og friðlýsingarskilmálar

Málsnúmer 1303098Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Hildi Vésteinsdóttur hjá Umhverfisstofnun þar sem fram koma drög að friðlýsingarskilmálum um stækkun Þjórsárvera ásamt fundargerð vinnuhóps um stækkun friðlandsins. Málið er til kynningar.

6.Áætluð úthlutun framlaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum 2013

Málsnúmer 1211142Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar, tilkynning um endanlega úthlutun framlags frá Jöfnunarsjóði, vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2013 Framlag vegna sérþarfa fatlaðra nemenda, sbr. 4.gr. reglurgerðar nr 351/2002, nemur samtals 20.000.000,- kr sem greiðist mánaðarlega með jöfnum greiðslum, 1.666.667 kr. mánuði.

7.Steintún 146234 - Tilkynning um aðilaskipti að landi

Málsnúmer 1303448Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tilkynning frá sýslumanninum á Sauðárkróki um aðilaskipti að jörðinni Steintúni, landnúmer 146234.
Seljandi er Skagasól ehf og kaupandi er Jón Svavarsson málarameistari ehf.

8.Skálá 146583 - Tilkynning um aðilaskipti að landi

Málsnúmer 1303445Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tilkynning frá sýslumanninum á Sauðárkróki um aðilaskipti að jörðinni Skálá, landnúmer 146583.
Seljandi er Halldór S Steingrimsson og kaupandi er Magnús Pétursson.

Fundi slitið - kl. 10:35.