Fara í efni

Reglur um húsnæðismál

Málsnúmer 1202136

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 183. fundur - 28.02.2012

Félags og tómstundanefnd samþykkir framlögð drög að reglum um húsnæðismál fyrir sveitarfélagið. Nefndin beinir því til byggðaráðs að skoðað verði að setja hámark á almenna leigu samanber grein 4.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 287. fundur - 07.03.2012

Afgreiðsla 183. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 287. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 585. fundur - 08.03.2012

Lögð fram drög að reglum um húsnæðismál, ásamt bókun 183. fundar félags- og tómstundanefndar. Gunnar M. Sandholt félagsmálastjóri kom á fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti drögin að reglunum.

Byggðarráð samþykkir að fela félagsmálastjóra að gera þær breytingar á drögunum sem ræddar voru á fundinum og leggja uppfærð drög að reglum um húsnæðismál fyrir næsta fund byggðarráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 586. fundur - 15.03.2012

Málið áður á 585. fundi byggðarráðs. Lögð fram drög að reglum um húsnæðismál.

Byggðarráð samþykkir framlögð drög.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 288. fundur - 28.03.2012

Afgreiðsla 585. fundar byggðaráðs staðfest á 288. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 288. fundur - 28.03.2012

Afgreiðsla 586. fundar byggðaráðs staðfest á 288. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 105. fundur - 25.04.2012

Kynnt svohljóðandi tillaga að viðauka við 4. grein reglna um húsnæðismál í Sveitarfélaginu Skagafirði. "Sveitarstjóra er heimilt að lækka leiguverð fasteignar með tilliti til ástands hennar að undangenginni úttekt og umsögn eignasjóðs."

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 590. fundur - 26.04.2012

Lögð fram tillaga að breytingu á 4. grein reglna um húsnæðismál í Sveitarfélaginu Skagafirði, þannig að niðurlag greinarinnar hljóði svo:

Sveitarstjóra er heimilt að lækka leiguverð fasteignar með tilliti til ástands hennar og staðsetningar, að undangenginni úttekt og umsögn eignasjóðs.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 289. fundur - 02.05.2012

Tillaga að breytingu á 4. grein reglna um húsnæðismál í Sveitarfélaginu Skagafirði, þannig að niðurlag greinarinnar hljóði svo:

"Sveitarstjóra er heimilt að lækka leiguverð fasteignar með tilliti til ástands hennar og staðsetningar, að undangenginni úttekt og umsögn eignasjóðs."

Tillagan sem samþykkt var á 590. fundi byggðaráðs þann 25. apríl sl. borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum á 289. fundi sveitarstjórnar.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 185. fundur - 11.05.2012

Félagsmálastjóri fer yfir framkvæmd nýrra reglna og kynnir bréf sem leigjendum hafa verið send. Jafnframt dæmi um hvernig reglurnar virka í einstökum tilvikum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 290. fundur - 23.05.2012

Afgreiðsla 185. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 290. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.