Fara í efni

Flutningur leikskóla í grunnskólann

Málsnúmer 1112269

Vakta málsnúmer

Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 10. fundur - 20.12.2011

Skólastjórar Birkilundar og Varmahlíðarskóla kynntu hugmyndir sínar um flutning leikskólans í grunnskólann. Markmið flutningsins er annars vegar að auka nýtingu grunnskólahúsnæðisins, samnýtingu tækja, tóla og mannauðs og jafnframt að auka faglega samfellu í námi barna í leik- og grunnskóla. Samstarfsnefnd felur skólastjórum, fræðslustjóra og forstöðumanni eignasjóðsað að vinna áfram að hönnun húsnæðisins og framkvæmd málsins í samráði við samstarfsnefnd og fræðslunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 286. fundur - 25.01.2012

Fundargerð 10. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 286. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 11. fundur - 02.02.2012

Farið yfir stöðu mála varðandi skoðun á sameiningu leik-og grunnskóla.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 287. fundur - 07.03.2012

Fundargerð 11. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 287. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 13. fundur - 14.03.2012

Kynntar voru hugmyndir að þeim breytingum sem gera þarf á skólahúsnæði grunnskólans svo koma megi leikskólanum þar fyrir. Samstarfsnefnd felur starfsmönnum að vinna áfram með málið.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 77. fundur - 14.03.2012

Guðmundur Þór Guðmundsson, kynnti hugmyndir að þeim breytingum sem gera þarf á Varmahlíðarskóla til þess að koma megi leikskólanum þar fyrir. Fram kom að samstarfsnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps hefur fjallað um málið og falið starfsmönum að vinna áfram að málinu. Fræðslunefnd fagnar fram komnum hugmyndum og tekur undir bókun samstarfsnefndar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 288. fundur - 28.03.2012

Afgreiðsla 77. fundar fræðslunefndar staðfest á 288. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 288. fundur - 28.03.2012

Fundargerð 13. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 288. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 14. fundur - 07.05.2012

Kynntar voru teikningar að breytingum á skólahúsnæði grunnskólans sem gera ráð fyrir því að leikskólinn Birkilundur flytjist í grunnskólann. Samstarfsnefnd samþykkir þær tillögur sem liggja fyrir um breytingar á grunnskólahúsnæðinu sem og áfangaskiptingu framkvæmdanna. Næsta skref er að kostnaðarreikna breytingarnar. Endanleg ákvörðun þarf að liggja fyrir í þessum mánuði svo nýta megi sumarið til framkvæmda við 1. áfanga sem lúta aðallega að breytingum á nemendainngangi og fatahengi grunnskólans.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 290. fundur - 23.05.2012

Fundargerð 14. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 290. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 15. fundur - 21.06.2012

Farið yfir kostnaðaráætlun vegna fyrirhugaðra breytinga, einnig skoðaðar tillögur starfshóps skólans varðandi breytingar á innra skipulagi Varmahlíðarskóla. Samþykkt að fá nánari útlistun á fyrirhugaðri lóð leikskólans við Varmahlíðarskóla og á því hagræði sem hlýst við að færa leikskólann. Samþykkt að setja tvo nýja glugga á vesturálmu, suður-og vesturhlið á þriðju hæð.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 291. fundur - 27.06.2012

Afgreiðsla 15. fundar samstarfsnefndar með Akrehreppi staðfest á 291. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.