Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

375. fundur 14. nóvember 2018 kl. 16:15 - 18:16 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson 2. varam.
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir aðalm.
  • Laufey Kristín Skúladóttir aðalm.
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Regína Valdimarsdóttir forseti
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 842

Málsnúmer 1810023FVakta málsnúmer

Fundargerð 842. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 375. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • 1.1 1805046 Afskriftarbeiðni
    Byggðarráð Skagafjarðar - 842 Lögð fram afskriftarbeiðni frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra dagsett 18. október 2018 varðandi afskrift á fyrndum þing- og sveitarsjóðsgjöldum að höfuðstólsfjárhæð 598.821 kr. Samtals með dráttarvöxtum 1.100.283 kr.
    Byggðarráð samþykkir að afskrifa framangreindar kröfur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 842. fundar byggðarráðs staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 842 Lagðar fram endurskoðaðar reglur um viðveruskráningu starfsmanna sveitarfélagsins í viðverukerfið VinnuStund. Lúta helstu breytingar að lokadagsetningu á skilum á gögnum og staðfestingu þeirra.
    Byggðarráð samþykkir framangreindar reglur um viðveruskráningu starfsmanna sveitarfélagsins.
    Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún leggur áherslu á að skráning á vinnuframlagi kennara verði sérstaklega skoðað í sambandi við viðveruskráningu hvað vinnu eftir viðveru varðar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 9 "Reglur um viðveruskráningar endurskoðun". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 842 Lögð fram drög að húsnæðisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir tímabilið 2018-2026 sem unnin var í samstarfi við VSÓ ráðgjöf.
    Byggðarráð samþykkir framlagða húsnæðisáætlun fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð tímabilið 2018-2026 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 10 "Húsnæðisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 842 Byggðarráð samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að framlengja frá og með 1. janúar 2019 samþykkt um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á lóðum við þegar tilbúnar götur á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð. Jafnframt beinir byggðarráð því til sveitarstjórnar að veita 50% afslátt af gatnagerðargjöldum af nýjum götum sem verða tilbúnar til úthlutunar á árunum 2018 og 2019.
    Ákvæðið vari til 31. desember 2019. Ákvæðið verður ekki afturvirkt og miðað er við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 11 "Tillaga - tímabundin lækkun og niðurfelling gatnagerðargjalda 2019". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 842 Lagður fram til tölvupóstur dagsettur 12. október 2018 frá nefndasviði Alþingis þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 - 2023 , 172. mál.
    Lögð fram drög að umsögn byggðarráðs.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda inn umrædd drög að umsögn um tillöguna um samgönguáætlunina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 842. fundar byggðarráðs staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 843

Málsnúmer 1810028FVakta málsnúmer

Fundargerð 843. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 375. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Jóhanna Ey Harðardóttir, Bjarni Jónsson, Ólafur Bjarni Haraldsson, Gísli Sigurðsson, Álfhildur Leifsdóttir, Gísli Sigurðsson, Jóhanna Ey Harðardóttir, Bjarni Jónsson, Ólafur Bjarni Harðarson og Gísli Sigurðsson, kvöddu sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 843 Rætt um starfsemi Arion-banka og nýtingu hraðbanka á Hofsósi. Byggðarráð harmar þá ákvörðun Arion-banka að fjarlægja hraðbanka frá Hofsósi enda gegnir hann mikilvægu hlutverki fyrir íbúa og gesti svæðisins, ekki síst eldra fólk, og er eini hraðbankinn í austanverðum í Skagafirði. Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með forsvarsmönnum bankans til að ræða starfsemi Arion-banka í Skagafirði. Bókun fundar Jóhanna Ey Harðardóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
    Við fögnum því að hraðbankinn fái áfram að vera á Hofsósi. Okkur finnst einnig mikilvægt að fyrirtæki eins og Arion banki opni augun fyrir því að ekki þurfi að skera niður á landsbyggðinni vegna breytinga í þjónustu við viðskiptavini. Hér í Skagafirði erum við með góða nettengingu ( ljósleiðara ) og einnig teljum við okkur fjölskylduvænt samfélag með mikinn mannauð sem býr yfir þekkingu og reynslu á þessu sviði. Þess vegna teljum við það ekki heppilegt að fækka störfum hér í útibúi Arion banka.

    Gísli Sigurðsson lagði til að bókun byggðalistans verði gerð að bókun sveitarstjórnar einnig. Samþykkt samhljóða,.

    Afgreiðsla 843. fundar byggðarráðs staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 843 Tekið fyrir erindi frá Guðmundi Hjálmarssyni landeiganda Ánastaða í Skagafirði þar sem hann óskar eftir samþykki Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem leigutaka jarðarinnar Írafells, fyrir frummati smávirkjunar í Svartá.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir fyrir sitt leyti að frummatið fari fram enda felist engar framkvæmdir eða fjárhagslegar skuldbindingar í því samþykki.
    Bókun fundar Afgreiðsla 843. fundar byggðarráðs staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 843 Tekið fyrir erindi frá Högna Elfari Gylfasyni Korná og Indriða Stefánssyni Gilhaga í Skagafirði, þar sem þeir óska eftir samþykki Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem leigutaka jarðarinnar Írafells, fyrir frummati smávirkjunar í annars vegar Korná og hins vegar Gljúfurá.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir fyrir sitt leyti að frummatið fari fram enda felist engar framkvæmdir eða fjárhagslegar skuldbindingar í því samþykki.
    Bókun fundar Afgreiðsla 843. fundar byggðarráðs staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 843 Tekið fyrir erindi frá Þorsteini Valssyni þar sem hann óskar eftir samþykki Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem eins af eigendum jarðarinnar Skarðsár, fyrir frummati smávirkjunar í Skarðsá.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir fyrir sitt leyti að frummatið fari fram enda felist engar framkvæmdir eða fjárhagslegar skuldbindingar í því samþykki.
    Bókun fundar Afgreiðsla 843. fundar byggðarráðs staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 843 Tekin fyrir svohljóðandi tillaga:
    Byggðaráð sem jafnframt er stjórn eignasjóðs, samþykkir að fara ásamt starfsmönnum eignasjóðs í kynnisferð um sveitarfélagið til að kynna sér ástand og viðhaldsþörf húseigna og aðstöðu stofnanna sveitarfélagsins. Verði það gert sem liður í undirbúningi fjárhagsáætlunar og mati og ákvarðanatöku um viðhaldsþörf og endurbætur á húseignum og aðstöðu stofnanna sveitarfélagsins.
    Bjarni Jónsson, VG og óháð

    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra veitu- og framkvæmdarsviðs að koma með tillögu að nánari útfærslu á slíkri ferð ásamt tímasetningu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 843. fundar byggðarráðs staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 843 Tekin fyrir svohljóðandi tillaga vegna upplýsingamiðstöðva í Skagafirði:
    Lagt er til að auglýst verði eftir rekstraraðilum að upplýsingamiðstöðvum um allan Skagafjörð með það að markmiði að ná fram hagræðingu og aukinni þjónustu við upplýsingagjöf til ferðamanna. Mikilvægt er að sveitarfélagið geti með sem markvissasta og hagkvæmasta hætti veitt ferðamönnum þjónustu og stuðlað að fjölgun þeirra í héraði.
    Bjarni Jónsson, VG og óháð

    Meirihluti byggðarráðs óskar bókað:
    Meirihluti byggðarráðs er sammála um að núverandi fyrirkomulag á upplýsingamiðstöðvum í sveitarfélaginu hafi reynst vel þar sem Alþýðulist hefur sinnt hlutverkinu í Varmahlíð og sveitarfélagið sjálf sinnti þessu á Sauðárkróki í fjölda ára en Puffin and friends síðustu tvö ár. Meirihluti byggðarráðs leggst því gegn þeirri tillögu að bjóða rekstur upplýsingamiðstöðva út að svo stöddu.

    Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað:
    Í ljósi þeirra samninga sem gerðir hafa verið við einkaaðila um rekstur upplýsingamiðstöðva að undanförnum árum er synd að þessari tillögu sé hafnað. Að auglýst sé eftir rekstraraðilum stuðlar bæði að hagkvæmni í rekstri sem og betri verkferlum og gegnsæi í starfsemi sveitarfélagsins hvað þetta varðar.

    Sveinn Finster Úlfarsson áheyrnarfulltrúi Byggðalistans óskar bókað:
    Tillaga þessi að bjóða út upplýsingamiðstöðvar er ekki best fyrir sveitarfélagið. Þetta er best gert með samningum eins og gert hefur verið í Varmahlíð við Alþýðulist og við Puffin and friends á Sauðárkróki.
    Bókun fundar Bjarni Jónsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
    Það að auglýsa eftir áhugasömum aðilum sem vilja hafa með höndum rekstur upplýsingamiðstöðva fyrir sveitarfélagið í Skagafirði, felur ekki endilega í sér útboð, heldur er áhugasömum og hæfum aðilum gefið tækifæri til að leggja fram hugmyndir sínar um framkvæmd og rekstrarforsendur. Sveitarfélagið getur svo samið við þá aðila sem hagfelldast er hverju sinni með tilliti til þess hvernig þjónustu það vill veita og kosta til hennar. Því veldur afgreiðsla tillögunnar vonbrigðum. Ástæða er til að lýsa ánægju með hversu vel Alþýðulist hefur sinnt hlutverkinu í Varmahlíð og Puffin and friends síðustu tvö ár á Sauðárkróki.
    Bjarn Jónsson, VG og óháðum

    Bjarni Jónsson lagði einnig fram eftirfarandi tilllögu:
    Í ljósi þess að núverandi fyrirkomulag á upplýsingamiðstöðvum fyrir ferðamenn í sveitarfélaginu hefur reynst vel, þar sem Alþýðulist hefur sinnt hlutverkinu í Varmahlíð og Puffin and friends síðustu tvö ár á Sauðárkróki, samþykkir Sveitarstjórn Skagafjarðar að gengið verði til samninga við Alþýðulist um rekstur upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn í Varmahlíð og við Puffin and friends um upplýsingagjöf til ferðamanna á Sauðárkróki, á árinu 2019.
    Bjarni Jónsson
    Álfhildur Leifsdóttir
    VG og óháðum

    Gísli Sigurðsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
    Meirihluti Sveitarstjórnar Skagafjarðar er þeirrar skoðunar að þar sem Sveitarfélagið Skagafjörður stendur ekki sjálft að rekstri upplýsingamiðstöðva þá sé ekki sjálfgefið að rekstur slíkrar starfsemi verði boðinn út. Meirihluti sveitarstjórnar vill að inn í forsendur mögulegra samninga við aðra aðila verðir m.a. tekin inn sjónarmið um möguleg samlegðaráhrif, framlög frá Ferðamálastofu inn í landshlutamiðstöð um upplýsingamiðstöð ferðamanna á Norðurlandi vestra o.fl. Þegar slíkar forsendur liggja fyrir er hægt að taka afstöðu til mögulegra samninga við einstaka aðila.

    Tillagan VG og óháðra, borin upp til afgreiðslu og felld með fimm atkvæðum gegn tveimur. Ólafur Bjarni Haraldsson og Jóhanna Ey Harðardóttir óska bókað að þau sitji hjá.

    Ólafur Bjarni Haraldsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun. Byggðalistinn situr hjá við afgreiðslu málsins þar sem forsendur samninga hafa ekki verið kynnt okkur, og getum því ekki tekið upplýsta ákvörðun að svo stöddu.

    Bjarni Jónsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
    Við lýsum vonbrigðum með afgreiðslu tillögunnar í ljósi góðra undirtekta við efni hennar.
    Bjarni Jónsson
    Álfhildur Leifsdóttir
    VG og óháðum

    Gísli Sigurðsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
    Meirihluti Sveitarstjórnar er sammála um að núverandi fyrirkomulag á upplýsingamiðstöðvum í sveitarfélaginu hafi reynst vel þar sem Alþýðulist hefur sinnt hlutverkinu í Varmahlíð og sveitarfélagið sjálf sinnti þessu á Sauðárkróki í fjölda ára en Puffin and friends síðustu tvö ár og hafa staðið sig vel.


    Afgreiðsla 843. fundar byggðarráðs staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með sjö atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 843 Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands þar sem tilkynnt er um ágóðahlutagreiðslu til Sveitarfélagsins Skagafjarðar á árinu 2018 að upphæð kr. 1.678.000,- Bókun fundar Afgreiðsla 843. fundar byggðarráðs staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 843 Lögð fram ósk frá Ungmenna- og íþróttafélaginu Smára þar sem óskað er eftir styrk til kaupa á búnaði í íþróttahúsið í Varmahlíð.
    Byggðarráð þakkar fyrir erindið og beinir því til frístundastjóra að skoða búnað í íþróttahúsinu í Varmahlíð sem í kjölfarið yrði til grundvallar ákvörðunar hjá samstarfsnefnd sveitarfélaganna tveggja í Skagafirði um endurnýjun búnaðar þar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 843. fundar byggðarráðs staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 843 Lagt fram til kynningar frumvarp frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, til laga um skráningu og mat fasteigna. Bókun fundar Afgreiðsla 843. fundar byggðarráðs staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.

3.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 60

Málsnúmer 1810025FVakta málsnúmer

Fundargerð 60. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 375. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Ólafur Bjarni Haraldsson, Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri, Bjarni Jónsson, Einar E Einarsson og Ólafur Bjarni Haraldsson og Sigfús Ingi Sigfússon kvöddu sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 60 Berglind Þorsteinsdóttir safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga kom á fundinn.
    Farið var yfir hugmyndir og framtíðarsýn safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með sjö atkvæðum.
    Sveitarstjórnarfulltrúar VG og óháðra taka ekki þátt í afgreiðslu fundargerðarinnar vegna málatilbúnaðar við boðun fundarins.
    Bjarni Jónsson
    Álfhildur Leifsdóttir
    VG og óháðum

  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 60 Lagt fram bréf, dagsett 17. október 2018, frá Safnaráði varðandi eftirlitsferðar vegna nýs varðveislurýmis Byggðasafns Skagfirðinga. Berglind Þorsteinsdóttir safnstjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd harmar það að til standi að starfrækja bifreiðaþjónustu við hliðina á bráðabirgða varðveislurými Byggðasafns Skagfirðinga sem setur varðveislumál í uppnám.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd hyggst skoða málið til hlítar og leita lausna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með sjö atkvæðum.

    Ólafur Bjarni Haraldsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
    Sveitarstjórnarfulltrúi byggðalistans óskar þess að fá send öll gögn málsins, þ.m.t. úttektir fagaðila á þeim rýmum sem buðust til leigu, kostnaðarmat á því að gera þau hæf til varðveislu munanna, skýrslu fagaðila um nýbygginguna, kaupsamning rýmanna, sem og önnur gögn sem kunna að vera til.

    Sveitarstjórnarfulltrúar VG og óháðra taka ekki þátt í afgreiðslu fundargerðarinnar vegna málatilbúnaðar við boðun fundarins.
    Bjarni Jónsson
    Álfhildur Leifsdóttir
    VG og óháðum
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 60 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að gjaldskráin verði óbreytt frá árinu 2018. Aðgangseyrir fyrir fullorðna er 1.700 kr. og 1.500 kr. fyrir hópa, öryrkja, eldri borgara og námsmenn. Berglind Þorsteinsdóttir sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með sjö atkvæðum.
    Sveitarstjórnarfulltrúar VG og óháðra taka ekki þátt í afgreiðslu fundargerðarinnar vegna málatilbúnaðar við boðun fundarins.
    Bjarni Jónsson
    Álfhildur Leifsdóttir
    VG og óháðum
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 60 Viggó Jónsson fulltrúi Skagafjarðarhraðlestarinnar kom á fundinn til viðræðu um framkvæmd Lummudaga.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að hrinda af stað könnun í héraðinu um áhuga og viðhorf til Lummudaga og beðið er um hugmyndir frá íbúum um umgjörð og viðburði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með sjö atkvæðum.
    Sveitarstjórnarfulltrúar VG og óháðra taka ekki þátt í afgreiðslu fundargerðarinnar vegna málatilbúnaðar við boðun fundarins.
    Bjarni Jónsson
    Álfhildur Leifsdóttir
    VG og óháðum
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 60 Lagt fram bréf, dagsett 2.október 2018, frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu varðandi auglýsingu umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum sínum að sækja um byggðakvóta vegna byggðarlaga innan marka sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með sjö atkvæðum.
    Sveitarstjórnarfulltrúar VG og óháðra taka ekki þátt í afgreiðslu fundargerðarinnar vegna málatilbúnaðar við boðun fundarins.
    Bjarni Jónsson
    Álfhildur Leifsdóttir
    VG og óháðum
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 60 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að tilnefna Gunnstein Björnsson og Ragnheiði Halldórsdóttur í samstarfshóp með Félagi ferðaþjónustunnar í Skagafirði. Hópnum er meðal annars ætlað að fylgja eftir aðgerðum til eflingar ferðaþjónustu í Skagafirði sem fram komu í skýrslu um stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði 2016-2020. Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með sjö atkvæðum.
    Sveitarstjórnarfulltrúar VG og óháðra taka ekki þátt í afgreiðslu fundargerðarinnar vegna málatilbúnaðar við boðun fundarins.
    Bjarni Jónsson
    Álfhildur Leifsdóttir
    VG og óháðum
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 60 Lögð fram tillaga frá Ragnheiði Halldórsdóttur um að beina því til SSNV að sett verði af stað vinna þar sem að Skagafjörður verði kortlagður með bæði fjölsótta og framtíðar ferðamannastaði í huga. Með það að markmiði að upplýsa, hvetja og aðstoða landeigendur/einkaaðila til að sækja um styrki frá sjóðum á borð við Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir tillöguna og er sammála um mikilvægi þess að landeigendur og einkaaðilar séu upplýstir um þá styrki sem í boði eru frá sjóðum á borð við Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Með þessu er verið að ýta undir uppbyggingu ferðaþjónustu í Skagafirði og styrkja innviði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með sjö atkvæðum.
    Sveitarstjórnarfulltrúar VG og óháðra taka ekki þátt í afgreiðslu fundargerðarinnar vegna málatilbúnaðar við boðun fundarins.
    Bjarni Jónsson
    Álfhildur Leifsdóttir
    VG og óháðum
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 60 Fjárhagsrammi 2019 fyrir málaflokk 05 - menningarmál kynntur. Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með sjö atkvæðum.
    Sveitarstjórnarfulltrúar VG og óháðra taka ekki þátt í afgreiðslu fundargerðarinnar vegna málatilbúnaðar við boðun fundarins.
    Bjarni Jónsson
    Álfhildur Leifsdóttir
    VG og óháðum

4.Félags- og tómstundanefnd - 260

Málsnúmer 1810027FVakta málsnúmer

Fundargerð 260. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 375. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 260 Rótarýklúbbur Sauðárkróks óskar eftir að fá afnot af íþróttahúsinu á Sauðárkróki endurgjaldslaust þann 1. desember n.k. vegna jólahlaðborðs Rótarýklúbbsins sem þar hefur verið haldið undanfarin ár. Nefndin samþykkir að fella niður leigu á íþróttahúsinu vegna þessa. Bókun fundar Afgreiðsla 260. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 260 Körfuknattleiksdeild Tindastóls óskar eftir að fá afnot af íþróttahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 3. nóvember, vegna leiksýningar sem haldin er til fjáröflunar fyrir deildina. Nefndin samþykkir að fella niður leigu á íþróttahúsinu vegna þessa. Bókun fundar Afgreiðsla 260. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 260 Farið var yfir mismunandi útfærslur á opnunartíma sundlauga sveitarfélagsins árið 2019. Nefndarmenn vilja skoða þessar útfærslur betur og afgreiða málið á næsta fundi. Bókun fundar Afgreiðsla 260. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 260 Þann 20. nóvember næstkomandi eru 20 ár síðan Dagdvöl aldraðra hóf starfsemi sína. Ráðgert er að halda upp á þessi tímamót fimmtdaginn 22. nóvember og föstudaginn 23. nóvember. Almenningi gæfist þá kostur að fylgjast með og kynnast starfsemi Dagdvalar, föndurstofa yrði opin og þjónustuþegar verða við vinnu sína.

    Bókun fundar Afgreiðsla 260. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 260 Farið var yfir fund sem haldin var á Ketilási fimmtudaginn 25. október s.l. með íbúa- og átthagafélagi Fljóta og starfsmönnum sveitarfélagsins. Tilgangur fundarins var að kynna eldri borgurum svæðisins lögbundnar skyldur sveitarfélagsins. Sveitarfélaginu er skylt skv. lögum að tryggja öldruðum aðgang að félags- og tómstundastarfi og eru eldri borgarar í Fljótum hvattir til þess að skoða hvort það sé áhugi fyrir því að koma upp félagsstarfi í Fljótum. Sviðstjóra og félagsmálastjóra er falið að fylgja eftir umræðum fundarins í Fljótum.

    Bókun fundar Afgreiðsla 260. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 260 Fjárhagsáætlun fyrir málaflokkana 02 og 06 var kynnt og farið yfir rekstur stofnana. Félags- og tómstundanefnd felur sviðsstjóra og starfsmönnum fjölskyldusviðs að vinna áfram að áætluninni og leggja fyrir næsta fund. Bókun fundar Afgreiðsla 260. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 260 Þrjú mál lögð fyrir fundinn. Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 260. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.

5.Fræðslunefnd - 136

Málsnúmer 1810024FVakta málsnúmer

Fundargerð 136. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 375. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Laufey Kristín Skúladóttir kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson, Laufey Kristín Skúladóttir og Álfhildur Leifsdóttir kvöddu sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 136 Tillaga að breyttu fyrirkomulagi starfsmannafunda í leikskólum Skagafjarðar kynnt. Tillagan gengur út á að fundað verði að vinnutíma loknum. Starfsmenn geta tekið fundartíma út í fríi, tíma á móti tíma, ásamt því að greitt verður yfirvinnuálag vegna þeirra. Áætlaður kostnaðarauki vegna þessa eru rúmar þrjár milljónir króna. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna og óskar eftir að tekið verði tillit til þessa í fjárhagsáætlun leikskólanna fyrir næsta ár. Tillagan kemur til framkvæmda 1.jan. 2019 og verða skóladagatöl uppfærð í samræmi við samþykkt þessa. Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
    VG og óháð vilja árétta að til skammst tíma hefur fyrirkomulagið verið með þessum hætti í leikskólum Austan vatna sem og hjá leikskólanum í Varmahlíð.
    Mikilvægt er að þetta sé gert með þessum sama hætti í öllu sveitarfélaginu og í góðu samkomulagi við starfsmenn leikskólanna og foreldra/forráðamanna leikskólabarna.
    Við fögnum að samstaða sé um það.

    Afgreiðsla 136. fundar fræðslunefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 136 Rætt um sumarlokanir leikskólanna. Fræðslunefnd samþykkir að fresta ákvörðun um fyrirkomulag sumarleyfa leikskólanna til næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 136. fundar fræðslunefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 136 Fræðslunefnd leggur áherslu á jafnan rétt kvenna og karla skv. lögum nr. 19/2008 um kynjasamþættingu á öllum sviðum sveitafélagsins. Mikilvægt er að nálgast jafnrétti sem réttlætismál sem og mikilvægt hagsmunamál fyrir samfélagið í heild. Það er mikilvægt að karlar og konur fái sömu tækifæri til starfa fyrir sveitafélagið sem tengjast fræðslumálum. Staða kynjanna verður að vera jöfn hvað varðar kjör, vinnutíma, samþættingu atvinnu og einkalífs sem og í viðbragðsáætlun gegn áreiti, ofbeldi og einelti. Jafnrétti á að ríkja í þjónustu við íbúa, nemendur og starfsfólk í leik- og grunnskólum héraðsins. Fræðslunefnd leggur líka áherslu á að aðstaða, umhverfi og framboð náms, frístundastarfs og íþrótta fyrir alla, óháð kyni, sé jafnt og hvetur alla þá sem koma að starfi með börnum og unglingum til að vinna markvisst að jöfnum tækifærum kynjanna. Fræðslunefnd hvetur aðrar nefndir sveitarfélagsins, stjórnendur og samfélagið allt til að taka meðvitaða afstöðu gegn mismunun og með jafnrétti í öllum sínum störfum. Bókun fundar Afgreiðsla 136. fundar fræðslunefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 136 Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2019 var kynnt og farið yfir rekstur stofnana. Fræðslunefnd mun afgreiða fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti á næsta fundi. Bókun fundar Afgreiðsla 136. fundar fræðslunefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.

6.Landbúnaðarnefnd - 201

Málsnúmer 1810010FVakta málsnúmer

Fundargerð 201. fundar landbúnaðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 375. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðarnefnd - 201 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. ágúst 2018 frá Stefaníu Fjólu Finnbogadóttur og Guðmundi Magnússyni varðandi upprekstur á Hofsafrétt.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að svara erindinu í samræmi við það sem rætt var á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 201 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. september 2018 frá Hilmari Símonarsyni þar sem hann segir upp leigusamningi um spildu númer 20 á Hofsósi fyrir hönd dánarbús Símonar Inga Gestssonar.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að uppsögn samningsins gildi frá og með 1. október 2018. Jafnframt samþykkir landbúnaðarnefnd að landið verði auglýst til útleigu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 201 Lagt fram bréf frá Sigfúsi Inga Sigfússyni sveitarstjóra, dagsett 24. september 2018 varðandi endurskoðun á jafnréttisáætlun sveitarfélagsins. Óskað er eftir að fastanefndir sveitarfélagsins taki jafnréttisáætlunina til umfjöllunar og komi ábendingum og athugasemdum á framfæri við félags- og tómstundanefnd (jafnréttisnefnd) eigi síðar en 1. nóvember 2018.
    Landbúnaðarnefnd fagnar endurskoðun jafnréttisáætlunarinnar sem er mikilvægt verkfæri í stjórnsýslu sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 201 Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Guðbjörgu Særúnu Björnsdóttur, kt. 110765-5849, dagsett 12. október 2018. Sótt er um leyfi fyrir 10 kindur.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að veita leyfi fyrir 10 kindum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 201 Lagðar fram upplýsingar um ramma fjárhagsáætlunar 2019 fyrir landbúnaðarmál undir málaflokki 13 og vegna minka- og refaeyðingu undir málaflokki 11700.
    Landbúnaðarnefnd beinir því til eignasjóðs að huga að ástandi og viðhaldsþörf rétta í sveitarfélaginu og gera ráð fyrir fjármagni til þeirra í fjárhagsáætlun 2019. Einnig vill landbúnaðarnefnd óska eftir því við byggðarráð að sett verði aukið fé í minka- og refaeyðingu þar sem fram hafa komið vísbendingar stækkun minkastofnsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 201 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 24. júlí 2018 frá Matvælastofnun varðandi lausagöngu búfjár, fjallskil o.fl.
    Landbúnaðarnefnd vísar í bókun fundar nefndarinnar þann 9. júlí s.l., mál 1807058 sem snýr beint að lausagöngu búfjár.
    Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 201 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 12. september 2018 frá Jóni Kolbeini Jónssyni héraðsdýralækni Norðurlands vestra, þar sem tilkynnt er um staðfestan grun um klassíska riðu á bænum Vallanesi, 561 Varmahlíð.
    Landbúnaðarnefnd harmar að upp hafi komið riðusmit í Vallanesi og vill óska eftir því að Jón Kolbeinn Jónsson komi á fund nefndarinnar til að ræða riðumál almennt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 201 Lagður fram til kynningar ársreikningur 2017 fyrir Fjallskilasjóð Skarðshrepps. Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 201 Lagður fram til kynningar ársreikningur 2017 fyrir Fjallskilasjóð Sauðárkróks. Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 201 Lagður fram til kynningar ársreikningur 2017 fyrir Fjallskilasjóð Hóla- og Viðvíkurhrepps. Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 201 Lagður fram til kynningar ársreikningur 2017 fyrir Fjallskilasjóð Vestur-Fljóta. Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 201 Lagðir fram til kynningar ársreikningar 2016 og 2017 fyrir Fjallskilasjóð Skefilsstaðahrepps. Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 201 Lagður fram til kynningar ársreikningur 2017 fyrir Fjallskilasjóð Hofsafréttar. Bókun fundar Afgreiðsla 201. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.

7.Skipulags- og byggingarnefnd - 332

Málsnúmer 1810016FVakta málsnúmer

Fundargerð 332. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 375. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 332 Fyrir fundinum liggur samþykkt tillaga að verndarsvæði í byggð, fyrir norðurhluta Gamla bæjarins á Sauðárkróki. Tillagan er komin í auglýsingu ásamt fylgigögnum Bókun fundar Afgreiðsla 332. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 332 Fyrir fundinum liggur tillaga að verndarsvæði í byggð, fyrir elsta byggðarkjarna í Hofsósi „Plássið og Sandinn.“ Með þessari tillögu er markmiðið að festa verndun svæðisins í sessi með það að markmiði að framtíðaruppbygging svæðisins taki mið af þeirri menningarsögulegu arfleifð sem svæðið býr yfir.
    Tillagan skiptist í sex meginkafla. 1) inngang 2) lýsingu 3) greiningu 4) varðveislumat 5) verndarflokkun og 6) verndun og uppbyggingu.
    í 6. kaflanum verndun og uppbygging eru greindir möguleikar til uppbyggingar og settir skilmálar fyrir verndarsvæðið. Skilmálar lagðir fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 332. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 332 Jón Árni Sigurðsson, kt. 250672-3819, þinglýstur eigandi jarðarinnar Hávík, landnúmer 146012, óskar eftir staðfestingu skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar á hnitsettum landamerkjum jarðarinnar eins og þau eru sýnd á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti sem dagsettur er 16.11.2017, nr. S01 í verki 710301, unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Kvöð um umferðarrétt er í landi Hávíkur eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti.
    Erindinu fylgir yfirlýsing eigenda aðliggjandi jarða um ágreiningslaus landamerki.
    Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 332. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 332 Jón Árni Sigurðsson, kt. 250672-3819, þinglýstur eigandi jarðarinnar Hávík, landnúmer 146012 óskar heimildar skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að stofna 400 m² spildu úr landi jarðarinnar og nefna spilduna Nátthaga. Framlagður hnitsettur yfirlits-og afstöðuuppdráttur gerir grein fyrir erindiinu. Uppdrátturinn er dagsettur 16.11.2017, nr. S01 í verki 710301, unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Innan landamerkja Hávíkur og þeirra spildu sem verið er að stofna stendur 32,5 m² sumarbústaður ranglega skráður matshluti 19 í landi Víkur, landnúmer 146010. Kvöð um umferðarrétt er í landi Hávíkur eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Lögbýlaréttur mun áfram fylgja Hávík, landnr. 146012. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

    Bókun fundar Afgreiðsla 332. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 332 Friðrik Rúnar Friðriksson kt 141156-5009 sækir um leyfi til að leggja hitavatnslögn frá borholu í landi Laugarbóls, landnr. 146191 að tengiskúr við sundlaug í landi Laugarhvamms, landnr. 146196. Fyrirhuguð lagnaleið er frá Laugarbóli um landið Laugarhvammur 15, landnúmer 227053, að tengiskúr í landi Laugarhvamms. Framlagður uppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu gerir grein fyrir lagnaleiðinni. Fyrir liggur samþykki Minjavarðar og Vegagerðarinnar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrirhugaða lagnaleið fyrir sitt leyti.


    Bókun fundar Afgreiðsla 332. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 332 Ágúst Guðmundsson og Anna J. Hjartardóttir Fellstúni 5 sækja um heimild til að breikka heimkeyrslu og bílastæði við húsið Fellstún 5 um allt að 2,5 m. Meðfylgjandi gögn gera nánari grein fyrir erindinu. Fyrir liggur umsögn sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs. Erindið samþykkt. Framkvæmdin verði unnin á kostnað umsækjanda undir eftirliti veitu- og framkvæmdasviðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 332. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 332 Lagt fram erindi frá Ástu Búadóttur og Trausta Jóel Helgasyni varðandi aðkomu að Lóðinni Lindargata 7 og umhverfi hennar. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjendur.

    Bókun fundar Afgreiðsla 332. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 332 Erindi Jóns Gunnars Vésteinssonar og Pálinu Ósk Ómarsdóttur varðandi breytta notkun og breytt útlit bílgeymslu að Samárgrund 12 á Sauðárkróki var grenndarkynnt samkvæmt ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar 20. ágúst sl. og samþykkt sveitarstjórnar 22. ágúst sl. Frestur til að skila umsögnum um erindið var til 12. október sl.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tímabundna breytta notkun til 1. janúar 2023. Skipulags- og byggignarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða erindið að lokinni umfjöllun Sveitarstjórnar
    Bókun fundar Afgreiðsla 332. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 332 Erindi Friðbjörns Jónssonar fh. F- húsa um heimild til gera tvær íbúðir í einbýlishúsinu að Suðurgötu 18 og breyta útliti þess var grenndarkynnt samkvæmt ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar frá 20. ágúst sl. og samþykkt sveitarstjórnar frá 22. ágúst sl. Frestur til að skila umsögnum um erindið var til 15. október sl. Erindið var grenndarkynnt eigendum húsa við Suðurgötu. Skipulags- og byggingarnefnd fagnar því að íbúar vilji laga og viðhalda húsum í eldri hluta bæjarins en bendir á að erindið er ekki í samræmi við reglur deiliskipulags þar sem ekki er gert ráð fyrir fleiri íbúðum við Suðurgötuna. Suðurgatan er gróin einbýlishúsagata, lóðir margar litlar og rúma illa bílgeymslur og bílastæði inni á lóð. Þá er lóðin Suðurgata 18 aðeins um 253 fermetrar og íbúðarhúsið 151,7 fermeter. Mjög líklegt er að fjölgun íbúða leiði af sér aukna bílaumferð og meiri þrengsli í götunni en þegar eru. Því hafnar skipulags- og byggingarnefnd erindi Friðbjörns Jónssonar fh. F-húsa.
    Skipulags- og byggingafulltrúi vék af fundi við afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 332. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 332 Í samræmi við bókun Skipulags- og byggingarnefnar frá 11. maí sl. leggur Svavar M. Sigurjónsson byggingatæknifræðingur hjá Verkhof ehf. fram fyrirspurn fh. N1. Fyrirspurnin varðar flutning á afgreiðsludælum N1 við Suðurbraut 9 á nýjan stað á gatnamótum Suðurbrautar og Túngötu á Hofsósi. Skipulags- og byggingarnefnd hafnar framkominni tillögu. Nefndin bendir á mögulegar staðsetningar við Suðurbraut sunnan við Pardus eða við Skólagötu nær Siglufjarðarvegi. Bókun fundar Afgreiðsla 332. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 332 78. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 332. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 332 Lögð fram til kynningar skýrslan Mannvirki á miðhálendinu. Skýrslan er framfylgdarverkefni Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Bókun fundar Afgreiðsla 332. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.

8.Skipulags- og byggingarnefnd - 333

Málsnúmer 1810031FVakta málsnúmer

Fundargerð 333. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 375. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 333 Lagt fram bréf frá Sigfúsi Inga Sigfússyni sveitarstjóra, dagsett 24. september 2018 varðandi endurskoðun á jafnréttisáætlun sveitarfélagsins. Óskað er eftir að fastanefndir sveitarfélagsins taki jafnréttisáætlunina til umfjöllunar og komi ábendingum og athugasemdum á framfæri við félags- og tómstundanefnd (jafnréttisnefnd) eigi síðar en 1. nóvember 2018. Skipulags- og byggignarnefnd fagnar endurskoðun jafnréttisáætlunarinnar sem er mikilvægt verkfæri í stjórnsýslu sveitarfélagsins.

    Bókun fundar Afgreiðsla 333 fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 333 Erindi frestað. Bókun fundar Afgreiðsla 333 fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 333 Sigurlína Kr. Kristinsdóttir kt 131058-3669 þinglýstur eigandi jarðarinnar Lundur, landnúmer 146852 og lóðarinnar Lundur land, landnúmer 146853, í Stíflu, sækir um að lóðin verði sameinuð jörðinni. Óskað er eftir að þessi skipting verði felld niður í fasteignaskrám, og allt landið beri landnúmer jarðarinnar sem er 146852. Erindið samþykkt eins og það er fyrirlagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 333 fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 333 Skarphéðinn Ásbjörnsson deildarstjóri varaafls hjá RARIK ohf. sækir um framlengingu stöðuleyfis fyrir tvær færanlegar díselrafstöðvar norðan dælustöðvar hitaveitunnar á gamla flugvellinum. Í umsókn kemur fram að stöðuleyfis sé óskað þar til lokið verði við tvöföldun flutningskerfis háspennu til Sauðárkróks og ný aðveitustöð hefur verið tekin í notkun, sem útlit er fyrir að geti orðið á árinu 2020. Þann 1. mars 2017 var veitt stöðuleyfi fyrir staðsetningunni til 1. mars 2018. Samþykkt að endurnýja stöðuleyfið til 1. nóvember 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 333 fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 333 Örn Franzson forstöðumaður framkvæmdadeildar OLIS leggur fram fh. Olíuverzlunar Íslands hf. fjórar tilllögur að hugsanlegri staðsetningu á sjálfsafgreiðslustöð eldsneytis á Sauðárkróki og óskar eftir umfjöllun og afgreiðslu á þeim meðfylgjandi tillögum. Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir nánari útfærslu á lóðinni við Sæmundargötu, aðkomu, stærð og breyttri legu á gönguleið. Bókun fundar Afgreiðsla 333 fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 333 Benedikt Rúnar Egilsson kt. 080683-4729 Birkihlíð 6 óskar eftir heimild til að breyta og fjölga bílastæðum við húsið Birkihlíð 6 á Sauðárkróki samkvæmt meðfylgjandi gögnum
    Erindið samþykkt. Framkvæmdin verði á kostnað umsækjanda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 333 fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 333 Indriði Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sækir um tímabundið stöðuleyfi fyrir 12 fermetra geymsluskúr á lóð íþróttahússins að Skagfirðingabraut 22. Meðfylgjandi gögn gera nánari grein fyrir erindinu. Stöðuleyfi veitt til 1. júní 2019.

    Bókun fundar Afgreiðsla 333 fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 333 77. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar Bókun fundar Afgreiðsla 333 fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018 með níu atkvæðum.

9.Reglur um viðveruskráningar endurskoðun

Málsnúmer 1810013Vakta málsnúmer

Visað frá 842. fundi byggðarráðs til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lagðar fram endurskoðaðar reglur um viðveruskráningu starfsmanna sveitarfélagsins í viðverukerfið VinnuStund. Lúta helstu breytingar að lokadagsetningu á skilum á gögnum og staðfestingu þeirra.
Byggðarráð samþykkir framangreindar reglur um viðveruskráningu starfsmanna sveitarfélagsins.

Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Óljóst virðist vera hvernig Vinnustund verður aðlöguð að mismunandi starfsumhverfi starfmanna sveitarfélagsins, ekki síst með tilliti til þess að hún heldur utan um launaforsendur. Vegna starfsumhverfis og kjarasamninga kennara má til að mynda draga í efa hag af því að setja viðveruramma utan um vinnu kennara, nema að ávinningur sé skýr fyrir bæði kennara og sveitarfélagið. Eigi Vinnustund að halda utan um launaforsendur kennara er hægt að færa rök fyrir því að kennarar skrái alla unna vinnu sína og fái greitt í samræmi við það. Almennt séð virðist ekki vera ljóst hvort fyrir liggi að þessar breyttu reglur um viðveruskráningu þjóni markmiði sínu, ekki síst í ljósi þess að útfærslur sem taka tillit til mismunandi hópa starfsmanna og aðstæðna þeirra vantar eða eru ófullnægjandi.

Bjarni Jónsson
Álfhildur leifsdóttir
VG og óháðum

Sigfús Ingi Sigfússon kvaddi sér hljóðs.

Endurskoðaðar reglur um viðveruskráningar starfsmanna borin upp til afgreiðslu og samþykkt með 7 atkvæðum. Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðsluna.

10.Húsnæðisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Málsnúmer 1708186Vakta málsnúmer

Vísað frá 842. fundi byggðarráðs til afgreiðslu sveitarstjórnar,þannig bókað:
"Lögð fram drög að húsnæðisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir tímabilið 2018-2026 sem unnin var í samstarfi við VSÓ ráðgjöf.
Byggðarráð samþykkir framlagða húsnæðisáætlun fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð tímabilið 2018-2026 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Ólafur Bjarni Haraldsson tók til máls.

Gísli Sigurðsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Húsnæðisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar er unnin af VSÓ verkfræðistofu og hefur þegar verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum í byggðarráði Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Forsendur áætlunarinnar eru opinber gögn, s.s. gögn Hagstofu Íslands um íbúaþróun í Skagafirði, mannfjöldaspár, spár um mannfjölda eftir landsvæðum, aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2015-2019 o.fl. Áætlunin er því byggð á forsendum opinberra gagna en ekki mati einstakra sveitarstjórnarmanna á þróun húsnæðismála í Sveitarfélaginu Skagafirði.

Rétt er þó að halda því til haga að sveitarstjórnarmenn eru eflaust allir sammála um að húsnæðisþörfin í dag er mikil í sveitarfélaginu og sú staða að sveitarfélagið hefur leitast við að ýta undir nýbyggingar með því að fella niður gatnagerðargjöld af lóðum við tilbúnar götur á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð styður það.

Ólafur Bjarni Haraldsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Áætlunin er á margann hátt vel unnin. Rétt er þó að benda á að að mínu mati þá er orðalag í samantekt þar segir „Umsvif á fasteigna- og vinnumarkaði benda til að einblína ætti á Sauðárkrók sem vettvang uppbyggingar og stefnumótunar í húsnæðismálum“ ekki rétt, þar sem þéttbýliskjarnarnir Varmahlíð, Hofsós og Sauðárkrókur eru á sama vinnumarkaðssvæði að ég tel.

Húsnæðisáætlun fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð tímabilið 2018-2026 borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

11.Tillaga - tímabundin lækkun og niðurfelling gatnagerðargjalda 2019

Málsnúmer 1810104Vakta málsnúmer

Vísað frá 842. fundi byggðarráðs til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Byggðarráð samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að framlengja frá og með 1. janúar 2019 samþykkt um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á lóðum við þegar tilbúnar götur á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð. Jafnframt beinir byggðarráð því til sveitarstjórnar að veita 50% afslátt af gatnagerðargjöldum af nýjum götum sem verða tilbúnar til úthlutunar á árunum 2018 og 2019.
Ákvæðið vari til 31. desember 2019. Ákvæðið verður ekki afturvirkt og miðað er við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka."

Tillagan borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

12.Kjör fulltrúa - kjördeild IV Steinsstöðum

Málsnúmer 1809116Vakta málsnúmer

Kjördeild IV á Steinsstöðum til fjögurra ára.

Tilnefndir voru aðalmenn: Hólmfríður S. R. Jónsdóttir, Marínó Örn Indriðason og Valgerður Inga Kjartansdóttir. Varamenn: Þórey Helgadóttir, Arnþór Traustason og Gunnar Valgarðsson.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.

13.Fundargerðir Eyvindarstaðarheiðar ehf

Málsnúmer 1804076Vakta málsnúmer

Fundargerð Eyvindarstaðarheiðar ehf frá 23.október 2018 lögð fram til kynningar á 375. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2018

14.Fundargerðir Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð 2018

Málsnúmer 1811080Vakta málsnúmer

Fundargerð 8. fundar stjórnar Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð þann 6. nóvember 2018 lögð fram til kynningar á 375. fundi sveitarstjórnar þann 14. nóvember 2018.

Fundi slitið - kl. 18:16.