Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

842. fundur 23. október 2018 kl. 11:30 - 12:31 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir varam.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Afskriftarbeiðni

Málsnúmer 1805046Vakta málsnúmer

Lögð fram afskriftarbeiðni frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra dagsett 18. október 2018 varðandi afskrift á fyrndum þing- og sveitarsjóðsgjöldum að höfuðstólsfjárhæð 598.821 kr. Samtals með dráttarvöxtum 1.100.283 kr.
Byggðarráð samþykkir að afskrifa framangreindar kröfur.

2.Reglur um viðveruskráningar endurskoðun

Málsnúmer 1810013Vakta málsnúmer

Lagðar fram endurskoðaðar reglur um viðveruskráningu starfsmanna sveitarfélagsins í viðverukerfið VinnuStund. Lúta helstu breytingar að lokadagsetningu á skilum á gögnum og staðfestingu þeirra.
Byggðarráð samþykkir framangreindar reglur um viðveruskráningu starfsmanna sveitarfélagsins.
Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún leggur áherslu á að skráning á vinnuframlagi kennara verði sérstaklega skoðað í sambandi við viðveruskráningu hvað vinnu eftir viðveru varðar.

3.Húsnæðisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Málsnúmer 1708186Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að húsnæðisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir tímabilið 2018-2026 sem unnin var í samstarfi við VSÓ ráðgjöf.
Byggðarráð samþykkir framlagða húsnæðisáætlun fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð tímabilið 2018-2026 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Tillaga - tímabundin lækkun og niðurfelling gatnagerðargjalda 2019

Málsnúmer 1810104Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að framlengja frá og með 1. janúar 2019 samþykkt um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á lóðum við þegar tilbúnar götur á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð. Jafnframt beinir byggðarráð því til sveitarstjórnar að veita 50% afslátt af gatnagerðargjöldum af nýjum götum sem verða tilbúnar til úthlutunar á árunum 2018 og 2019.
Ákvæðið vari til 31. desember 2019. Ákvæðið verður ekki afturvirkt og miðað er við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka.

5.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 - 2023 , 172. mál.

Málsnúmer 1810068Vakta málsnúmer

Lagður fram til tölvupóstur dagsettur 12. október 2018 frá nefndasviði Alþingis þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 - 2023 , 172. mál.
Lögð fram drög að umsögn byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda inn umrædd drög að umsögn um tillöguna um samgönguáætlunina.

Fundi slitið - kl. 12:31.