Fara í efni

Húsnæðisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Málsnúmer 1708186

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 842. fundur - 23.10.2018

Lögð fram drög að húsnæðisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir tímabilið 2018-2026 sem unnin var í samstarfi við VSÓ ráðgjöf.
Byggðarráð samþykkir framlagða húsnæðisáætlun fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð tímabilið 2018-2026 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 375. fundur - 14.11.2018

Vísað frá 842. fundi byggðarráðs til afgreiðslu sveitarstjórnar,þannig bókað:
"Lögð fram drög að húsnæðisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir tímabilið 2018-2026 sem unnin var í samstarfi við VSÓ ráðgjöf.
Byggðarráð samþykkir framlagða húsnæðisáætlun fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð tímabilið 2018-2026 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Ólafur Bjarni Haraldsson tók til máls.

Gísli Sigurðsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Húsnæðisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar er unnin af VSÓ verkfræðistofu og hefur þegar verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum í byggðarráði Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Forsendur áætlunarinnar eru opinber gögn, s.s. gögn Hagstofu Íslands um íbúaþróun í Skagafirði, mannfjöldaspár, spár um mannfjölda eftir landsvæðum, aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2015-2019 o.fl. Áætlunin er því byggð á forsendum opinberra gagna en ekki mati einstakra sveitarstjórnarmanna á þróun húsnæðismála í Sveitarfélaginu Skagafirði.

Rétt er þó að halda því til haga að sveitarstjórnarmenn eru eflaust allir sammála um að húsnæðisþörfin í dag er mikil í sveitarfélaginu og sú staða að sveitarfélagið hefur leitast við að ýta undir nýbyggingar með því að fella niður gatnagerðargjöld af lóðum við tilbúnar götur á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð styður það.

Ólafur Bjarni Haraldsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Áætlunin er á margann hátt vel unnin. Rétt er þó að benda á að að mínu mati þá er orðalag í samantekt þar segir „Umsvif á fasteigna- og vinnumarkaði benda til að einblína ætti á Sauðárkrók sem vettvang uppbyggingar og stefnumótunar í húsnæðismálum“ ekki rétt, þar sem þéttbýliskjarnarnir Varmahlíð, Hofsós og Sauðárkrókur eru á sama vinnumarkaðssvæði að ég tel.

Húsnæðisáætlun fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð tímabilið 2018-2026 borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.