Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

756. fundur 08. september 2016 kl. 09:00 - 10:40 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Sigurjón Þórðarson varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Skólavegur 1 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1602323Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 3. ágúst 2016 úr máli 1604072 hjá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra. Þar er óskað umsagnar um umsókn Magnúsar Sigmundssonar, kt. 270357-5639, Birkimel 9, 560 Varmahlíð, f.h. Hestasports-Ævintýraferða ehf., kt. 500594-2769, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Skólavegi 1, 560 Varmahlíð. Fjöldi gesta að hámarki 9. Forsvarsmaður er Magnús Sigmundsson.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

2.Kjörstaðir við Alþingiskosningar 2016

Málsnúmer 1608251Vakta málsnúmer

Lagt er til að svohljóðandi tillögum verði vísað til sveitarstjórnar:

Lagt er til að kjörstaðir í Sveitarfélaginu Skagafirði vegna kosninga til Alþingis sem ráðgerðar eru 29. október 2016 verði eftirtaldir:
Skagasel, Bóknámshús FNV, Félagsheimilið Árgarður, Grunnskólinn á Hólum, Félagsheimilið Höfðaborg, Grunnskólinn á Sólgörðum, Varmahlíðarskóli og Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki.

Einnig samþykkir sveitarstjórn að fela byggðarráði að afgreiða til fullnaðar eftirtalin verkefni vegna alþingiskosninganna: að staðfesta kjörskrá og úrskurða um breytingar á kjörskrá og ráða til lykta öðrum málum sem kunna að heyra undir verksvið sveitarstjórnar í sambandi við kosningar.

Byggðarráð samþykkir tillöguna.

3.Umsókn um lóðir við Laugatún og framlag sveitarfélagsins vegna þeirra

Málsnúmer 1608039Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 10. ágúst 2016 frá Búhöldum hsf. þar sem félagið lýsir áhuga á að sækja um lóðir við Laugatún undir þrjú parhús eins og félagið hefur byggt. Óskað er eftir að vita hvert framlag sveitarfélagsins gæti hugsanlega orðið sem stofnframlag skv. lögum um almennar íbúðir.
Byggðarráð samþykkir að veita stofnframlag til Búhölda hsf. til byggingar þriggja parhúsa í formi niðurfellingar á lóða- og gatnagerðargjöldum á grundvelli laga um húsnæðismál. Einnig vill byggðarráð beina því til skipulags- og byggingarnefndar að úthluta félaginu þegar tilbúnum lóðum.

4.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2016

Málsnúmer 1609071Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 7. september 2016 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2016 sem verður haldin 22. og 23. september á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu í Reykjavík.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjórnarmönnum verði gefinn kostur á að sækja ráðstefnuna ásamt sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs.

5.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2016

Málsnúmer 1609084Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð dagsett 6. september 2016 um ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2016 þann 21. september 2016 á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu í Reykjavík.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

6.Tillaga - tímabundin niðurfelling gatnagerðargjalda 2017

Málsnúmer 1609070Vakta málsnúmer

Lögð fram svohljóðandi tillaga:
Byggðarráð samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að framlengja frá og með 1. janúar 2017 samþykkt um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á lóðum við þegar tilbúnar götur á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Ákvæðið tekur gildi eftir samþykkt þess í sveitarstjórn og varir til 31. desember 2017. Ákvæðið er ekki afturvirkt og miðað er við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka.

7.Erindi frá Júdódeild Tindastóls

Málsnúmer 1609072Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. september 2016 frá júdódeild Ungmennafélagsins Tindastóls varðandi húsnæði fyrir æfingaaðstöðu deildarinnar. Innt er eftir hvort deildin geti fengið bráðabirgðaaðstöðu í sal tónlistarskólans við Borgarflöt 1 frá nóvember n.k. til loka maí 2017.
Byggðarráð getur því miður ekki komið til móts við óskir júdódeildarinnar þar sem ákveðið hefur verið að selja fasteignina Borgarflöt 1. Byggðarráð telur mikilvægt að deildin geti haldið úti starfsemi sinni og lýsir áhyggjum sínum yfir húsnæðisvanda júdódeildarinnar.

8.Viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 1609068Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun 2016. Samantekinn er viðaukinn hækkun á rekstrarafgangi A og B hluta að fjárhæð 21.144.000 kr.
Helstu ástæður viðaukans eru launabreytingar vegna starfsmats og kjarasamningshækkana sem orðið hafa á árinu, tekju- og gjaldabreytingar vegna þess að sveitarfélagið er leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra árið 2016 og þá með fulla ábyrgð á verkefninu, hækkun útsvarstekna, hagnaður vegna sölu fasteigna og fasteignakaup og hækkun eignatekna. Nettó breyting A-hluta er hækkun útgjalda um 29.591.000 kr. og samsvarandi breyting í B-hluta er hækkun rekstrarafgangs um 50.735.000 kr.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun 2016.

9.Rekstrarupplýsingar 2016

Málsnúmer 1605192Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins og stofnana fyrir tímabilið janúar til og með júlí 2016.

10.Fundagerðir 2016 - SSNV

Málsnúmer 1601003Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNV frá 9. ágúst 2016.

Fundi slitið - kl. 10:40.